Prússland
![]() | Þessi grein þarfnast yfirlestrar, hér gæti þurft að laga málfar, stafsetningu, og/eða framsetningu. Þú getur hjálpað til og lagfært greinina. Gott er að hafa handbókina til hliðsjónar. |
---|
Prússland | |
Preußen | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: Gott mit uns (Þýska) Guð með okkur | |
Þjóðsöngur: Preussenlied | |
![]() | |
Höfuðborg | Königsberg (1525-1701) Berlín (1701-1806) Königsberg (1806) Berlín (1806-1947) |
Opinbert tungumál | þýska |
Stjórnarfar | Hertogadæmi (1525-1701) Konungsríki (1701-1918) Lýðveldi (1918-1933) Einræði (1933-1945) |
Stofnun | |
- Hertogadæmið Prússland | 10. apríl 1525 |
- Sameining við Brandenborg | 27. ágúst 1618 |
- Konungsríkið Prússland | 18. janúar 1701 |
- Norður-Þýska Ríkjasambandið | 1. júlí 1867 |
- Stofnun Þýskalands | 18. janúar 1871 |
- Fríríkið Prússland | 9. nóvember 1918 |
- Afnám (raunlega) | 30. janúar 1934 |
- Afnám (formlega) | 25. febrúar 1947 |
Flatarmál - Samtals |
297.007 km² |
Mannfjöldi - Samtals (1939) - Þéttleiki byggðar |
41,9 milljónir 141,12/km² |
Gjaldmiðill | Ríkisdalir (til 1750) Prússneskir dalir (1750-1857) |
Prússland (þýska Preußen, pólska Prusy, litháenska Prūsija, latína Borussia) var áður fyrr landsvæði, hertogadæmi og konungsríki fyrir sunnan Eystrasalt.
Skilgreiningar[breyta | breyta frumkóða]
Prússland hefur margar mismunandi (og oft andstæðar) merkingar:
- Land baltneskra Prússa sem er nú hluti af Suður-Litháen, rússnesku útlendunni Kaliníngrad og Norðaustur-Póllandi,
- ríki norrænna krossferðariddara á hámiðöldum,
- hluti af landi pólskra konunga sem kallað var Konungs-Prússland,
- lén í Póllandi sem Hohenzollern-ættin ríkti yfir og var kallað Prússalén,
- allt Hohenzollern-ríkið, hvort sem er innan eða utan núverandi Þýskalands,
- sjálfstætt ríki sem náði yfir norðausturhluta Þýskalands og norðurhluta Póllands frá 17. öld fram til 1871,
- stærsta fylki Þýskalands frá 1871 til 1945.
Nafn sitt dregur Prússland af Borussi eða Prussi, baltneskri þjóð sem var skyld Litháum. Prússalén var lén pólska konungsdæmisins fram til 1660 og Konungs-Prússland var hluti af Póllandi fram til 1772. Með vaxandi þýskri þjóðernishyggju á síðari hluta 18. og fyrri hluta 19. aldar fóru flestir þýskumælandi Prússar að líta á sig sem hluta af þýsku þjóðinni, oft með áherslu á það sem kallað var „prússnesk gildi“: frábært skipulag, fórnarlund og réttarríki.
Saga Prússlands[breyta | breyta frumkóða]
Landnám[breyta | breyta frumkóða]
Prússland var upphaflega nafn á heiðnum ættbálki í suður Eystrasalti. Skjalfestar heimildir um þennan ættbálk eru ekki til. Prússnesku löndin voru nýlendulögð af Teutonic riddarareglunni. Ríkið sem var stofnað af riddarareglunni varð því þekkt sem Prússland (nefnt eftir ættbálkinum) og landnemar þess kölluðu sig Prússa. Riddararnir útrýmdu slavnesku Prússunum sem bjuggu þar. Það gerðu þeir til þess að kristna landið, og þeir töldu að slavnesku Prússarnir væru villimenn.
