Alþýðulýðveldið Donetsk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alþýðulýðveldið Donetsk
Fáni Alþýðulýðveldisins Donetsk Skjaldarmerki Alþýðulýðveldisins Donetsk
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Þjóðsöngur Donetsk
Staðsetning Alþýðulýðveldisins Donetsk
Höfuðborg Donetsk
Opinbert tungumál Rússneska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Denís Púshílín
Forsætisráðherra Vladímír Pashkov
Sjálfstæði
 • Sjálfstæðisyfirlýsing + de facto sjálfstæði 7. apríl 2014 
 • Kosningar um sjálfstæði 11. maí 2014 
 • Viðurkenning Rússlands 21. febrúar 2022 
 • Formlega innlimað í Rússland 30. september 2022 
Flatarmál
 • Samtals

8.902 km2 km²
Mannfjöldi
 • Samtals (2021)
 • Þéttleiki byggðar

2.302.444
/km²
VÞL (2019)
Gjaldmiðill rúbla
Tímabelti UTC+3
Ekið er hægra megin

Alþýðulýðveldið Donetsk var ríki á Donbas-svæðinu í Úkraínu sem lýsti yfir sjálfstæði þann 11. maí 2014 og var formlega innlimað í Rússland árið 2022. Höfuðborg og stærsta borg ríkisins var Donetsk og Denís Púshílín var forseti þess frá árinu 2018 til ársins 2022. Á meðan ríkið hélt fram sjálfstæði sínu var almennt litið á það sem rússneskt leppríki.[1][2]

Aðskilnaðarsinnar í Donetsk, sem aðhylltust nánara samband við Rússland, klufu sig frá Úkraínu í kjölfar úkraínsku byltingarinnar og Krímskagakreppunnar árið 2014. Haldin var atkvæðagreiðsla um sjálfstæði héraðanna Donetsk og Lúhansk þann 11. maí 2014. Í kjölfarið tilkynntu skipuleggjendur atkvæðagreiðslunnar að kjósendur hefðu samþykkt sjálfstæði með um 80 prósentum atkvæða og 75 prósenta kjörsókn. Engir óháðir eftirlitsmenn gátu staðfest niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar og ekkert erlent ríki viðurkenndi lögmæti hennar.[3]

Úkraínsk stjórnvöld viðurkenndu ekki lögmæti atkvæðagreiðslunnar og bentu á að stjórnarskrá landsins heimilaði ekki breytingar á yfirráðasvæði í atkvæðagreiðslu nema öllum landsmönnum væri leyft að kjósa.[4][5] Rússneskir hermenn fóru inn í Donbas í ágúst 2014 og hafa hjálpað stjórnvöldum þar að verjast tilraunum Úkraínumanna til að endurheimta stjórn í Donetsk og Luhansk.[6][7][6] Lítil breyting varð á yfirráðasvæði í hernaðardeilum um héruðin á næstu árum og gjarnan var fjallað um átökin sem „frosin átök.“[8][9][10]

Ríkisstjórn Úkraínu hefur ekki viðurkennt sjálfstæði Donetsk og lítur á ríkið og leiðtoga þess sem uppreisnarmenn. Þorri alþjóðasamfélagsins skilgreinir Donetsk jafnframt sem hluta af Úkraínu. Rússland varð fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Donetsk þann 21. febrúar 2022.[11] Alþýðulýðveldið Donetsk er þátttakandi í innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022.

Þann 21. september tilkynnti stjórn Alþýðulýðveldisins Donetsk, ásamt leppstjórnum Rússa á hernámssvæðum þeirra í Lúhansk, Kherson og Zaporízjzja, að þær hygðust halda atkvæðagreiðslur um það að gerast hluti af Rússneska sambandsríkinu líkt og hafði verið gert á Krímskaga árið 2014.[12] Atkvæðagreiðslurnar hófust tveimur dögum síðar.[13] Eftir fjóra daga tilkynntu stjórnirnar að yfirgnæfandi meirihlutar kjósenda hefðu samþykkt að héruðin skyldu sameinast Rússlandi.[14] Ýmsir erlendir þjóðarleiðtogar fordæmdu atkvæðagreiðslurnar og sögðu niðurstöður þeirra hafa verið ákveðnar fyrirfram. Volodymyr Zelenskyj Úkraínuforseti sagði þær markleysu og að þær myndu engu breyta um þær fyrirætlanir Úkraínumanna að endurheimta héruðin.[15]

