Alþýðulýðveldið Donetsk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Alþýðulýðveldið Donetsk
Fáni Alþýðulýðveldisins Donetsk Skjaldarmerki Alþýðulýðveldisins Donetsk
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Þjóðsöngur Donetsk
Staðsetning Alþýðulýðveldisins Donetsk
Höfuðborg Donetsk
Opinbert tungumál Rússneska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Denis Pushilin
Forsætisráðherra Vladimir Pashkov
Sjálfstæði
 - Sjálfstæðisyfirlýsing + de facto sjálfstæði 7. apríl 2014 
 - Kosningar um sjálfstæði 11. maí 2014 
 - Viðurkenning Rússlands 21. febrúar 2022 
Flatarmál
 - Samtals

8.902 km2 km²
Mannfjöldi
 - Samtals (2021)
 - Þéttleiki byggðar

2.302.444
/km²
VÞL (2019) Increase2.svg
Gjaldmiðill rúbla
Tímabelti UTC+3
Ekið er hægra megin

Alþýðulýðveldið Donetsk er ríki sem lýsti yfir sjálfstæði frá Úkraínu þann 11. maí 2014. Höfuðborg og stærsta borg ríkisins er Donetsk og Denis Púsjilín hefur verið forseti þess frá árinu 2018.

Aðskilnaðarsinnar í Donetsk, sem aðhylltust nánara samband við Rússland, klufu sig frá Úkraínu í kjölfar úkraínsku byltingarinnar og Krímskagakreppunnar árið 2014. Haldin var atkvæðagreiðsla um sjálfstæði héraðanna Donetsk og Luhansk þann 11. maí 2014. Í kjölfarið tilkynntu skipuleggjendur atkvæðagreiðslunnar að kjósendur hefðu samþykkt sjálfstæði með um 80 prósentum atkvæða og 75 prósenta kjörsókn. Engir óháðir eftirlitsmenn gátu staðfest niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar og ekkert erlent ríki viðurkenndi lögmæti hennar.[1]

Úkraínsk stjórnvöld viðurkenndu ekki lögmæti atkvæðagreiðslunnar og bentu á að stjórnarskrá landsins heimilaði ekki breytingar á yfirráðasvæði í atkvæðagreiðslu nema öllum landsmönnum væri leyft að kjósa.[2][3] Rússneskir hermenn fóru inn í Donbas í ágúst 2014 og hafa hjálpað stjórnvöldum þar að verjast tilraunum Úkraínumanna til að endurheimta stjórn í Donetsk og Luhansk.[4][5][4] Lítil breyting varð á yfirráðasvæði í hernaðardeilum um héruðin á næstu árum og gjarnan var fjallað um átökin sem „frosin átök.“[6][7][8]

Ríkisstjórn Úkraínu hefur ekki viðurkennt sjálfstæði Donetsk og lítur á ríkið og leiðtoga þess sem uppreisnarmenn. Þorri alþjóðasamfélagsins skilgreinir Donetsk jafnframt sem hluta af Úkraínu. Rússland varð fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Donetsk þann 21. febrúar 2022.[9] Alþýðulýðveldið Donetsk er þátttakandi í innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Insurgents say Ukraine region opts for sovereignty | Dallas Morning News. The Dallas Morning News. 11. maí 2014.
  2. Конституція України | від 28.06.1996 № 254к/96-ВР (Сторінка 1 з 4). Zakon4.rada.gov.ua. Retrieved 13 May 2014.
  3. „Закон України "Про всеукраїнський референдум". Search.ligazakon.ua. 28. nóvember 2012. Afrit af upprunalegu geymt þann 22 mars 2014. Sótt 15. mars 2014.
  4. 4,0 4,1 „Pushing locals aside, Russians take top rebel posts in east Ukraine". Reuters. 27. júlí 2014. Skoðað 27. júlí 2014.
  5. Strelkov/Girkin Demoted, Transnistrian Siloviki Strengthened in 'Donetsk People's Republic', Vladimir Socor, Jamestown Foundation, 15 August 2014
  6. „FRÁSÖGN af „Transatlantic Forum“ fundi NATO-þingsins í Washington 7.–8. desember 2015“. Alþingi. 17. desember 2015. Sótt 5. mars 2022.
  7. Bjarni Bragi Kjartansson (17. júlí 2014). „Þjóðernisátök og hagsmunir“. Kjarninn. Sótt 22. febrúar 2022.
  8. „Fimm falla í austurhluta Úkraínu“. mbl.is. 14. nóvember 2015. Sótt 5. mars 2022.
  9. Ólöf Ragnarsdóttir (22. febrúar 2022). „Pútín viðurkennir sjálfstæði Donetsk og Luhansk“. RÚV. Sótt 22. febrúar 2022.