Brandenborg[breyta | breyta frumkóða]
Í upphafi Prússlands var aðeins Brandenborg, sirka 40.000km² landsvæði í vestur Þýskalandi. Þetta var meginland þess sem við þekkjum í dag sem Prússland. Árið 1417 keypti Frederick Hohenzollern, borgargrafi í Nürnberg, Brandenborg frá Sigismundi keisara fyrir 400.000 ungversk gullgildi. Þar að meðal keypti hann líka virðingu, vegna þess að Brandenborg var eitt af sjö kjörfurstum Heilaga rómverska ríkisins. Því fékk hann nýjan titil, kjörfurstinn í Brandenborg. Aðeins þessir sjö kjörfurstar fengu að kjósa um hver yrði næsti keisari Heilaga rómverska ríkisins. [1]
Sameining Brandenborgar og Prússlands[breyta | breyta frumkóða]
Konungur Póllands var lénsherra hertogadæmisins Prússlands, sem á þeim tíma var stjórnað af hertoganum Albrecht von Hohenzollern sem var frændi kjörfursta Brandenborgar. Joachim II, kjörfursti Brandeborgar giftist Hedwig prinsessu Póllands árið 1535. Það gerði hann m.a. til að erfa Prússland. Joachim tókst að fá tvo syni sína nefnda sem aukaerfinga hertogadæmisins. Fjórum árum seinna dó Albrecht, og þetta opnaði möguleika á að Brandenborg yrði arftaki hertogadæmisins. En þó aðeins ef hinn nýi hertogi, hinn sextán ára gamli Albert Frederick, myndi deyja án karlkyns erfingja. Fimmtíu árum seinna, árið 1618 dó hann og átti tvær dætur en enga syni. Þann 27. ágúst 1618 sameinuðust markgreifadæmið Brandenborg og hertogadæmið Prússland í orði, en það var ekki fyrr en 1657 sem Friðriki Vilhjálmi (kallaður hinn mikli kjörfursti) tókst að gera hertogadæmið Prússland að sjálfstæðu héraði. Þannig markaði hann leiðina að varanlegri sameiningu Brandenborgar og Prússlands. [2]
Þrjátíu ára stríðið[breyta | breyta frumkóða]
Samhengi[breyta | breyta frumkóða]
Þrjátíu ára stríðið var röð styrjalda sem gerðist aðallega vegna uppreisnar mótmælendatrúar fólks í Bæheimi. Það var óánægt með keisara Ferdinand 2. vegna stefnu hans gegn mótmælendum.
Stríðið[breyta | breyta frumkóða]
Brandenborg hafði hvorki fjárhagslega né hernaðarlega burði til að verja landsvæði sitt og fylgdi því hlutleysisstefnu í byrjun stríðsins. Kjörfurstinn var að reyna að koma í veg fyrir að danski herforinginn Mansfeld réðist á Altmark og Prignitz þannig að hann réð 3.000 hermenn til að berjast fyrir sig. Þessi áætlun mistókst og hersveitir Mansfelds sigruðu. Stutt en mjög grimmt danskt hernám fylgdi í kjölfarið. Í ágúst 1626 unnu kaþólikkar orrustuna við Lutter undir stjórn Tilly greifa sem lét Danina hörfa og þeir skildu eftir slóð eyðileggingar í kjölfarið. Hersveitir kaþólikka eltu og eyðilögðu allt sem að danirnir höfðu ekki nú þegar eyðilagt.
Á meðan allt þetta var í fullum gangi lenti Gústaf 2. Adólf svíakonungur í hertogadæminu Prússlandi til að loka landsvæðinu frá sjónum og setja hermennina sína þar í nýju herstöðinni hans gegn Póllandi.
Georg Wilhelm hafði engan annan kost en að ganga til liðs við kaþólikka með því að skrifa undir Königsbergssáttmálan. Með því hætti hann hlutleysisstefnu sinni. Vert er að athuga að það þýddi ekki að ástandið batnaði í Brandenborg. Seint á 1620 virtust kaþólsku öflin ná hátindi sínum. Árið 1629 gaf Ferdinand keisari út endurheimtunartilskipunina og endurheimti allar kirkjulegar byggingar sem kaþólikkar höfðu átt árið 1552. Þetta hafði hörmulegar afleiðingar fyrir Brandenborg þar sem margar þessara bygginga höfðu komist undir stjórn mótmælenda.