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tilkynnti formlega innlimun héraðanna fjögurra í Rússland þann 30. september 2022 á stórviðburði á Rauða torginu í Moskvu. Þegar Pútín tilkynnti þetta stjórnuðu Rússar engu af héruðunum fjórum í heild sinni.[16]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  • Johnson, Jamie; Parekh, Marcus; White, Josh; Vasilyeva, Nataliya (4. ágúst 2022). „Officer who 'boasted' of killing civilians becomes Russia's first female commander to die“. The Telegraph (bresk enska). ISSN 0307-1235. Sótt 17. september 2022.
  • Bershidsky, Leonid (13. nóvember 2018). „Eastern Ukraine: Why Putin Encouraged Sham Elections in Donbass“. Bloomberg News. Sótt 17. september 2022.
  • „Russian Analytical Digest No 214: The Armed Conflict in Eastern Ukraine“. css.ethz.ch (enska). Sótt 17. september 2022.
 1. Socor, Vladimir (2016). „Conserved Conflict: Russia's Pattern in Ukraine's East“. Í Iancu, Niculae; Fortuna, Andrei; Barna, Cristian; Teodor, Mihaela (ritstjórar). Countering Hybrid Threats: Lessons Learned from Ukraine. Washington, DC: IOS Press. bls. 187–192. ISBN 978-1614996507. „Russia's 2014 military intervention breached [Ukraine's titles to sovereignty, territorial integrity and inviolability of its borders] de facto, but the Minsk armistice formalises that breach at the international level. Under the armistice, a formal restoration of Ukraine's sovereignty and control of the external border in Donetsk-Luhansk is no longer a matter of title, right, or international law. Instead, that restoration becomes conditional on enshrining the Donetsk-Luhansk proto-state in Ukraine's constitution and legitimising the Moscow-installed authorities there through elections. Moreover, the terms of that restoration are negotiable between Kyiv and Donetsk-Luhansk (i.e., Moscow) under the Minsk armistice.“
 2. Insurgents say Ukraine region opts for sovereignty | Dallas Morning News. The Dallas Morning News. 11. maí 2014.
 3. Конституція України | від 28.06.1996 № 254к/96-ВР (Сторінка 1 з 4). Zakon4.rada.gov.ua. Retrieved 13 May 2014.
 4. „Закон України "Про всеукраїнський референдум". Search.ligazakon.ua. 28. nóvember 2012. Afrit af upprunalegu geymt þann 22 mars 2014. Sótt 15. mars 2014.
 5. 6,0 6,1 „Pushing locals aside, Russians take top rebel posts in east Ukraine“. Reuters. 27. júlí 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. júlí 2014. Sótt 27. júlí 2014.
 6. Strelkov/Girkin Demoted, Transnistrian Siloviki Strengthened in 'Donetsk People's Republic', Vladimir Socor, Jamestown Foundation, 15 August 2014
 7. „FRÁSÖGN af „Transatlantic Forum" fundi NATO-þingsins í Washington 7.–8. desember 2015“. Alþingi. 17. desember 2015. Sótt 5. mars 2022.
 8. Bjarni Bragi Kjartansson (17. júlí 2014). „Þjóðernisátök og hagsmunir“. Kjarninn. Sótt 22. febrúar 2022.
 9. „Fimm falla í austurhluta Úkraínu“. mbl.is. 14. nóvember 2015. Sótt 5. mars 2022.
 10. Ólöf Ragnarsdóttir (22. febrúar 2022). „Pútín viðurkennir sjálfstæði Donetsk og Luhansk“. RÚV. Sótt 22. febrúar 2022.
 11. Einar Þór Sigurðsson (21. september 2022). „Pútín svarar með her­kvaðningu og blæs til stór­sóknar í Úkraínu“. Fréttablaðið. Sótt 21. september 2022.
 12. Markús Þ. Þórhallsson (23. september 2022). „Atkvæðagreiðsla um innlimun hafin í fjórum héruðum“. RÚV. Sótt 27. september 2022.
 13. „Segja innlimun samþykkta með yfirgnæfandi stuðningi“. mbl.is. 27. september 2022. Sótt 27. september 2022.
 14. Markús Þ. Þórhallsson (21. september 2022). „Þakkar þjóðarleiðtogum fyrir fordæmingu atkvæðagreiðslu“. RÚV. Sótt 27. september 2022.
 15. Samúel Karl Ólason (30. september 2022). „Bölsótaðist út í Vesturlönd“. Vísir. Sótt 30. september 2022.