Fara í innihald

Benjamin Jowett

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Benjamin Jowett

Benjamin Jowett (15. apríl 18171. október 1893) var enskur fornfræðingur, guðfræðingur og skólameistari á Balliol College í Oxford.

Hann var skipaður Regius-prófessor í grísku haustið 1855 en hann hafði kennt á Balliol College frá 1842.

Jowett tók að sér að þýða allar samræður Platons yfir á ensku. Hann vann að þýðingunum í rúman áratug en þær komu út árið 1871. Þýðingar Jowetts eru enn fáanlegar og víða lesnar. Jowett þýddi einnig Stjórnspekina eftir Aristóteles og Þúkýdídes.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.