Brandenborg skipti um lið þegar Svíþjóð dróst inn í stríðið. Sænski konungurinn átti enga bandamenn innan Heilaga rómverska ríkisins og taldi að mágur hans, Georg Wilhelm, væri tilvalinn. En kjörfurstinn var hikandi því hann var að reyna að viðhalda einhvers konar hlutleysi, þótt að hann var í raun í bandalagi kaþólikka. En svo lentu sænskar hersveitir í átökum við kaþólska hersveit yfir Neumark og ráku kaþólikka á braut. Eftir þann sterka sigur krafðist sænski konungurinn bandalags við Brandenborg. Þó að kjörfurstinn hafi mótmælt, færði sænski konungurinn hersveitirnar sínar í átt að Berlín. Það hræddi kjörfurstan og hann hafði engan annan kost en að ganga til liðs með Svíum þann júní 1631.
Ári síðar breyttust valdahlutföllinn í stríðinu. Þann 6. nóvember 1632 lést Gústaf 2. Adólf í orrustunni við Lützen. Eftir að Svíar urðu fyrir enn einum harkalegum ósigri í orrustunni við Nördlingen, 2 árum síðar ákvað Ferdinand keisari að reyna að fá kjörfurstan til að skrifa undir friðarsáttmála. Sá friðarsáttmáli kallaðist Friðurinn í Prag og hann bauð upp á sakaruppgjöf, en ekki umburðarlyndi fyrir kalvínisma.
Brandenborg dróst ekki inn í stríðið fyrr en 1635. Þá ákvað kjörfurstinn að ganga aftur til liðs við kaþólikka ásamt Saxlandi, Bæjaralandi og nokkrum öðrum þýskum ríkjum. Þetta gerði hann því að honum var lofað Pommern eftir stríðið og að vera gefin titilinn Generalissimus. Þann 4. október 1636 í orrustunni við Wittstock sigruðu Svíar saxneskan her og urðu aftur völdugasta ríki svæðisins.
Til að draga saman síðustu árinn:
- Kjörfurstinn reyndi að reka Svía úr landsvæðunum sínum.
- Kjörfurstinn mistókst að fá Pommern.
- Allir aðilar sem tóku þátt í stríðinu stálu af Brandenborg. Jafnvel málaliðar kjörfurstans, því að hann gat ekki borgað þeim.
Svíar réðust inn í Brandenborg árið 1637 og kjörfurstinn neyddist til að flýja til hertogadæmisins Prússlands. Hann settist að í Königsberg þar sem hann lést þann 1. desember 1640. Á þessum tíma var Georg Wilhelm niðurbrotinn maður og samtímamenn lýstu honum sem „á upplausnarpunkti“. Sá sem tók við af honum var tuttugu ára sonur hans, Friðrik Vilhjálmur, þekktur sem hinn mikli kjörfursti.
Á síðasta stigi stríðsins tókst Friðrik Vilhjálmi að spila á alþjóðakerfið með þeim hætti að hann náði í raun að koma fram sem sigurvegari. Hér fyrir neðan er hvernig hann gerði það:
- Frakkar vildu þýskt bandamenn til að styðja þá í komandi átökum. Vegna stuðnings Frakka tókst kjörfurstinum að ná austurhluta Pommern frá Svíum (frönskum bandamanni).
- Franskt-sænskt bandalag þrýsti á Heilaga rómverska keisarann að gefa Brandenborg bætur fyrir vesturhluta Pommerns með því að veita því land frá fyrrum biskupsstólum Halberstadt, Minden og Magdeburg.
Friðurinn í Vestfalíu komst á árið 1648 þegar stríðinu lauk og Brandenborg varð næst stærsta ríkið í Heilaga rómverska ríkinu á eftir habsburgum sjálfum.[3]
Konungsríkið Prússland[breyta | breyta frumkóða]
Það gerðist árið 1701 að kjörfurstinn Friðrik III. sameinaði löndin í eitt konungsríki. Frá þeim tíma kallaðist það konungsríkið Prússland. Kjörfurstinn Friðrik III. varð þá Friðrik I., konungur Prússlands. En það var ekki fyrr en í tíð Friðriks Vilhjálms I. að Prússland varð stórveldi. Hann lagði af allt gjálífi sem faðir hans hafði stofnað til og var sparsamur mjög. Enn fremur dró hann saman mikinn her og var það hann öðrum fremur sem hóf Prússland upp sem herveldi. Friðrik Vilhjálmur tók þátt í Norðurlandaófriðnum mikla og vann lönd af Svíum við suðurströnd Eystrasalts (Pommern). Sonur hans, Friðrik II., var eflaust einn mesti konungur síns tíma. Hann tók þátt í 7 ára stríðinu, hertók Slésíu og átti þátt í skiptingu Póllands. Eftir hertökuna á Slésíu fékk hann viðurnefnið hinn mikli. Árið 1806 tók Friðrik Vilhjálmur III. þátt í orrustunum við Jena og við Auerstedt gegn Napóleon og tapaði þeim orrustum. Í kjölfarið hertók Napóleon Berlín til skamms tíma. Árið 1862 réð Vilhjálmur I. Otto von Bismarck sem kanslara ríkisins. Eftir þrjú snörp stríð við Frakka, Dani og Austurríkismenn varð Prússland keisaradæmi árið 1871.
