Varg Vikernes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Varg Vikernes
Varg Vikernes árið 2008
Fæddur
Kristian Larsson Vikernes

11. febrúar 1973
Þjóðerni Noregur
StörfTónlistarmaður
Rithöfundur
Ár virkur1991 -
Þekktur fyrirBurzum
Vargsmál
Kirkjubrennur
Morðið á Øystein Aarseth
TrúÁsatrú
MakiMarie Cachet (2007-)
VefsíðaBurzum.org, Thulean Perspective
Undirskrift

Varg Vikernes er listamannanafn tónlistarmannsins og rithöfundarins Louis Cachet (skírður Kristian Larsson Vikernes). Varg er fæddur þann 11. febrúar 1973 í Bergen í Noregi. Önnur nöfn sem hann hefur gengið undir eru Count Grishnackh sem er tilvísun í Hringadróttinssögu (orkahöfðingi)„ og út frá því Greven“ eða Greifinn. Hann er einna þekktastur fyrir að vera maðurinn á bakvið einmanns tónlistarverkið Burzum, kirkjubrennur í Noregi á 10. áratugnum og morðið á norska tónlistarmanninum Øystein Aarseth, eða „Euronymous“.[1]

Varg Vikernes lék í stuttan tíma sem bassaleikari í hljómsveitinni Mayhem og sem gítarleikari í hljómsveitinni Old Funeral. Hann var heiðinn öfgamaður og tók þátt í að brenna niður í það minnsta þrjár kirkjur í Noregi milli 1992 og 1993,[2] tvær þeirra fornsögulegar (kirkjurnar sem brenndar voru sjö talsins en aðeins var hægt að sakfella Varg fyrir þrjár þeirra). Hann var yfirlýstur þjóðernissinni með sérstakan áhuga á Óðalshyggju og baráttumaður fyrir því að norræn forntrú yrði endurvakin sem opinber ríkistrú norrænna þjóða. Hann útlistaði hugmyndir sínar og viðhorf í bókum sínum, Vargsmál, nafn sem á að vera nokkurskonar skírskotun í Hávamál, sú þekktust af þeim.

Í grein í norska dagblaðinu Dagbladet 23. júní 2008 sagðist Varg hafa fjarlægst bæði fyrrum stjórnmálaskoðanir sínar og öfgafullar trúarskoðanir. Í viðtali í Dagbladet í júlí 2009 vísaði hann til sjálfs sín sem kynþáttasinna, hann hélt því jafnframt fram að það þýddi ekki að hann hataði aðra kynþætti.[3]

Hann sat í fangelsi fyrir skemmdarverk og morð í 15 ár, frá 1994 - 2009.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Varg Vikerners er fæddur í Bergen í Noregi og var skírður Kristian Larsson Vikernes. Faðir hans var verkfræðingur að mennt og móðir hans, Helene (Lene) Bore, starfaði hjá stóru olíufélagi í Noregi. Faðir hans og móðir skildu þegar Varg var 11 ára og ólst hann upp hjá einstæðri móður sinni, sem hann að eigin sögn, hefur alltaf haldið sterku sambandi við. Samband hans við föður sinn hægt og rólega fjaraði þó út.[4]

Varg fór að fá mikinn áhuga á þungarokki 14 ára gamall, í fyrstu komst hann í kynni við Iron Maiden, en seinna fór hann að laðast að þyngri nýrri hljómsveitum á borð við Kreator, Celtic Frost og Destruction. 17 ára kynntist hann dauðarokkshljómsveitinni Old Funeral og spilaði með þeim á árunum 1990–1991. Hann hafði frá unga aldri haft mikinn áhuga á forn norrænni trú og hafnaði kristinni trú, hann uppgötvaði einnig Hringadróttinssögu (sem tekur mikinn innblástur frá forn norrænum menningararfi) sem átti hug hans allan sem barn. Um tvítugt lét hann breyta nafni sínu, þá Kristian Vikernes, yfir í Varg Vikernes. [5]

1992 hóf hann að semja tónlist einsamall undir nafninu Burzum, nafn sem hann fékk úr Hringadróttinssögu. 1993 stakk hann gítarleikarann Øystein "Euronymous" Aarseth til bana í rifrildi á heimili Øysteins. Hann var sakfelldur 1994 af fyrstu gráðu morði og íkveikjum auk þess að vera með ólögleg sprengiefni.[6] Árið 2010, eftir að hafa afplánað 15 ár af 21. árs fangelsisdómi flutti hann til Frakklands og lét breyta nafni sínu í Louis Cachet, en gengst enn við að vera kallaður Varg Vikernes. 2013 var hann og kona hans handtekin í Corrèze í Frakklandi, grunuð um að skipuleggja fjöldamorð í stíl Breiviks.[7]

Tónlist[breyta | breyta frumkóða]

Útgefin verk sem Burzum

  • 1992 - Burzum
  • 1993 - Aske
  • 1993 - Det som engang var
  • 1994 – Hvis lyset tar oss
  • 1996 – Filosofem
  • 1997 – Dauði Baldurs
  • 1999 – Hliðskjálf
  • 2010 – Belus
  • 2011 – Fallen
  • 2011 – From the Depths of Darkness
  • 2012 – Umskiptar
  • 2013 – Sól austan, Máni vestan
  • 2014 – The Ways of Yore
  • 2020 – Thulêan Mysteries

Úgefnar bækur[breyta | breyta frumkóða]

  • 1997 – Vargsmål
  • 2000 – Germansk mytologi og verdensanskuelse
  • 2001 – Guide to the Norse Gods and Their Names
  • 2002 – Irminsûl
  • 2011 – Sorcery and Religion in Ancient Scandinavia
  • 2015 – Reflections on European Mythology and Polytheism
  • 2017 – Paganism Explained, part I: Þrymskviða
  • 2017 – Paganism Explained, Part II: Little Red Riding Hood & Jack and the Beanstalk
  • 2018 – Paganism Explained, Part III: The Cult of Mithra & Hymiskviða
  • 2018 – Paganism Explained, Part IV: Valhöll & Odinn in Yggdrasill
  • 2019 – Paganism Explained, Part V: Ásgardr, Vanaheimr & the Nine Worlds of Hel

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Kjetil Kolsrud. „Vikernes skylder fortsatt millioner for nedbrente kirker i Norge“. Aftenposten.
  2. „Vikernes skylder fortsatt millioner for nedbrente kirker i Norge“. www.aftenposten.no (norskt bókmál). 16. júlí 2013. Sótt 15. júlí 2023.
  3. Rune Midtskogen (Júlí 2009). „«Greven» angrer ingenting“. DAGBLADET.
  4. Moynihan, Michael; Søderlind, Didrik. „Lords of chaos : the bloody rise of the Satanic metal underground“. Feral House.
  5. Ria Novosti. (Júlí 2013). „Французская полиция задержала музыканта Варга Викернеса“. РИА Новости.
  6. Svendsen, Roy Hilmar (16. júlí 2013). „Dette er Varg Vikernes“. NRK (norskt bókmál). Sótt 15. júlí 2023.
  7. Andersen, Ingunn (16. júlí 2013). „Varg Vikernes pågrepet i Frankrike“. NRK (norskt bókmál). Sótt 15. júlí 2023.

[breyta | breyta frumkóða]