Marrakesssamningurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Marrakesssamningurinn eða Marrakessyfirlýsingin markar endalok Úrúgvæumferðarinnar í GATT-viðræðunum og upphaf Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Hann var undirritaður í Marrakess í Marokkó, 15. apríl 1994. Í samningnum voru um 20 samningar í fjórum viðaukum sem fjölluðu um einstök svið viðskipta, þar á meðal þjónustuviðskipti, hollustuhætti og heilbrigði dýra og plantna, hugverkarétt og tæknilegar viðskiptahindranir. Í Marrakesssamningnum eru þessir ólíku samningar settir fram sem einn samningur þannig að til að verða aðili að einum þarf að gerast aðili að öllum. Í samningum var líka kveðið á um lagalega bindandi lausn deilumála.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]