Konungar Prússlands:
Konungur | Ár | Ath. |
---|---|---|
Friðrik I | 1701-1713 | |
Friðrik Vilhjálmur I | 1713-1740 | |
Friðrik II | 1740-1786 | Kallaður Friðrik mikli |
Friðrik Vilhjálmur II | 1786-1797 | |
Friðrik Vilhjálmur III | 1797-1840 | Áttist við Napoleon |
Friðrik Vilhjálmur IV | 1840-1861 | |
Vilhjálmur I | 1861-1871 | Réði Bismarck sem kanslara |
Prússland eftir stofnun Keisaradæmisins[breyta | breyta frumkóða]
Árið 1871 voru mörg þýsk ríki sameinuð í eitt keisaradæmi. Vilhjálmur I., konungur Prússlands, var krýndur keisari í Versölum í Frakklandi 18. janúar það ár. Vilhjálmur var eftir það bæði keisari Þýskalands og konungur Prússlands. Keisaradæmið varð þó skammlíft, stóð aðeins í 47 ár, og voru keisararnir aðeins þrír. Árið 1888 var kallað þrí-keisara-árið (Drei-Kaiser-Jahr), en þá ríktu allir þrír keisararnir, hver á eftir öðrum. Bismarck kanslari var rekinn árið 1890 og Vilhjálmur II. keisari stjórnaði ríkinu sjálfur eftir það. Hann neyddist til að segja af sér keisaradómi 1918 og fór í útlegð til Hollands.
Þrír konungar Prússlands ríktu sem keisarar Þýskalands:
Keisari | Ár | Ath. |
---|---|---|
Vilhjálmur I | 1871-1888 | |
Friðrik III | 1888-1888 | Lifði aðeins í tæpa fjóra mánuði sem keisari |
Vilhjálmur II | 1888-1918 | Sagði af sér |
Fríríkið Prússland[breyta | breyta frumkóða]
Eftir ósigur Þjóðverja í heimsstyrjöldinni fyrri 1918 var Weimar-lýðveldið stofnað. Höfuðborg þess ríkis var Berlín. Prússlandi var þá breytt í fríríki, sem var nokkurs konar lýðveldi innan lýðveldisins, svipað og nokkur önnur héruð í Þýskalandi. Nasistar lögðu þó fríríkið í raun niður árið 1934, en síðan gerðu bandamenn það formlega árið 1947. Síðan þá hefur notkun hugtaksins Prússland miðast við sögulega, landfræðilega og menningarlega merkingu þess.
Fánagallerí[breyta | breyta frumkóða]
Fáni | Ártal | Notkun |
---|---|---|
![]() |
1466-1772 | Fáni Prússaléns |
![]() |
1525-1657 | Fáni Hertogadæmi Prússlands |
![]() |
1701-1750 | Ríkisfáni Konungsríkisins Prússlands |
![]() |
1701-1935 | Borgaralegur Fáni Prússlands |
![]() |
1750-1801 | Ríkisfáni Konungsríkisins Prússlands |
![]() |
1801-1803 | Ríkisfáni Konungsríkisins Prússlands |
![]() |
1803-1892 | Ríkisfáni Konungsríkisins Prússlands |
![]() |
1816 | Stríðsfáni Prússlands |
![]() |
1871-1918 | Konungsstaðal Konungs Prússlands |
![]() |
1871-1892 | Staðal Krónarprins Prússlands |
![]() |
1823-1863 | Kaupmannafáni Prússlands |
![]() |
1863-1892 | Kaupmannafáni Prússlands |
![]() |
1892-1918 | Ríkisfáni Konungsríkisins Prússlands |
![]() |
1892-1918 | Borgaramerki Prússlands |
![]() |
1895-1918 | Stríðsfáni Prússlands |
![]() |
1918-1933 | Fáni Fríríki Prússlands |
![]() |
1933-1935 | Þjónustufáni Fríríkisins Prússlands |
Landafræði[breyta | breyta frumkóða]
Héruð[breyta | breyta frumkóða]
Prússneska ríkið var upphaflega skipt í tíu héruð. Prússneska ríkisstjórnin skipaði yfirmenn hvers héraðs sem kallast Oberpräsident (þ.e. æðsti yfirmaður). Oberpräsident var fulltrúi prússnesku ríkisstjórnarinnar í héraðinu og var upptekinn við að innleiða og hafa eftirlit með aðalréttindum prússnesku stjórnarinnar. Héruðum Prússlands var frekar skipt niður í stjórnsýsluumdæmi (Regierungsbezirke), háð yfirstjórninni. Varðandi sjálfstjórn var hvert hérað einnig með héraðsþing (Provinziallandtag), sem meðlimir voru kosnir í óbeinum kosningum af sýslumönnum og borgarfulltrúum í sveitasýslunum og sjálfstæðum borgum.
