Fara í innihald

Sigríður Hagalín Björnsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sigríður Hagalín Björnsdóttir (f. 11. febrúar 1974) er íslenskur fréttamaður, sagnfræðingur og rithöfundur.

Foreldrar Sigríðar eru Kristín Ólafsdóttir bókasafnsfræðingur og Björn Vignir Sigurpálsson fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu. Móðuramma Sigríðar var leikkonan Sigríður Hagalín (1926-1992).

Sigríður stundaði nám í sagnfræði og spænskum bókmenntum við Háskóla Íslands og einnig við háskólann í Salamanca. Hún nam blaðamennsku við Columbia-háskóla í New York. Frá árinu 1999 hefur Sigríður starfað með hléum sem fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Hún hefur meðal annars verið fréttaritari RÚV í Kaupmannahöfn, haft umsjón með Kastljósi, verið varafréttastjóri fréttastofu RÚV og setið í stjórn RÚV ohf.[1]

Sigríður hefur sent frá sér fimm skáldsögur; Eyland (2016), Hið heilaga orð (2018), Eldarnir (2020), Hamingja þessa heims (2022) og Deus (2023).[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Visir.is, „Sigríður Hagalín líklegust í fréttastjórastólinn“ (skoðað 27. nóvember 2019)
  2. Skald.is, „Sigríður Hagalín Björnsdótir“ (skoðað 27. nóvember 2019)