1727
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1727 (MDCCXXVII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 17. apríl - Kristján Luxdorf varð landfógeti.
- 8. ágúst - Eldgos hófst í Öræfajökli. Mikið öskufall í þrjá daga og hlaup kom úr jöklinum og olli miklum skemmdum á landi. Þrír fórust. [1] Gosið stóð í eitt ár en var þó mun minna en gosið 1362.
- 29. september - Peter Raben, stiftamtmaður, lést í embætti.
- Benedikt Þorsteinsson varð lögmaður norðan og vestan þegar Páll Vídalín lést á meðan Alþingi stóð yfir.
- Kaupskip á leið frá Höfðakaupstað strandaði við Hælavíkurbjarg. Einn maður bjargaðist.
Fædd
Dáin
- 12. janúar - Þorleifur Arason, prestur á Breiðabólstað (f. 1687).
- 18. júlí - Páll Vídalín lögmaður (f. 1667).
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - Spánverjar kröfðust að Bretar skiluðu Gíbraltar og að hafa brotið sáttmála síðan 1713. Því var hafnað. Umsátur Spánverja um Gíbraltar hófst í febrúar.
- 22. mars - Ismail Ibn Sharif, soldán Marokkó lést. Við tók 30 ára valdabarátta sjö sona hans.
- 17. maí - Pétur 2. krýndur keisari Rússlands.
- 31. maí - Royal Bank of Scotland stofnaður í Edinborg.
- 22. júní - Georg 2. tók við ríkjum í Englandi eftir lát föður síns.
- 24. júní - Spánn og Bretland skrifuðu undir vopnahlé vegna deilna um Gíbraltar.
- 18. nóvember - Um 77.000 létust í jarðskjálta í Tabriz í Íran.
- Síðasta aftaka vegna ákæru um galdra í Skotlandi.
- Waysenhús fékk einkarétt á útgáfu Biblíunnar í Danmörku.
Fædd
- 10. maí - Anne Robert Jacques Turgot, franskur hagfræðingur (d. 1781)
- 14. maí - Thomas Gainsborough, enskur listmálari (d. 1788).
Dáin
- 22. mars - Ismail Ibn Sharif, soldán Marokkó.
- 31. mars - Isaac Newton, enskur vísindamaður (f. 1642).
- 17. maí - Katrín 1. Rússakeisaraynja (f. 1684).
- 11. júní - Georg 1. Bretakonungur (f. 1660).
- 29. september - Peter Raben, danskur sjóliðsforingi og stiftamtmaður á Íslandi (f. um 1661).
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Eldgosið í Öræfajökli 1727 Stjörnufræðivefurinn