1720
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1720 (MDCCXX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 8. október - Skriða féll úr Vatnsdalsfjalli, stíflaði Vatnsdalsá og myndaði stöðuvatnið Flóðið.
- Peter Raben varð stiftamtmaður á Íslandi. Hann flutti 55 kassa af handritum sem Árni Magnússon hafði safnað til Kaupmannahafnar.
- Maður lést eftir voðaskot úr fallbyssu á Alþingi.
- Undirbúningur útgáfu Steinsbiblíu hófst á Hólum.
- Guðmundur Bergmann Steinsson varð skólameistari Hólaskóla.
Fædd
Dáin
- 21. ágúst - Þórður Jónsson, prófastur á Staðarstað (f. 1672).
- 30. ágúst - Jón Vídalín, biskup í Skálholti (f. 1666).
- Guðmundur Þorleifsson ríki í Brokey (f. 1658).
Opinberar aftökur
- Ónafngreindri konu drekkt vegna dulsmáls, barns sem fannst út borið í Rangárvallasýslu.[1]
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 21. janúar - Svíar og Prússar gerðu mér sér friðarsamning í Stokkhólmi.
- 11. mars - Úlrika Leonóra Svíadrottning sagði af sér eftir rúmt ár á hásætinu og maður hennar, Friðrik 1., varð konungur Svíþjóðar.
- 27. júlí - Norðurlandaófriðurinn mikli: Síðasta stóra sjóorrusta stríðsins varð á Álandseyjum.
- 30. september - Suðurhafsbólan sprakk og enski verðbréfamarkaðurinn hrundi eftir mikla þenslu.
- 16. nóvember - Enski sjóræninginn Calico Jack var handtekinn og hengdur á Jamaíka.
- Kangxi, keisari Kína, leyfði Vesturlandsabúum að versla aðeins í Guangzhou.
Fædd
- 4. janúar - Johann Friedrich Agricola, þýskt tónskáld (d. 1774).
- 8. maí - William Cavendish, hertogi af Devonshire, forsætisráðherra Bretlands. (d. 1764)
- 11. maí - Baron von Münchhausen, þýskur barón og sagnaritari (d. 1797).
Dáin
- 24. mars - Johan Peringskiöld, sænskur fornfræðingur og þjóðminjavörður (f. 1654)
- 3. júlí - Christian Müller, danskur amtmaður (f. 1638).
- 18. nóvember - Calico Jack, enskur sjóræningi. (f. [[[1682]]
- 20. nóvember - Peder Wessel Tordenskjöld, norsk sjóhetja (f. 1691).
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.