1707
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1707 (MDCCVII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Í júní - Bólusótt, sú fyrsta í 35 ár, berst með skipi frá Kaupmannahöfn til Eyrarbakka og breiðist þaðan um allt land. Um fjórðungur Íslendinga er talinn hafa látist úr henni, einkum yngra fólk. Var hún kölluð Stórabóla. Hún kom með fatakistli Gísla Bjarnasonar er úr sóttinni dó í hingaðsiglingu.
- Jón Eyjólfsson varð varalögmaður sunnan og austan.
- Jón Einarsson var skipaður skólameistari í Hólaskóla en dó úr bólusótt áður en hann náði að taka við embætti.
- Þorleifur Skaftason var settur skólameistari í Hólaskóla um stundarsakir.
Fædd
- 9. mars - Guðríður Gísladóttir, biskupsfrú í Skálholti, kona Finns Jónssonar biskups (d. 1766).
Dáin
- 11. september - Jón Einarsson, nýskipaður skólameistari á Hólum.
- Guðríður Þórðardóttir, ekkja Jóns Vigfússonar Hólabiskups (f. um 1645).
- Guðríður Gísladóttir, ekkja Þórðar Þorlákssonar Skálholtsbiskups (f. 1651).
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - Jóhann 5. var krýndur konungur Portúgals.
- 4. febrúar - Norðurlandaófriðurinn mikli: Sænski hershöfðinginn Otto von Paykull var hálshöggvinn eftir að hafa verið dæmdur fyrir landráð. Hann tapaði orrustunni um Varsjá 18 mánuðum áður.
- 23. mars - Skoska þingið lagt niður.
- 25. apríl - Spænska erfðastríðið: Her Frakklands og Spánar vann sigur á herjum Portúgals, Englands og Hollands. Konungsríkið Valensía og Aragónía sameinuðust krúnu Kastilíu.
- 1. maí – Konungsríki Englands og Skotlands sameinuðust: Konungsríkið Stóra-Bretland var myndað með Sambandslögunum (Act of Union).
- 23. maí - Eldgos varð í öskju Santorini.
- 8. júní - Muhammad Azam Shah, keisari Indlands, var drepinn ásamt þremur sonum sínum. Gjörningsmaðurinn var hálfbróðir keissarans, Muhammad Mu'azzam, sem lýsti sig nýjan keisara.
- 22. október - Fjögur skip breska flotans sukku við Syllinga. Að minnska kosti 1.450 drukknuðu.
- 28. október - Stærsti jarðskjálfti varð í Japan þar til 2011, af stærð 8,6. Að minnsta kosti 5.00 létust.
- 16. desember - Eldgos í Fuji-fjalli í Japan. Fjallið hefur ekki gosið síðan.
- 24. desember - Fyrsti landstjóri Gíbraltar, var skipaður.
- 28. desember - Norðurlandaófriðurinn mikli: Karl 12. Svíakonungur heldur af stað í herför gegn Rússum.
Fædd
- 1. febrúar - Friðrik, prins af Wales (d. 1751).
- 15. apríl - Leonhard Euler, svissneskur stærðfræðingur og eðlisfræðingur (d. 1783).
- 22. apríl - Henry Fielding, breskur rithöfundur (d. 1754).
- 23. maí - Carl von Linné, sænskur grasafræðingur og læknir (d. 1778).
- 25. ágúst - Loðvík Spánarkonungur (d. 1724).
Dáin
- 3. mars - Aurangzeb, keisari Mógúlveldisins (f. 1618)
- 9. maí - Dietrich Buxtehude, tónskáld og organisti frá Skáni (f. um 1637).
- Petter Dass, norskur guðfræðingur og skáld (f. 1647).