1738
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1738 (MDCCXXXVIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]
- Jón Árnason biskup gaf út latnesku orðabókina Nucleus latinitatis (Kleyfsa).
Fædd
- Jón Jakobsson, sýslumaður Eyfirðinga (d. 1808).
- 1. nóvember - Björn Jónsson, lyfsali í Nesi, fyrsti lyfsali á Íslandi (d. 1798).
Dáin
- 19. apríl - Þrúður Þorsteinsdóttir, biskupsfrú á Hólum, (f. 1666).
Opinberar aftökur
- Feðginin Sigmundur Guðmundsson og Halldóra Sigmundsdóttir, þá 80 og 36 ára gömul, tekin af lífi á Alþingi eftir dauðadóm fyrir blóðskömm. Hann var hálshogginn en henni drekkt.[1]
- Jón Guðmundsson, þá 58 ára, hálshogginn á Alþingi eftir dauðadóm fyrir dulsmál og blóðskömm.[2]
Erlendis[breyta | breyta frumkóða]
- Fornleifauppgröftur hófst í Herculaneum, sem fór undir ösku í gosi Vesúvíusar árið 79.
- Þjóðverjinn Franz Ketterer fann upp gauksklukkuna.
- Jacques de Vaucanson sýndi frönsku vísindaakademíunni fyrsta vélmennið.
Fædd
- 28. maí - Joseph-Ignace Guillotin, franskur læknir sem mælti með því að fallöxin yrði tekin í notkun (d. 1814).
- 4. júní - Georg 3., konungur Bretlands (d. 1820).
Dáin
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.
- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.