Borgarastyrjöldin í Búrúndí

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Vopnaðir tútsar við landamærin að Saír árið 1996.

Borgarastyrjöldin í Búrúndí var borgarastyrjöld í Búrúndí og Austur-Kongó sem stóð frá 1993 til 2006. Borgarastyrjöldin var afleiðing af langvinnum átökum þjóðarbrota tútsa og húta og hófst þegar fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Búrúndí, Melchior Ndadaye, var myrtur af öfgamönnum úr hópi tútsa. Um langt skeið hafði herinn verið aðallega skipaður tútsum en hútar verið í meirihluta í landinu. Talið er að um 100.000 hafi verið drepin í átökunum sem fylgdu í kjölfarið. Þann 6. apríl 1994 lést eftirmaður Ndadayes, Cyprien Ntaryamira, ásamt forseta Rúanda, Juvenal Habyarimana, þegar þota þeirra var skotin niður í Kigali með flugskeyti. Atvikið varð til þess að þjóðarmorðið í Rúanda hófst og hundruð þúsunda flóttamanna þaðan flykktust yfir landamærin. Árið 1996 framdi herforinginn Pierre Buyoya valdarán og hóf friðarviðræður en helstu skæruliðahreyfingar húta neituðu að skrifa undir friðarsamkomulag. Árið 2003 tók hútinn Domitien Ndayizeye við forsetaembættinu og gerði friðarsamkomulag sem fól í sér að skæruliðahreyfingar húta yrðu hluti af her landsins. Þann 15. apríl 2006 var 12 ára útgöngubanni aflétt sem markar endalok styrjaldarinnar. Talið er að um 300.000 manns hafi týnt lífi.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.