Fara í innihald

Neptúnus (reikistjarna)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fyrir rómverska guðinn, sjá Neptúnus (guð).
Neptúnus Stjörnufræðimerki Neptúnusar
Neptúnus, tekin af geimfarinu Voyager 2
Einkenni sporbaugs
Sólnánd4.452.940.833 km
(29,76607095 AU)
Sólfirrð1,77 AU
Tungl14
Eðliseinkenni
Pólfletja0,0171 ± 0,0013
Massi1,0243×1026 kg
Þéttleiki1,638 g/cm³
Lausnarhraði23,5 km/s
Snúningshraði við miðbaug2,68 km/s
Möndulhalli28,32°

Neptúnus er áttunda og ysta reikistjarnan frá sólu talið og einn af ísrisum sólkerfisins. Neptúnus er fjórða stærsta reikistjarna sólkerfisins miðað við þvermál, þriðja massamesta reikistjarnan og þéttasta risareikistjarnan. Massi Neptúnusar er 17 sinnum meiri en massi Jarðar og aðeins meiri en massi Úranusar. Meiri massi leiðir til þess að lofthjúpur Neptúnusar er þéttari en lofthjúpur Úranusar vegna meiri þyngdarkrafts og reikistjarnan mælist því minni að þvermáli. Neptúnus er aðallega úr gasi og vökva og hefur því ekkert fast yfirborð. Hann er 164,8 jarðár að ganga kringum sólina í 30,1 stjarnfræðieininga fjarlægð að meðaltali (4,8 milljarða km). Neptúnus er nefndur eftir rómverska sjávarguðinum og er tákn hans þríforkurinn í tákni reikistjörnunnar.

Neptúnus er ekki greinanlegur með berum augum frá yfirborði Jarðar og er eina reikistjarna sólkerfisins sem uppgötvaðist við útreikninga, fremur en með athugunum. Óvæntar breytingar á sporbaug Úranusar fengu franska stjörnufræðinginn Alexis Bouvard til að geta sér þess til að óþekkt reikistjarna væri að hafa áhrif á hann. John Couch Adams og Urbain Le Verrier spáðu svo seinna fyrir um staðsetningu Neptúnusar, og Johann Galle tókst að sjá hann með sjónauka 23. september 1846,[1] innan við einni gráðu frá þeim stað sem Le Verrier hafði spáð fyrir um. Stærsta tungl Neptúnusar, Tríton, uppgötvaðist skömmu síðar, en ekkert af hinum 13 tunglum Neptúnusar fannst fyrr en á 20. öld. Vegna fjarlægðar er mjög erfitt að rannsaka Neptúnus með sjónaukum á Jörðu. Aðeins eitt geimfar hefur kannað hann, það var Voyager 2 sem fór þar hjá 25. ágúst 1989.[2][3] Með tilkomu Hubble-geimsjónaukans og nýrra stjörnusjónauka með aðlögunarsjóntækni hefur reynst auðveldara að skoða Neptúnus.

Líkt og á gasrisunum Júpíter og Satúrnusi, er lofthjúpur Neptúnusar aðallega úr vetni og helíni, með lítið af kolvetnum og hugsanlega köfnunarefni, en hefur hærra hlutfall íss úr vatni, ammóníaki og metani. Innri hluti reikistjörnunnar er aðallega úr ís og bergi, líkt og Úranus. Neptúnus og Úranus eru því kallaðir „ísrisar“ til aðgreiningar frá gasrisunum.[4] Rayleigh-tvístrun og metan í ystu lögum lofthjúps Neptúnusar gefa reikistjörnunni bláan lit.[5] Nýleg gögn frá Gemini-stjörnuathugunarstöðinni sýna að blái liturinn er fyllri en á Úranusi vegna þess að mistur í lofthjúpi Neptúnusar er þynnra.[6][7][8]

Ólíkt þokukenndu og tiltölulega einsleitu yfirborði Úranusar, er yfirborð Neptúnusar kvikt og þar birtast veðurmynstur. Þegar geimfarið Voyager 2 flaug hjá Neptúnusi árið 1989 sást stór dökkur blettur á yfirborðinu, svipaður stóra rauða blettinum á Júpíter. Nýlega hefur nýrri dökkur blettur og annar minni verið rannsakaðir.[9] Veðurkerfin á Neptúnusi eru drifin áfram af sterkustu vindum sólkerfisins þar sem vindhraði hefur mælst allt að 2100 km/klst (583 m/s).[10] Vegna fjarlægðar frá sólu er ytri lofthjúpur Neptúnusar sá kaldasti í sólkerfinu þar sem hitinn fer niður í 55 °K (-218 °C). Við kjarna reikistjörnunnar er hitinn 5400 °K (5100 °C).[11][12] Neptúnus hefur litla og ógreinilega hringi sem voru uppgötvaðir árið 1984.[13] Sporbaugur dvergreikistjörnunnar Plútós liggur að hluta fyrir innan sporbaug Neptúnusar.

