Fara í innihald

Dobbs gegn Jackson Women's Health Organization

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Dobbs v. Jackson Women's Health Organization (2022) var umdeildur tímamótadómur í Hæstarétti Bandaríkjanna þar sem fjallað var um hvort að stjórnarskrá landsins verndi réttinn til þungunarrofs. Málið snerist um lögsókn Jackson Women's Health Organization gegn Thomas E. Dobbs, heilbrigðisfulltrúa Mississippi-ríkis. Málið var höfðað vegna laga sem bönnuðu flest þungunarrof eftir 15 vikna meðgöngu, nema í tilfellum læknisfræðilegrar neyðar eða fósturgalla. Hæstiréttur staðfesti lögin frá Mississippi með klofinni niðurstöðu. Niðurstaðan felldi þar með úr gildi tæplega 50 ára gömul dómafordæmi sem sett voru í málinu Roe v. Wade (1973) og Planned Parenthood v. Casey (1992). Þetta þýddi að stjórnarskráin verndaði ekki lengur réttinn til þungunarrofs og ákvörðunarvaldið um reglur um þungunarrof færist til einstakra ríkja.[1]

Drög að meirihlutaáliti lekið af Politico

[breyta | breyta frumkóða]

Málflutningur fyrir Hæstarétti fór fram í desember 2021. Í maí 2022 birti fréttaveitan Politico drög að meirihlutaáliti dómarans Samuel Alito sem hafði verið lekið,[2] en þau drög samsvöruðu að mestu leyti loka ákvörðun dómsins.[3]

Þann 24. júní 2022 kvað dómstóllinn upp úrskurð með atkvæðum 6-3, þar sem fyrri dómstólniðurstöðum var hnekkt. Minni/smærri (e. smaller majority) meirihluti eða fimm dómarar, studdu álitið um að ógilda dóma í Roe og Casey.

Meirihlutinn taldi að þungunarrof væri hvorki stjórnarskrárbundinn réttur sem nefndur er í stjórnarskránni, né grundvallarréttur sem felst í hugtakinu um skipulagt frelsi (e. ordered liberty), eins og kom fram í Palko v. Connecticut. Forseti Hæstaréttar, John Roberts, var sammála um að staðfesta lögin í Mississippi en tók ekki þátt í meirihlutaálitinu um að ógilda Roe og Casey. Mörg bandarísk vísinda- og læknasamfélög,[4] verkalýðsfélög,[5] ritstjórnir fréttamiðla,[6] flestir demókratar og margar trúarstofnanir (þar á meðal flestir gyðingar og mótmælendakirkjur) voru andvíg Dobbs-dómnum, á meðan kaþólska kirkjan, margar evangelískar kirkjur og margir repúblikanar úr stjórnmálunum studdu hann. Mótmæli brutust út frá báðum fylkingum vegna ákvörðunarinnar.[7][8][9]

Dobbs-dómurinn var víða gagnrýndur og leiddi til djúpstæðra menningarlegra breytinga í bandarísku samfélagi varðandi þungunarrof. Eftir úrskurðinn kynntu nokkur ríki strax takmarkanir á þungunarrofi eða tóku aftur upp lög sem Roe og Casey höfðu gert óvirk. Frá og með árinu 2024 eru þungunarrof verulega takmörkuð í 17 ríkjum, einkum í Suðurhluta Bandaríkjanna.[10] Í skoðanakönnunum innanlands jókst stuðningur við löglegt aðgengi að þungunarrofi um 10 til 15 prósentustig árið eftir.[11] Kosningar innan ríkja sem fram fóru í kjölfar úrskurðarins í Kansas, Montana, Kaliforníu, Vermont, Michigan, Kentucky og Ohio enduðu allar í þágu þungunarrofs (e. uniformly came out in favor of abortion rights), almennt með yfirgnæfandi mun þvert á stjórnmálin.[12]

14. viðaukinn

[breyta | breyta frumkóða]

