Austur-Tímor

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Repúblika Demokrátika Timor Lorosa'e
República Democrática de Timor-Leste
Fáni Austur-Tímor Skjaldarmerki Austur-Tímor
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Unidade, Acção, Progresso
(portúgalska: eining, aðgerðir, framfarir)
Þjóðsöngur:
Pátria
Staðsetning Austur-Tímor
Höfuðborg Dili
Opinbert tungumál tetum, portúgalska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Francisco Guterres
Forsætisráðherra Taur Matan Ruak
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
159. sæti
14.874 km²
~0
Mannfjöldi
 - Samtals (2013)
 - Þéttleiki byggðar
159. sæti
1.172.390
76,2/km²
VLF (KMJ) áætl. 2012
 - Samtals 4,244 millj. dala (116. sæti)
 - Á mann 3.620 dalir (48. sæti)
Gjaldmiðill bandaríkjadalur
Tímabelti UTC+9
Þjóðarlén .tp
Landsnúmer 670

Austur-Tímor eða Tímor-Leste er ríki í Suðaustur-Asíu. Það nær yfir eystri hluta eyjunnar Tímor, sem er stærst Litlu-Sundaeyja, útlenduna Oecussi-Ambeno á Vestur-Tímor (sem tilheyrir Indónesíu) og eyjarnar Atauro og Jaco. Landið hét áður Portúgalska Tímor þar til Indónesar réðust inn í landið árið 1975. Þeir héldu því til 1999 þegar landið fékk sjálfstjórn með fulltingi Sameinuðu þjóðanna. Landið fékk svo fullt sjálfstæði þann 20. maí 2002.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Portúgalir stofnuðu verslunarstaði á Tímor á 16. öld einkum vegna þess hve þar óx mikið af sandalviði. Nýlendan Portúgalska Tímor var stofnuð árið 1769 þegar Portúgalir stofnuðu borgina Dili. Alþjóðadómstóllinn í Haag staðfesti landamærin milli Portúgalska Tímor og vesturhlutans sem Hollendingar réðu yfir árið 1914. Í kjölfar Nellikubyltingarinnar í Portúgal árið 1974 hurfu Portúgalir frá nýlendunni sem leiddi til borgarastyrjaldar. Annar stríðsaðilinn, Fretilin, lýsti yfir stofnun sjálfstæðs ríkis 28. nóvember 1975. Indónesía gerði innrás í desember sama ár og lýsti Austur-Tímor 27. hérað Indónesíu í júlí árið eftir. Ofbeldi og kúgun einkenndu hernám Austur-Tímor og skæruliðahreyfingin Falintil barðist gegn hernámsliðinu allt til 1999. Blóðbaðið í Dili árið 1991 varð til þess að alþjóðasamfélagið snerist gegn Indónesíu og eftir fall Suhartos árið 1998 var ákveðið að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Austur-Tímor undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Sjálfstæði Austur-Tímor gekk formlega í gildi árið 2002.

Austur-Tímor er annað tveggja landa í Asíu þar sem meirihluti íbúa er kaþólskrar trúar. Um helmingur landsmanna er ólæs og 37,4% landsmanna eru undir alþjóðlegum fátæktarmörkum. Efnahagur Austur-Tímor hefur þó vaxið hratt undanfarin ár. Helstu útflutningsafurðir landsins eru olía og gas, auk kaffis.

Stjórnsýsluskipting[breyta | breyta frumkóða]

Austur-Tímor skiptist í þrettán stjórnsýsluumdæmi sem aftur skiptast í 65 undirumdæmi, 442 þorp (sucos) og 2.225 hverfi (aldeias).

Stjórnsýsluumdæmi Austur-Tímor
 1. Oecusse
 2. Liquiçá
 3. Dili
 4. Manatuto
 5. Baucau
 1. Lautém
 2. Bobonaro
 3. Ermera
 4. Aileu
 1. Viqueque
 2. Cova Lima
 3. Ainaro
 4. Manufahi
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.