Des Plaines

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Miðbær Des Plaines.

Des Plaines er borg í Cook County í Illinois. Íbúar hennar voru 58.364 manns árið 2010. Borgin er úthverfi Chicago og liggur norðan við O'Hare-alþjóðaflugvöll. Borgin liggur við og er nefnd eftir ánni Des Plaines, sem flæðir um austurhluta borgarinnar.

Des Plaines var stofnuð sem bær undir nafninu Rand árið 1859. Árið 1869 var bærinn endurskírður Des Plaines. Árið 1925 kusu íbúar Des Plaines að breyta bænum í borg. Þorpið Riverview sem lá sunnan við bæinn var fellt inn í nýju borgina.

Fyrsti McDonald's-staðurinn sem rekinn var undir sérleyfi var opnaður af Jay Kroc í Des Plaines árið 1955.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Bandaríkja-tengda grein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.