Fara í innihald

Vatnsstígur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vatnsstígur er gata í miðbæ Reykjavíkur og liggur frá Hverfisgötu niður að Skúlagötu. Þvert á Vatnsstíg, milli Skúlagötu og Hverfisgötu, liggur Lindargata. Milli Lindargötu og Hverfisgötu er Veghúsastígur og teygir sig frá Klapparstíg að Vatnsstíg.

Hústökufólk í Skuggaprýði

[breyta | breyta frumkóða]

Í apríl 2009 birtust fréttir um hústökufólk í húsi sem stendur við Vatnsstíg 4, og hefur stundum gengið undir nafninu Skuggaprýði. [1] Þann 15. apríl réðst óeirðarlögregla inn í húsið og handtók 22. [2] Mjög mismunandi skoðanir voru vegna aðgerðanna, enda húsin í eigu fyrirtækja sem tengjast útrásarvíkingum. [3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Hústökufólk á Vatnsstíg; af Vísi.is 2009
  2. Alls 22 handteknir á Vatnsstíg; af Vísi.is 15.04.2009
  3. Skuggaprýði; af Eyjunni 15.04.2009
  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.