Austur-Tímor
Repúblika Demokrátika Timor Lorosa'e República Democrática de Timor-Leste | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: Unidade, Acção, Progresso (portúgalska: eining, aðgerðir, framfarir) | |
Þjóðsöngur: Pátria | |
![]() | |
Höfuðborg | Dili |
Opinbert tungumál | tetum, portúgalska |
Stjórnarfar | Lýðveldi
|
Forseti | Francisco Guterres |
Forsætisráðherra | Taur Matan Ruak |
Flatarmál - Samtals - Vatn (%) |
159. sæti 14.874 km² ~0 |
Mannfjöldi - Samtals (2013) - Þéttleiki byggðar |
159. sæti 1.172.390 76,2/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2012 |
- Samtals | 4,244 millj. dala (116. sæti) |
- Á mann | 3.620 dalir (48. sæti) |
Gjaldmiðill | bandaríkjadalur |
Tímabelti | UTC+9 |
Þjóðarlén | .tp |
Landsnúmer | 670 |
Austur-Tímor eða Tímor-Leste er ríki í Suðaustur-Asíu. Það nær yfir eystri hluta eyjunnar Tímor, sem er stærst Litlu-Sundaeyja, útlenduna Oecussi-Ambeno á Vestur-Tímor (sem tilheyrir Indónesíu) og eyjarnar Atauro og Jaco. Landið hét áður Portúgalska Tímor þar til Indónesar réðust inn í landið árið 1975. Þeir héldu því til 1999 þegar landið fékk sjálfstjórn með fulltingi Sameinuðu þjóðanna. Landið fékk svo fullt sjálfstæði þann 20. maí 2002.
Saga[breyta | breyta frumkóða]
Portúgalir stofnuðu verslunarstaði á Tímor á 16. öld einkum vegna þess hve þar óx mikið af sandalviði. Nýlendan Portúgalska Tímor var stofnuð árið 1769 þegar Portúgalir stofnuðu borgina Dili. Alþjóðadómstóllinn í Haag staðfesti landamærin milli Portúgalska Tímor og vesturhlutans sem Hollendingar réðu yfir árið 1914. Í kjölfar Nellikubyltingarinnar í Portúgal árið 1974 hurfu Portúgalir frá nýlendunni sem leiddi til borgarastyrjaldar. Annar stríðsaðilinn, Fretilin, lýsti yfir stofnun sjálfstæðs ríkis 28. nóvember 1975. Indónesía gerði innrás í desember sama ár og lýsti Austur-Tímor 27. hérað Indónesíu í júlí árið eftir. Ofbeldi og kúgun einkenndu hernám Austur-Tímor og skæruliðahreyfingin Falintil barðist gegn hernámsliðinu allt til 1999. Blóðbaðið í Dili árið 1991 varð til þess að alþjóðasamfélagið snerist gegn Indónesíu og eftir fall Suhartos árið 1998 var ákveðið að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Austur-Tímor undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Sjálfstæði Austur-Tímor gekk formlega í gildi árið 2002.
Austur-Tímor er annað tveggja landa í Asíu þar sem meirihluti íbúa er kaþólskrar trúar. Um helmingur landsmanna er ólæs og 37,4% landsmanna eru undir alþjóðlegum fátæktarmörkum. Efnahagur Austur-Tímor hefur þó vaxið hratt undanfarin ár. Helstu útflutningsafurðir landsins eru olía og gas, auk kaffis.
Stjórnsýsluskipting[breyta | breyta frumkóða]
Austur-Tímor skiptist í þrettán stjórnsýsluumdæmi sem aftur skiptast í 65 undirumdæmi, 442 þorp (sucos) og 2.225 hverfi (aldeias).