Hérað | Ár stofnað | Ár afnumið | Höfuðstaður | |
---|---|---|---|---|
Austur-Prússland | 1773 1878 |
1829 1945 |
Königsberg | |
Brandenborg | 1815 | 1945 | Potsdam (1815-1827) Berlín (1827-1843) Potsdam (1843-1918) Charlottenburg (1918-1920) Berlín (1920-1945) | |
Jülich-Kleve-Berg | 1815 | 1822 | Cologne | |
Neðri Rín | 1815 | 1822 | Koblenz | |
Pommern | 1815 | 1945 | Stettin | |
Posen | 1848 | 1920 | Posen | |
Saxland | 1816 | 1945 | Magdeburg | |
Slesía | 1815 1938 |
1919 1941 |
Breslau | |
Vestfalía | 1815 | 1945 | Münster | |
Vestur-Prússland | 1773 1878 |
1829 1920 |
Danzig |
Árið 1822 var stofnað Rínarhéraðið sem varð til vegna sameiningu Neðri Rínar og Jülich-Kleves-Berg héruðanna.
Hérað | Ár stofnað | Ár afnumið | Höfuðstaður | |
---|---|---|---|---|
Rínarhéraðið | 1822 | 1945 | Koblenz |
Árið 1829 varð héraðið Prússland til við sameiningu Austur-Prússlands og Vestur-Prússlands, sem stóð til 1878 þegar þau voru aftur aðskilin.
Hérað | Ár stofnað | Ár afnumið | Höfuðstaður | |
---|---|---|---|---|
Héraðið Prússland | 1829 | 1878 | Koblenz |
Árið 1850 var Hohenzollern-héraðið í Suður-Þýskalandi stofnað úr viðteknum furstadæmum Hohenzollern-Hechingen og Hohenzollern-Sigmaringen.
Hérað | Ár stofnað | Ár afnumið | Höfuðstaður | |
---|---|---|---|---|
Hohenzollern | 1850 | 1946 | Sigmaringen |
Árið 1866, í kjölfar Austurríkis-Prússneska stríðsins, innlimaði Prússland nokkur þýsk ríki sem höfðu verið bandamenn Austurríkis og skipulagði þau ásamt áður hernumdu dönsku yfirráðasvæði í þrjú ný héruð:
Hérað | Ár stofnað | Ár afnumið | Höfuðstaður | |
---|---|---|---|---|
Hannover | 1868 | 1946 | Hannover | |
Hesse-Nassau | 1868 | 1918 | Kassel | |
Slésvík-Holtsetaland | 1868 | 1946 | Kiel |
Árið 1881 var síðasta hérað konungsríkisins Prússlands stofnað þegar Berlín var aðskilið frá Brandenborg.
