Dóri Jónsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Páll Theodór Sveinsson, þekktur sem Dóri Jónsson, (9. nóvember 190111. febrúar 1962) var íslenskur rithöfundur, sem skrifaði nokkrar bækur ætlaðar börnum og unglingum.

Páll Theodór Sveinsson fæddist 9. nóvember árið 1901 á Kirkjubóli í Önundarfirði. Hann lauk kennaraprófi 1929 og varð sama ár kennari við Barnaskóla Hafnarfjarðar, síðar Lækjarskóla. Hann var yfirkennari við skólann frá árinu 1955. Hann skrifaði nokkrar sögur ætlaðar börnum og unglingum og kaus að gefa þær út undir höfundarnafninu „Dóri Jónsson“. Þekktust bóka hans er líklegast Hafið hugann dregur sem kom út árið 1954.

Páll var kvæntur Þórunni Helgadóttur frá Melshúsum í Hafnarfirði (17. september 19033. ágúst 1965).

Helstu ritverk[breyta | breyta frumkóða]

Páll samdi fjórar frumsamdar barna- og unglingabækur auk ýmissa greina og sagna í blöðum.

Skáldsögur (barna- og unglingabækur)

  • Vaskir drengir (1950)
  • Áslákur í álögum (1952)
  • Hafið hugann dregur (1954)
  • Kátir voru krakkar (1956)

Þýddar sögur (barnabækur)

  • Pési og Maja (höf. Barbara King) (1944)
  • Óli sjómaður (höf. Olof Linek) (1948)