Galileo Galilei

Sumar af fyrstu skráðu athugunum á Neptúnusi sem gerðar hafa verið með sjónauka voru teikningar Galileo frá 28. desember 1612 og 27. janúar 1613, en hann teiknaði staðsetningarpunkta sem passa við það sem nú er vitað að var staða Neptúnusar á þeim tíma. Í bæði skiptin virðist Galíleó hafa ætlað að Neptúnus væri fastastjarna, þegar hún virtist nálægt Júpíter á næturhimninum. Árið 1821 birti Alexis Bouvard stjarnfræðitöflur um braut Úranusar, nágranna Neptúnusar. Síðari athuganir leiddu í ljós veruleg frávik frá sporbaugum og kom Bouvard með þá tilgátu að óþekkt pláneta truflaði brautina með þyngdarkrafti sínum. Árið 1843 hóf John Couch Adams að skoða braut Úranusar með þeim gögnum sem hann hafði. Hann óskaði eftir viðbótargögnum frá Sir George Airy, stjörnufræðingi, sem afhenti þau í febrúar 1844. Adams hélt áfram að rannsaka á árunum 1845–46 og kom með nokkrar tilgátur um hvar óþekktu plánetuna væri að finna.

Urbain Le Verrier

Á árunum 1845–46 gerði Urbain Le Verrier eigin útreikninga en þeir vöktu engan áhuga hjá samlöndum hans. Í júní 1846, þegar Adms Airy sá fyrsta birta mat Le Verrier á lengdargráðu reikistjörnunnar og líkingu hennar við mat Adams, sannfærði hann James Challis um að leita að plánetunni. Challis leitaði ákaft allan ágúst og september.

Eiginleikar

[breyta | breyta frumkóða]

Massi Neptúnusar 1.0243 × 1026 kg er mitt á milli massa jarðar og stærri gasrisanna. Massinn er 17 sinnum meiri en jarðarinnar en aðeins 1 / 19 af massa Júpíters.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
 1. Hamilton, Calvin J. (4. ágúst 2001). „Neptune“. Views of the Solar System. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. júlí 2007. Sótt 13. ágúst 2007.
 2. Chang, Kenneth (18. október 2014). „Dark Spots in Our Knowledge of Neptune“. The New York Times. Afrit af uppruna á 28. október 2014. Sótt 21. október 2014.
 3. „Exploration | Neptune“. NASA Solar System Exploration. Afrit af uppruna á 17. júlí 2020. Sótt 3. febrúar 2020. „In 1989, NASA's Voyager 2 became the first-and only-spacecraft to study Neptune up close.“
 4. Lunine, Jonathan I. (september 1993). „The atmospheres of Uranus and Neptune“. Annual Review of Astronomy and Astrophysics. 31: 217–263. Bibcode:1993ARA&A..31..217L. doi:10.1146/annurev.aa.31.090193.001245.
 5. Munsell, Kirk; Smith, Harman; Harvey, Samantha (13. nóvember 2007). „Neptune overview“. Solar System Exploration. NASA. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. mars 2008. Sótt 20. febrúar 2008.
 6. info@noirlab.edu. „Gemini North Telescope Helps Explain Why Uranus and Neptune Are Different Colors - Observations from Gemini Observatory, a Program of NSF's NOIRLab, and other telescopes reveal that excess haze on Uranus makes it paler than Neptune“. www.noirlab.edu (enska). Sótt 30. júlí 2022.
 7. Laboratory, By NSF’s NOIRLab (National Optical-Infrared Astronomy Research. „Why Uranus and Neptune Are Different Colors“. NASA Solar System Exploration. Sótt 6. mars 2023.
 8. Magazine, Smithsonian; Kuta, Sarah. „Why Neptune Appears Bluer Than Its Cousin Uranus“. Smithsonian Magazine (enska). Sótt 30. júlí 2022.
 9. Shannon Stirone (22. desember 2020). „Neptune's Weird Dark Spot Just Got Weirder – While observing the planet's large inky storm, astronomers spotted a smaller vortex they named Dark Spot Jr“. The New York Times. Afrit af uppruna á 22. desember 2020. Sótt 22. desember 2020.
 10. Suomi, V.E.; Limaye, S.S.; Johnson, D.R. (1991). „High Winds of Neptune: A possible mechanism“. Science. 251 (4996): 929–32. Bibcode:1991Sci...251..929S. doi:10.1126/science.251.4996.929. PMID 17847386. S2CID 46419483.
 11. Hubbard, W.B. (1997). „Neptune's Deep Chemistry“. Science. 275 (5304): 1279–80. doi:10.1126/science.275.5304.1279. PMID 9064785. S2CID 36248590.
 12. Nettelmann, N.; French, M.; Holst, B.; Redmer, R. „Interior Models of Jupiter, Saturn and Neptune“ (PDF). University of Rostock. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 18. júlí 2011. Sótt 25. febrúar 2008.
 13. Wilford, John N. (10. júní 1982). „Data Shows 2 Rings Circling Neptune“. The New York Times. Afrit af uppruna á 10. desember 2008. Sótt 29. febrúar 2008.
  Þessi stjörnufræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.