Fara í innihald

Benghazi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Benghazi

Benghazi er önnur stærsta borg Líbíu og höfuðstaður Kýrenæku. Íbúar eru um 1,2 milljónir (Mat 2020). Í borginni eru margar stofnanir sem venja er að séu í höfuðborgum landa, eins og þing landsins, landsbókasafnið, höfuðstöðvar Libyan Airlines og ríkisolíufélagsins National Oil Corporation. Vegna þessa er stöðug samkeppni milli Benghazi og Trípólí.

Borgarastyrjöldin í Líbíu 2011 hófst í borginni og tímabundið þjóðarráð Líbíu hafði þar aðsetur sitt um tíma. Frá því að önnur borgarastyrjöldin hófst 2014 hafa staðið þar bardagar milli Þjóðarhers Líbíu og íslamskra uppreisnarhópa.

Orðsifjafræði heitisins er það að það er tvísamsett úr ben, sem merkir sonur sbr Benjamín (gæfusonur) og Benoní (sonur harmkvæla minna), og ghazi sem mun vera sama orð og rassia og því merka stríðssonur eða þvíumlíkt.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.