Tómas Klog

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tómas Klog (15. apríl 176831. janúar 1824) var dansk-íslenskur læknir sem var þriðji landlæknir Íslands.

Hann var fæddur í Vestmannaeyjum, sonur Hans Klog, kaupmanns þar, og útskrifaðist úr Skálholtsskóla 1785. Hann tók læknisfræðipróf við Kaupmannahafnarháskóla 1804 og var skipaður landlæknir á Íslandi 25. maí sama ár. Sveinn Pálsson hafði þá gegnt landlæknisembættinu í eitt ár eftir lát Jóns Sveinssonar en Sveinn hafði ekki lokið embættisprófi.

Tómas Klog kom til Íslands í lok júní 1804 ásamt danskri konu sinni. Nesstofa var þá í svo lélegu ástandi að hann gat ekki sest þar að strax. Hann átti í miklu stríði við yfirvöld til að fá nauðsynlegar viðgerðir á húsinu og bjó í Reykjavík á meðan. Haustið 1807 var loks búið að gera við Nesstofu og flutti Klog sig þá þangað en húsið hriplak þó enn að sögn.

Klog gegndi embætti landlæknis til 1816 en hafði þó fengið lausn ári áður. Hann varð svo stiftslæknir á Lálandi og Falstri og bjó í Nyköbing á Falstri, þar sem hann lést 1824.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Um læknaskipun á Íslandi. Tímarit hins íslenzka bókmenntafélags, 11. árgangur 1890“.