Súleiman mikli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skjaldarmerki Ósman-ætt Tyrkjasoldán
Ósman-ætt
Súleiman mikli
Súleiman 1.
سلطان سليمان اول‎
Ríkisár 30. september 15206. september 1566
SkírnarnafnSultan Süleyman Han bin Selim Han
Fæddur6. nóvember 1494
 Trabzon, Tyrkjaveldi
Dáinn6. september 1566 (71 árs)
 Szigetvár, Ungverjalandi, Habsborgaraveldinu
GröfMoska Súleimans mikla, Istanbúl
Undirskrift
Konungsfjölskyldan
Faðir Selím 1.
Móðir Ayşe Hafsa Sultan
EiginkonaHürrem Sultan
Börn10; þ. á. m. Selím 2.

Súleiman I (6. nóvember 1494 – 5./6./7. september 1566), þekktastur sem Súleiman mikli var tíundi soldán Ottómanveldisins og sá sem lengst ríkti, frá árinu 1520 til dauðadags árið 1566. Hann er stundum nefndur „löggjafinn“ vegna gríðarlega umfangsmikilla endurbóta sinna á lagakerfi Ottómanveldisins. Hann leiddi einnig heri Ottómanveldisins til sigurs í orrustum á Ródos, við Belgrad og í Ungverjalandi en sigurgöngu hans lauk í umsátrinu um Vínarborg árið 1529. Hann innlimaði einnig í Ottómanveldið stór landsvæði í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku.

Upphafsár[breyta | breyta frumkóða]

Súleiman fæddist í borginni Trabazon á strönd Svartahafs, líklegast 6. nóvember 1494.[1] Móðir hans var Aishe Hafsa Sultan, sem dó 1534. Sjö ára gamall var hann sendur til að læra vísindi, sögu, bókmenntir, guðfræði og hernaðartækni í skólum Topkapı hallarinnar í Konstantínópel (sem er nú Istanbúl). Hann vingaðist snemma við Pargali Ibrahim Pasja, þræl sem síðar varð einn af traustustu ráðgjöfum hans.[2] Frá sautján ára aldri var Súleiman skipaður sem ríkistjóri Kaffa og síðar sem ríkistjóri Sarukhan með stuttri valdatíð í Adríanópolis (sem er nú Edirne).[3] Þegar faðir hans, Selím 1., dó tók hann við völdum sem tíundi soldán Tyrkjaveldis. Sumir sagnfræðingar halda því fram að hann hafi dáðst að Alexander mikla.[4][5] Hann varð fyrir áhrifum af hugsjón Alexanders að byggja upp heimsveldi sem næði frá austri til vesturs og þetta var drifkrafturinn fyrir herförum hans í Asíu, Afríku og í Evrópu.

Hernaðarleiðangar[breyta | breyta frumkóða]

Landvinningar í Evrópu[breyta | breyta frumkóða]

Barátta á milli Tyrkja og Kristinna manna á 16. öld

Þegar hann tók við völdum af föður sínum hóf Súleiman röð herleiðangra sem að lokum bældu niður uppreisn undir forystu ríkistjóra Damaskus 1521. Suleiman undirbjó yfirtöku Belgrad frá konungsríkinu Ungverjalandi. Yfirtaka borgarinnar var nauðsynleg til þess að sigra Ungverja, sem eftir sigra á Serbum, Búlgörum, Austrómverska keisaradæminu og Albaníu var eina veldið sem gat stöðvað landvinninga Ottómanveldisins í Evrópu. Súleiman umkringdi Belgrad og byrjaði stórskotahríð frá eyju í Dóná. Með eingöngu 700 menn og engri hjálp frá Ungverjalandi féll Belgrad í ágúst 1521.[6]

Vegurinn til Ungverjalands og Austurríkis var opinn en Súleiman beindi athygli sinni til eyjarinnar Ródos í Miðjarðarhafi. Sumarið 1522 sendi hann herflotann sem hann erfði frá föður sínum á meðan hann leiddi herdeild hundrað þúsund manna um Anatólíu.[7] Eftir baráttuna um Ródos eftir fimm mánuði náði hann höfuðborginni og leyfði Jóhannesarriddurunum, sem höfðu haft aðsetur á Ródos, að fara frá eynni. Þeir mynduðu að lokum nýja herstöð á Möltu.

Eftir því sem tengslin á milli Ungverjalands og Ottómanveldisins minnkuðu hélt Súleiman áfram með hernaðarleiðangra sína í Austur-Evrópu og 29. ágúst 1526 sigraði hann Loðvík 2. af Ungverjalandi við baráttuna um Mohács. Eftir hana hrundi mótspyrna Ungverjalands og Ottómanveldið varð ráðandi veldi í Austur-Evrópu.[8] Á meðan Súleiman sigraði Ungverjaland gerðu ættbálkar Tyrkja í miðhluta Anatólíu uppreisn undir stjórn Kalender Çelebi.