Fjórtándi viðauki stjórnarskrárinnar snýr að réttindum borgaranna. Viðaukinn kveður meðal annars á um að ekkert ríki skuli setja eða framfylgja lögum sem að skerða réttindi og friðhelgi ríkisborgaranna. Dómurinn byggir á þeirri túlkun að rétturinn til þungunarrofs sé ekki stjórnarkrárvarinn samkvæmt 14. viðauka bandarísku stjórnarkrárinnar. Túlkunin gefur til kynna að þungunarrof falli ekki undir persónulegt frelsi, í andstöðu við dóma Roe v. Wade (1973) og Casey gegn Planned Parenthood (1992) þar sem þungunarrof eigi sér ekki djúpar rætur í sögu þjóðarinnar. Þegar fjórtándi viðaukinn var samþykktur var þungunarrof bannað í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna.[13]

Röksemdir dómara

[breyta | breyta frumkóða]

Dómurinn í Dobbs v. Jackson Women's Health Organization var álitinn marka stórt skref aftur frá fyrri fordæmum sem tengjast friðhelgi einstaklingsins. Meirihlutinn, sem samanstóð af dómurunum Samuel Alito, Clarence Thomas, Neil Gorsuch, Brett Kavanaugh og Amy Coney Barrett, taldi að stjórnarskráin verndaði ekki beinlínis réttinn til þungunarrofs. Í dómsniðurstöðunni byggðu þeir á sögulegum túlkunum og bentu á að þungunarrof væri hvergi tryggt í stjórnarskránni. Þeir sögðu að slíkt ætti að falla undir vald einstakra ríkja, frekar en að vera stjórnarskrárvarin réttindi. Þetta færði ákvörðunarvaldið frá alríkisstigi til einstakra ríkja og opnaði þar með á misræmi milli ríkja hvað varðar þungunarrof.[2]

Dómararnir Stephen Breyer, Sonia Sotomayor og Elena Kagan voru ósammála þessari túlkun. Þau lögðu áherslu á að slík breyting gæti haft áhrif á önnur réttindi og bentu á að það væri hættulegt að veita ríkjum meiri stjórn yfir málum sem snúa að einkalífi einstaklinga. Þau vöruðu við því að dómurinn gæti sett hættulegt fordæmi með því að veikja verndun annarra réttinda sem tengjast persónulegu frelsi, eins og réttinum til samkynhneigðra sambanda og getnaðarvarna, þar sem þau réttindi byggjast einnig á túlkun fjórtánda viðaukans. Með því að færa ákvörðunarvaldið um þungunarrof til einstakra ríkja væri í raun verið að rýra sjálfræði kvenna á grundvelli búsetu.[14]

Lagaleg staða í ríkjunum eftir dóminn

[breyta | breyta frumkóða]

Niðurstaða dómsins hafði tafarlaus áhrif á löggjöf í þrettán fylkjum þar sem ríkisþing þeirra höfðu þegar samþykkt sérstaka löggjöf (e. trigger laws). Þessi lög tóku gildi um leið og dómnum Roe v. Wade var snúið við og bönnuðu þungunarrof í flestum tilfellum. Slíkar löggjafir voru til staðar í þrettán ríkjum og tóku gildi samstundis eða skömmu eftir að Roe v. Wade var ógilt. Hins vegar voru nokkur þeirra lög tímabundið stöðvuð af dómstólum, eins og í Wyoming, Norður-Dakóta, og Utah, þar sem lögin tóku ekki strax gildi. Hin ríkin eru Idaho, Suður-Dakóta, Missouri, Oklahoma, Arkansas, Kentucky, Tennessee, Texas, Louisiana og Mississippi. Meirihluti þessara fylkja eru staðsett í suðurhluta Bandaríkjanna.[15]

Ríki sem bönnuðu þungunarrof

[breyta | breyta frumkóða]

Hér má sjá yfirlit yfir hvaða ríki hafa bannað þungunarrof og með hvaða hætti bannið stendur:

