Bostonmaraþonið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bostonmaraþonið árið 2010.

Bostonmaraþonið er árlegt maraþonhlaup sem fer um nokkra bæi á Stór-Bostonsvæðinu í austurhluta Massachusetts í Bandaríkjunum. Það fer venjulega fram á Patriots' Day, þriðja mánudaginn í apríl.[1] Fyrsta hlaupið var haldið árið 1897. Hugmyndin kom frá fyrstu maraþonkeppninni sem fór fram á Sumarólympíuleikunum 1896. Bostonmaraþonið er elsta árlega maraþon heims og er eitt af þekktustu mótunum í vegahlaupi. Það er eitt af sex Heimsmaraþonum. Hlaupaleiðin liggur frá Hopkinton í suðurhluta Middlesex-sýsluCopley Square í Boston .

Íþróttasamband Boston (BAA) hefur séð um skipulag maraþonsins frá 1897, [2] og umsjón þess er í höndum DMSE Sports, Inc. síðan 1988. Áhugamenn og atvinnuhlauparar víðsvegar að úr heiminum keppa í Bostonmaraþoninu ár hvert og hlaupa um hæðótt landslag Massachusetts í misjöfnu veðri.

Um 500.000 áhorfendur mæta á hverju ári og maraþonið er vinsælasti íþróttaviðburður Nýja Englands. Aðeins 15 þátttakendur tóku þátt árið 1897, en nú eru að meðaltali um 30.000 skráðir þátttakendur á ári, en 30.251 keppendur skráðu sig árið 2015.[3] Hundrað ára afmælismaraþon árið 1996 setti met sem stærsta maraþon í heimi með 38.708 skráða, 36.748 sem hófu keppni og 35.868 sem luku henni.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Marathon Dates | Boston Athletic Association“. www.baa.org (enska).
  2. „About Us | Boston Athletic Association“. www.baa.org (enska).
  3. „B.A.A. Marathon 2015: Statistics“. registration.baa.org.