Undir Karli fimmta og Ferdinand fyrsta hernámu Habsborgarar Buda og tóku Ungverjaland. Árið 1529 fór Súleiman aftur um Dónárdalinn og tók aftur völd yfir Buda og um næsta haust undirbjó hann yfirtöku Vínar. Það var metnaðarfyllsti herleiðangur Ottómanveldisins og hápunktur herleiðangra þess til vesturs. Með sextán þúsund hermenn[9] urðu Austurríkismenn til þess að Súleimann beið sinn fyrsta ósigur, sem var upphaf deilna á milli Habsborgara og Ottómanveldisins sem entist til 20. aldarinnar.[10] Seinni tilraun til að sigra Vín misheppnaðist 1532 og Súleiman hörfaði áður en hann náði til borgarinnar. Í báðum tilraunum kom veðrið og of breitt flutningskerfi þeim illa.[11]

Eftir 1540 spratt deilan í Ungverjalandi aftur upp sem gaf Súleiman tækifæri til að hefna fyrir ósigurinn í Vín. Sum ungversk göfugmenni stungu upp á því að Ferdinand, sem stjórnaði nágrannanum Austurríki og tengdist fjölskyldu Loðvíks 2. með hjónabandi, myndi taka við Ungverjalandi ef Louis myndi deyja án arftaka.[12] Hins vegar stungu önnur göfugmenni upp á Jóhanni Zápolya, sem var studdur af Suleiman en óþekktur af kristnum valdhöfum í Evrópu.

Barátta Ottóman veldisins um Esztergom.

Árið 1541 voru Habsborgarar aftur í deilu við Ottómanveldið með því að reyna að sigra Buda. Eftir að hafa neyðst til að hörfa og fleiri vígi Habsborgara fallið í kjölfarið,[13] neyddust Ferdinand og bróðir hans Karl fimmti að gera niðurlægjandi fimm ára samning við Súleiman. Ferdinand afsalaði kröfu sinni á konungsríkinu Ungverjalandi og neyddist til að borga fasta árlega upphæð til soldánsins fyrir þau lönd í Ungverjalandi sem hann réði yfir. Táknrænna var að samningurinn vísaði til Karls fimmta ekki sem „keisara“ heldur sem „konungs Spánar“.[14]

Með því að láta aðalandstæðinga sína í Evrópu lúta í lægra haldi hafði Suleiman séð til þess að Ottómanveldið hafði stórt hlutverk í stjórnmálum Evrópu.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Súleiman varð ástfanginn af Hürrem, frillu úr kvennabúri sínu frá Rúþeníu, svæði sem þá var hluti af Póllandi. Sendifulltrúar frá Evrópu gáfu henni viðurnefnið „Roxelana“, sem merkir „sú rúþenska“.[15] Hürrem var dóttir rúþensks rétttrúnaðarprests en hafði verið rænt af ránsveitum Krímtatara og þaðan seld í kvennabúr soldánsins, þar sem hún varð brátt eftirlæti Súleimans.

Súleiman braut í bága við tveggja alda hefð[16] með því að kvænast Hürrem formlega og gera frillu sína að löglegri eiginkonu sinni og keisaraynju. Þessi ákvörðun kom þegnum Súleimans verulega í opna skjöldu og Hürrem varð fyrir vikið mjög umdeild.[17] Súleiman leyfði Hürrem jafnframt að búa með sér í hirð sinni það sem eftir var ævi hennar og rauf þar með aðra hefð sem gerði ráð fyrir því að barnsmæður soldánsins væru jafnan sendar burt þegar synir þeirra náðu lögaldri til að hjálpa þeim að stjórna afskekktum héruðum.[18]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Clot, 25.
 2. Barber, Noel (1973). The Sultans. New York: Simon & Schuster. bls. 36. ISBN 0-7861-0682-4.
 3. Clot, 28.
 4. Lamb, 14.
 5. Barber, 23.
 6. Imber, 49.
 7. Kinross, 176.
 8. Kinross, 187.
 9. Turnbull, Stephen (2003). The Ottoman Empire 1326 – 1699. New York: Osprey Publishing. bls. 50.
 10. Imber, 50.
 11. Labib, 444.
 12. Imber, 52.
 13. Imber, 53.
 14. Imber, 54.
 15. Ahmed 2001, bls. 43.
 16. Kinross, 236.
 17. Mansel 1998, bls. 86.
 18. Imber 2002, bls. 90.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Selím 1.
Tyrkjasoldán
(30. september 15206. september 1566)
Eftirmaður:
Selím 2.


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.