Ríki Staða löggjafar Frekari upplýsingar
Alabama Ólöglegt Þungunarrof er bannað án undantekninga vegna nauðgunar eða sifjaspella
Arkansas Ólöglegt Þungunarrof er bannað án undantekninga vegna nauðgunar eða sifjaspella
Idaho Ólöglegt Næstum algjört bann í gildi
Indiana Ólöglegt Þungunarrof er bannað með takmörkuðum undantekningum. Hæstiréttur Indiana staðfesti úrskurð sem bannar næstum öll þungunarrof í ríkinu og hafnaði beiðni um endurupptöku málsins
Kentucky Ólöglegt Þungunarrof er bannað án undantekninga vegna nauðgunar eða sifjaspella
Louisiana Ólöglegt Þungunarrof er bannað án undantekninga vegna nauðgunar eða sifjaspella
Mississippi Ólöglegt Næstum því algjört bann í gildi. Undantekning er heimil vegna nauðgunar en ekki sifjaspella
Missouri Ólöglegt Þungunarrof er bannað án undantekninga vegna nauðgunar eða sifjaspella
Oklahoma Ólöglegt Þungunarrof er bannað án undantekninga vegna nauðgunar eða sifjaspella
Suður Dakóta Ólöglegt Þungunarrof er bannað án undantekninga vegna nauðgunar eða sifjaspella
Tennessee Ólöglegt Þungunarrof er bannað án undantekninga vegna nauðgunar eða sifjaspella
Texas Ólöglegt Þungunarrof er bannað án undantekninga vegna nauðgunar eða sifjaspella
Vestur-Virginía Ólöglegt Næstum algjört bann er í gildi. Ríkið getur einnig takmarkað sölu á lyfjum til þungunarrofs
Arizona Löglegt frá 6-18 vikna meðgöngutíma Þungunarrof er bannað eftir 15 vikur meðgöngu. Í maí undirritaði ríkisstjórinn Katie Hobbs frumvarp sem aflétti banni frá borgarastyrjaldartímanum sem bannaði þungunarrof við næstum allar aðstæður. Afnámið tók gildi 14. september
Flórída Löglegt frá 6-18 vikna meðgöngutíma Sex vikna bann tók gildi 1. maí og kom í stað 15 vikna banns[16]

Kosningar um réttinn til þungunarrofs

[breyta | breyta frumkóða]

Í nóvember verða kosningar um þungunarrof í tíu ríkjum Bandaríkjanna samhliða forsetakosningum. Í kjölfar þess að Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti Roe v. Wade, hefur þungunarrof orðið eitt mest áberandi kosningamálið. Á síðustu tveimur árum hafa fylgjendur réttar til þungunarrofs unnið allar kosningar tengdar málinu. Sigur hefur jafnvel unnist í rauðum fylkjum á borð við Ohio, Kentucky, og Kansas.[17]

Flest frumvörp sem kosið verður um í ár miða að því að vernda réttinn til þungunarrofs í löggjöf ríkjanna fram að um 24 vikna meðgöngu. Sum ríki þar sem þungunarrof er nú óheimilt, gætu orðið þau fyrstu til að snúa við slíkum bönnum. Í öðrum ríkjum þar sem þungunarrof er löglegt, vilja aðgerðasinnar festa heimildina í stjórnarskrána til að tryggja að rétturinn verði ekki auðveldlega afnuminn. Ríki þar sem kosið verður um þungunarrof í nóvember 2024 eru meðal annars Arizona, Colorado, Flórída, Maryland, Missouri, Montana, Nebraska, Nevada, New York, og Suður-Dakóta.[17]

Fylki sem vernduðu réttinn til þungunarrofs

[breyta | breyta frumkóða]

Mörg frjálslynd ríki reyndu að tryggja áframhaldandi réttindi kvenna til þungunarrofs. Í Kaliforníu hafa stjórnvöld styrkt rétt kvenna til þungunarrofs með lagabreytingu óháð framtíðarákvörðunum hæstaréttar. Stjórnvöld juku einnig fjárveitingar til málaflokksins. Gavin Newsom ríkisstjóri Kaliforníu sagði að með dóm hæstaréttar nytu konur ekki sama frelsis og karlar. Hann sagði einnig að farið væri með konur eins og annars flokks borgara í landinu. Lögin sem voru samþykkt í Kaliforníu í var ætlað að tryggja að aðilar frá öðrum ríkjum geti ekki höfðað mál gegn Kaliforníubúum sem framkvæma, aðstoða við eða undirgangast þungunarrof. Lögin eiga einnig að vernda konur frá öðrum ríkjum sem koma til Kaliforníu til að rjúfa meðgöngu.[18]

