Jón L. Árnason
Útlit
Jón Loftur Árnason er íslenskur stórmeistari í skák sem vann heimsmeistaratitil unglinga í skák árið 1977. Hann varð skákmeistari Íslands árin 1977 og 1982 og tefldi nokkrum sinnum á Ólimpíumótum í skák fyrir Íslands hönd, fyrst árið 1978. Hann skrifaði reglulega pistla um skák í Dagblaðið og síðar DV.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Dr. Ingimar Jónsson: Alfræðibókin um skák, Iðunn, Reykjavík, 1988.