Sergei Eisenstein

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sergei Eisenstein

Sergei Mikhaílóvitsj Eisenstein (22. janúar 189811. febrúar 1948) var sovéskur kvikmyndaleikstjóri og kenningasmiður þekktastur fyrir þöglu myndirnar Verkfall, Beitiskipið Pótemkín og Október. Kenningar hans í kvikmyndagerð snerust um að nota klippingu til að skapa merkingu með því að leysa úr andstæðum í anda þráttarhyggju Hegels. Með því að setja saman ótengd skot mátti stuða áhorfandann og gera kvikmyndina þannig að byltingartæki. Rit hans eru enn notuð við kennslu í kvikmyndaskólum um allan heim.