Ríkisþing New York hefur samþykkt lög sem styðja við rétt kvenna til þungunarrofs. Það er gert með því að veita læknum vernd sem ávísa og senda þungunarrofslyf til sjúklinga í ríkjum þar sem þungunarrof er bannað eða verulega takmarkað. Lögin tryggja að yfirvöld og dómstólar í New York muni ekki aðstoða önnur ríki við að sækja heilbrigðisstarfsmenn til saka sem hafa aðstoðað íbúa viðkomandi ríkis, svo lengi sem heilbrigðisstarfsmaðurinn fylgir lögum New York. Lögin voru samþykkt með miklum meirihluta í báðum deildum þingsins. Löggjöfin kemur í kjölfar þess að fjórtán ríki hafa nánast alfarið bannað þungunarrof og beint athyglinni að þeim sem aðstoða konur við að fá aðgang að þjónustunni. New York ríki stefnir þannig að því að vernda heilbrigðisstarfsfólk og stuðla að því að konur frá öðrum ríkjum hafi aðgang að þungunarrofslyfjum, jafnvel þar sem slík aðstoð er takmörkuð.[19]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Dobbs v. Jackson Women's Health Organization | Constitution Center“. National Constitution Center – constitutioncenter.org (enska). Sótt 27. október 2024.
  2. 2,0 2,1 Supreme court of the United States (desember 2021). „DOBBS, STATE HEALTH OFFICER OF THE MISSISSIPPI DEPARTMENT OF HEALTH, ET AL. v. JACKSON WOMEN'S HEALTH ORGANIZATION ET AL“ (PDF).
  3. „10 key passages from Alito's draft opinion, which would overturn Roe v. Wade - POLITICO“. web.archive.org. 4. maí 2022. Sótt 27. október 2024.
  4. „Leading medical groups file amicus brief in Dobbs v. Jackson“. American Medical Association (enska). 21. september 2021. Sótt 27. október 2024.
  5. Eleanor Mueller; Nick Niedzwiadek (júní 2022). „Unions wade gingerly into abortion after SCOTUS ruling“. Politico.
  6. Flood, Brian (10. október 2022). „Abortion: NY Times, Washington Post, LA Times editorial boards solidly pro-choice but mum on limits“. Fox News (bandarísk enska). Sótt 27. október 2024.
  7. „Ob-Gyns Say More People Are Dying Since Dobbs Overturned Right to Abortion“. The New Republic. ISSN 0028-6583. Sótt 27. október 2024.
  8. Kim Bellware; Emily Guskin (júní 2023). „Effects of Dobbs on maternal health care overwhelmingly negative, survey shows“. The Washington Post.
  9. Rachael Robertson (júní 2023). „A Year Later, Doctors Feel Impact of Dobbs Decision 'Every Single Day'. Medpage Today.
  10. McCann, Allison; Walker, Amy Schoenfeld (24. maí 2022). „Tracking Abortion Bans Across the Country“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Sótt 27. október 2024.
  11. Kate Zernike (júní 2023). „How a Year Without Roe Shifted American Views on Abortion“. New York Times.
  12. „Abortion rights have won in every election since Roe v. Wade was overturned“. NBC News (enska). 9. ágúst 2023. Sótt 27. október 2024.
  13. „Amdt14.S1.6.4.3 Abortion, Dobbs v. Jackson Women's Health Organization, and Post-Dobbs Doctrine“. júní 2024.
  14. „Dobbs v. Jackson Women's Health Organization | Constitution Center“. National Constitution Center – constitutioncenter.org (enska). Sótt 27. október 2024.
  15. „The Aftermath of U.S. Supreme Court's Dobbs: Where Are the States in Fall 2022? - Jackson Lewis“. www.jacksonlewis.com (enska). 1. apríl 2023. Sótt 27. október 2024.
  16. Cole, Annette Choi, Devan (6. nóvember 2023). „Abortion law state map: See where abortions are legal or banned“. CNN (enska). Sótt 27. október 2024.
  17. 17,0 17,1 Sherman, Carter (26. september 2024). „Where will abortion be on the ballot in the 2024 US election?“. The Guardian (bresk enska). ISSN 0261-3077. Sótt 27. október 2024.
  18. „Kalifornía styrkir rétt kvenna til þungunarrofs - RÚV.is“. RÚV. 25. júní 2022. Sótt 27. október 2024.
  19. Gísladóttir, Hólmfríður (21. júní 2023). „New York slær skjald­borg um lækna sem að­stoða við þungunar­rof - Vísir“. visir.is. Sótt 27. október 2024.