Kýpur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Κυπριακή Δημοκρατία
Kıbrıs Cumhuriyeti
Fáni Kýpur Skjaldamerki Kýpur
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Imnos pros tin Eleftherian (gríski hlutinn)
Staðsetning Kýpur
Höfuðborg Nikósía
Opinbert tungumál gríska og tyrkneska
Stjórnarfar Lýðveldi
Nicos Anastasiades
Sjálfstæði
 - frá Bretlandi 1. október 1960 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
168. sæti
9.251 km²
~0
Mannfjöldi
 - Samtals (2011)
 - Þéttleiki byggðar
161. sæti
1.120.489
121/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2013
23,006 millj. dala (121. sæti)
26.389 dalir (38. sæti)
Gjaldmiðill Evra
Tímabelti UTC +2
Þjóðarlén .cy
Landsnúmer +357 (gríski hlutinn)

Kýpur (gríska: Κύπρος, Kypros; tyrkneska: Kıbrıs) er eyja í eystri hluta Miðjarðarhafsins sunnan við Tyrkland og vestan við Sýrland og Líbanon. Kýpur er þriðja stærsta og þriðja fjölmennasta eyja Miðjarðarhafsins. Kýpur er aðildarríki Evrópusambandsins. Kýpur fékk sjálfstæði frá Bretlandi árið 1960 fyrir utan Akrótírí og Dekelíu sem eru enn undir breskri stjórn.

Eyjan skiptist í tvo hluta og stjórna Kýpurgrikkir vestari hluta hennar en Kýpurtyrkir þeim eystri og minni (Tyrkneska lýðveldið á Norður-Kýpur) eftir innrás Tyrklands árið 1974. Þá höfðu staðið yfir átök milli grískumælandi og tyrkneskumælandi íbúa um margra ára skeið. Tyrkir viðurkenna ekki sjálfstæði gríska hlutans og telja þann tyrkneska til Tyrklands. Sá hluti er aðeins viðurkenndur af Tyrklandi en alþjóðasamfélagið lítur á hann sem hernumið svæði.

Kýpur er vinsælt ferðamannaland með háa vísitölu um þróun lífsgæða. Landið var stofnaðili Samtaka hlutlausra ríkja 1961. Það gerðist aðili að Evrópusambandinu árið 2004.

Stjórnsýsluskipting[breyta | breyta frumkóða]

Kýpur skiptist í sex umdæmi: Nikósíu, Famagústa, Kýreníu, Larnaka, Lemesos (Límasól) og Pafos. Þessi skipting nær yfir Norður-Kýpur en þar er hún ekki viðurkennd.

Cyprus districts.svg

Á Kýpur eru fjórar útlendur Bretlands við Dekelíu; þorpin Ormedeia og Xylotymvou, Dekelíurafstöðin og Paralimni (de facto útlenda) sem tengir Dekelíu við hlutlaust belti Sameinuðu þjóðanna milli gríska og tyrkneska hlutans. Akrótírí og Dekelía eru ekki formlegar útlendur heldur herstöðvar undir stjórn breska hersins.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.