Hérað | Ár stofnað | Ár afnumið | Höfuðstaður | |
---|---|---|---|---|
Berlín | 1881 | 1945 | Berlín |
Árið 1918 eftir fyrri heimsstyrjöldina var þýska keisaradæmið leyst upp og Weimar-lýðveldið kom í staðinn. Eftirfarandi voru núverandi prússnesku héruð:
Hérað | Ár stofnað | Ár afnumið | Höfuðstaður | |
---|---|---|---|---|
Austur-Prússland | 1773 1878 |
1829 1945 |
Königsberg | |
Berlín | 1881 | 1945 | Berlín | |
Brandenborg | 1815 | 1945 | Potsdam (1815-1827) Berlín (1827-1843) Potsdam (1843-1918) Charlottenburg (1918-1920) Berlín (1920-1945) | |
Hannover | 1868 | 1946 | Hannover | |
Hesse-Nassau | 1868 | 1918 | Kassel | |
Hohenzollern | 1850 | 1946 | Sigmaringen | |
Pommern | 1815 | 1945 | Stettin | |
Posen | 1848 | 1920 | Posen | |
Rínarhéraðið | 1822 | 1945 | Koblenz | |
Saxland | 1816 | 1945 | Magdeburg | |
Slesía | 1815 1938 |
1919 1941 |
Breslau | |
Slésvík-Holtsetaland | 1868 | 1946 | Kiel | |
Vestfalía | 1815 | 1945 | Münster | |
Vestur-Prússland | 1773 1878 |
1829 1920 |
Danzig |
Héraðið Posen-Vestur-Prússland var stofnað árið 1922 úr hlutum héraðanna Posen og Vestur-Prússlands sem ekki höfðu verið framseldir til Póllands. Héraðið var afnumið árið 1938 þar sem landsvæði þess var aðallega innlimað í Pommern, og tvær útsköfanir í Brandenborg og Slesíu.
Hérað | Ár stofnað | Ár afnumið | Höfuðstaður | |
---|---|---|---|---|
Posen-Vestur-Prússland | 1922 | 1938 | Schneidemühl |
Eftir valdatöku nasista árið 1933 voru lög um endurreisn ríksins sett 30. janúar 1934. Með því var þýska ríkið formlega ekki lengur sambandsríki og stofnað miðstýrt ríki. Prússland og héruð þess héldu formlega áfram að vera til, en Landtag ríkisins og héraðsþing voru afnumin og stjórnarfarið var sett undir beina stjórn Reichsstatthalter (ríkisstjóra). Eftirfarandi er yfirlit yfir prússnesku héruðinn á milli 1919 og 1938:
Hérað | Ár stofnað | Ár afnumið | Höfuðstaður | |
---|---|---|---|---|
Austur-Prússland | 1773 1878 |
1829 1945 |
Königsberg | |
Berlín | 1881 | 1945 | Berlín | |
Brandenborg | 1815 | 1945 | Potsdam (1815-1827) Berlín (1827-1843) Potsdam (1843-1918) Charlottenburg (1918-1920) Berlín (1920-1945) | |
Efri-Slesía | 1919 1941 |
1938 1945 |
Oppeln | |
Hannover | 1868 | 1946 | Hannover | |
Hesse-Nassau | 1868 | 1918 | Kassel | |
Hohenzollern | 1850 | 1946 | Sigmaringen | |
Neðri-Slesía | 1919 1941 |
1938 1945 |
Breslau | |
Pommern | 1815 | 1945 | Stettin | |
Posen-Vestur-Prússland | 1922 | 1938 | Schneidemühl | |
Rínarhéraðið | 1822 | 1945 | Koblenz | |
Saxland | 1816 | 1945 | Magdeburg | |
Slésvík-Holtsetaland | 1868 | 1946 | Kiel | |
Vestfalía | 1815 | 1945 | Münster |
Árið 1938 varð héraðið Slesía til aftur við sameiningu Neðri Slesíu og Efri Slesíu, sem stóð til 1941 þegar þau voru aftur aðskilin.
Hérað | Ár stofnað | Ár afnumið | Höfuðstaður | |
---|---|---|---|---|
Slesía | 1815 1938 |
1919 1941 |
Breslau |
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
- Matz, Klaus-Jürgen. Wer regierte wann? Dtv. 1980.
- Fyrirmynd greinarinnar var „Preussen“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt febrúar 2010.
- ↑ Christopher Clark (2008). Iron Kingdom. Library of Congress Cataloging-in-Publication Data. bls. 1-6. ISBN 978-0-674-03196-8.
- ↑ Christopher Clark (2008). Iron Kingdom. Library of Congress Cataloging-in-Publication Data. bls. 7-12. ISBN 978-0-674-03196-8.
- ↑ Christopher Clark (2008). Iron Kingdom. Library of Congress Cataloging-in-Publication Data. bls. 19-37. ISBN 978-0-674-03196-8.