Reynir Örn Leósson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Reynir Örn Leósson (11. febrúar 1939 - 30. desember 1982) var íslenskur aflraunamaður. Reynir var sonur Þóru Friðriksdóttur og Leós Guðmundssonar. Hann flutti ungur til Reykjavíkur, síðar til Njarðvíkur og enn síðar til Eyjafjarðar.[1]

Reynir var járnsmiður að iðn og starfaði við vélsmíðar, vörubílakstur og bifreiðaviðgerðir, en bifreiðaviðgerðirnar stundaði hann þar til hann lést.[2][3]

Reynir var ungur þegar fyrst fór að bera á miklum kröftum hans, og hann var mjög ungur þegar hann fór að hefja aflraunir. Hann ferðaðist víða um ævina og sýndi aflraunir sínar.[4].

Meðal aflrauna hans var að brjótast út úr fangaklefa, en hann var þó settur vel hlekkjaður inn í klefann. Það að brjótast úr hlekkjunum og svo út úr fangaklefanum tók hann um 6-7 klukkustundir samanlagt.[5] Einnig lyfti hann 290kg. tunnu auðveldlega á hné sér[6]. Einnig lyfti hann upp vinstra framhjóli bifreiðar sinnar, Volvo vörubifreið, upp um 13mm., en biðfreiðin vó 12 tonn og hefur þurft togkraft upp á 2.650 kg. til að lyfta bifreiðinni svo hátt[7]. Fyrir það afrek að brjótast út úr fangaklefanum komst Reynir í heimsmetabók Guinness[8].

Einnig gerði Reynir kvikmynd um sjálfan sig, nefnda „Sterkasti maður heims“, og kvikmyndir um öryggi á vinnustöðum ásamt fleiru.[9]

Tilvísanir og heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.