Fara í innihald

W.D. Ross

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vestræn heimspeki
Heimspeki 19. aldar,
Heimspeki 20. aldar
Nafn: William David Ross
Fæddur: 15. apríl 1877
Látinn: 5. maí 1971 (94 ára)
Skóli/hefð: Rökgreiningarheimspeki
Helstu ritverk: Aristotle; The Right and the Good; Foundations of Ethics
Helstu viðfangsefni: Siðfræði, heimspekisaga

Sir (William) David Ross (15. apríl 18775. maí 1971) var skoskur heimspekingur, einkum þekktur fyrir starf sitt í siðfræði. Þekktasta bók hans er The Right and The Good (1930). Siðfræði hans er skyldusiðfræði sem varð til sem viðbragð við siðfræði G.E. Moore. Ross ritaði einnig bækur um fornaldarheimspeki og bók hans Aristotle (1923) hefur einkum notið vinsælda og verið áhrifamikið inngangsrit um heimspeki Aristótelesar

Líf og störf

[breyta | breyta frumkóða]

William David Ross var fæddur í Thurso, Caithness í norðanverðu Skotlandi. Mestan hluta fyrsta sex ára ævinnar var hann á Indlandi. Hann var menntaður í Royal High School í Edinburgh og við University of Edinburgh. Árið 1895 hlaut hann M.A. gráðu í fornfræði. Námi sínu lauk hann við Balliol College, Oxford og varð lektor við Oriel College árið 1900 og félagi við sama skóla árið 1902.

Ross var skólastjóri (provost) Oriel College, Oxford (1929–1947), framkvæmdastjóri (vice-chancellor) University of Oxford frá 1941 til 1944 og aðstoðarframkvæmdastjóri (pro-vice-chancellor) (1944–1947). Hann var sleginn til riddara sem riddari breska heimsveldisins árið 1928.

Ross kvæntist Edith Ogden árið 1906 og þeim varð fjögurra dætra auðið. Edith lést árið 1953 og Ross lést í Oxford árið 1971.

Siðfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Ross var sammála Moore um að allar tilraunir til þess að skilgreina siðferðileg hugtök eingöngu á grundvelli náttúrulegra hugtaka fæli í sér náttúrurökvilluna. En Ross færði rök fyrir því að leikslokasiðfræði Moores fæli einnig í sér villu með því að halda því fram að hámörkun gæða væri eina inntak siðferðisskyldna.

Í staðinn færði Ross rök fyrir því að hámörkun gæða sé einungis eitt af við fyrstu sín mörgum (sýnilegum) skyldum, sem eiga þátt í að ákvarða inntak siðferðislegrar skyldu. Ross gefur lista yfir aðrar slíkar skyldur, sem hann heldur ekki fram að sé endanlegur listi. Í hvaða kringumstæðum sem er eru við fyrstu sín margar skyldur sem geta átt við, og þegar við stöndum frammi fyrir siðferðislegum afarkostum, þá geta þessar skyldur jafnvel verið í mótsögn hver við aðra. Eigi að síður er ekki mögulegt að við stöndum nokkurn tímann frammi fyrir raunverulegum siðferðislegum afarkostum, vegna þess að ein af skyldunum sem blasa við okkur vegur ávallt þyngst og gildir umfram hinar. Hún er því algild skylda.

  • Aristotle (1923)
  • The Right and the Good (1930)
  • Foundations of Ethics (1939)
  • Plato's Theory of Ideas (1951)
  • Kant's Ethical Theory (1954)