2019
Útlit
(Endurbeint frá Apríl 2019)
Árþúsund: | 3. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Árið 2019 (MMXIX í rómverskum tölum) var almennt ár sem byrjar á þriðjudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu. Það hefur því sunnudagsbókstafinn F.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]Janúar
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar
- Jair Bolsonaro tók við embætti sem forseti Brasilíu.
- Geimkönnunarfarið New Horizons flaug í námunda við loftsteininn 486958 Arrokoth í Kuiper-beltinu.
- Katar dró sig út úr Samtökum olíuframleiðsluríkja.
- Hjónabönd samkynhneigðra urðu lögleg í Austurríki.
- 3. janúar
- Nýtt þingtímabil hófst í Bandaríkjunum. Nancy Pelosi var kjörin forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings af nýjum þingmeirihluta Demókrataflokksins.
- Kínverska könnunarfarið Chang'e 4 lenti á myrku hlið Tunglsins.
- 5. janúar – Bartólómeus 1. af Konstantínópel heimilaði sjálfstæði Úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunnar frá þeirri rússnesku.
- 6. janúar – Múhameð 5. af Kelantan sagði af sér sem konungur Malasíu.
- 10. janúar – Stjórnarkreppa hófst í Venesúela þegar Juan Guaidó, forseti venesúelska þingsins, lýsti yfir að stjórn Nicolásar Maduro forseta væri ólögmæt og lýsti sjálfan sig forseta til bráðabirgða.
- 11. janúar – Þing Lýðveldisins Makedóníu samþykkti að nafni landsins skyldi breytt í Lýðveldið Norður-Makedónía.
- 18. janúar – Eldsneytisþjófar ollu sprengingu í oliuleiðslu í Tlahuelilpan í Mexíkó sem varð minnst 248 að bana.
- 25. janúar – Stífla fyrir námuúrgang brast í Brumadinho í Brasilíu með þeim afleiðingum að 270 létust.
- 28. janúar – Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna ákærði kínverska tæknirisann Huawei fyrir svik.
Febrúar
[breyta | breyta frumkóða]- 1. febrúar – Donald Trump dró Bandaríkin út úr Samningi um meðaldræg kjarnavopn frá 1987 vegna meintra brota Rússa gegn samningnum. Daginn eftir drógu Rússar sig út úr samningnum.
- 3. febrúar – Frans páfi kom fyrstur páfa til Arabíuskagans þegar hann heimsótti Abú Dabí.
- 6. febrúar – Bandarísku samtökin Freedom House breyttu stöðu Ungverjalands í „frjálst að hluta“, sem var í fyrsta sinn sem Evrópusambandsland fékk ekki stöðuna „frjálst“. Serbía fékk sömu stöðu.
- 7. febrúar – Mótmælin á Haítí 2019: Mótmæli gegn stjórn Jovenel Moïse hófust í mörgum borgum landsins.
- 12. febrúar – Lýðveldið Makedónía breytti nafni sínu í Norður-Makedónía til að binda enda á áratugalangar deilur við Grikkland um notkun heitisins Makedónía, til að geta átt möguleika á aðild að NATO og Evrópusambandinu.
- 21. febrúar – Fyrirtækið SpaceIL sendi Beresheet, fyrsta könnunarfar einkaaðila, til Tunglsins.
- 23. febrúar – Nicolás Maduro sleit stjórnmálasamband Venesúela við Kólumbíu vegna sendinga þeirra á mannúðaraðstoð yfir landamærin.
- 26. febrúar – Indverski flugherinn hóf loftárásir á meintar búðir vígamanna í Balakot í Pakistan.
- 27. febrúar – Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu funduðu í Hanoi í Víetnam um hugsanlega afvopnun Norður-Kóreu. Fundinum var slitið næsta dag án samnings.
Mars
[breyta | breyta frumkóða]- 3. mars – Mannlausa geimfarinu SpaceX Dragon tókst að lenda við Alþjóðlegu geimstöðina.
- 10. mars – Boeing 737 MAX 8-flugvél á leið frá Addis Ababa í Eþíópíu til Naíróbí í Keníu brotlenti sex mínútum eftir flugtak. Allir um borð, alls 157 manns, létu lífið.
- 15. mars
- Vopnaður maður réðist inn í tvær moskur í Christchurch á Nýja-Sjálandi og skaut á fólkið þar inni. Alls létust um fimmtíu manns í árásinni.
- Fellibylurinn Idai gekk á land í Mósambík og olli dauða yfir 1000 manns, rafmagnsleysi og flóðum í sunnanverðri Afríku.
- 19. mars – Nursultan Nazarbajev, forseti Kasakstans, sagði af sér eftir 29 ár á valdastóli.
- 20. mars – Google var dæmt til að greiða 1,49 milljarð evra í sekt fyrir brot gegn samkeppnislögum í Evrópusambandinu.
- 21. mars – 78 fórust og yfir 600 slösuðust í sprengingu sem varð í efnaverksmiðju í Xiangshui í Kína.
- 23. mars – Síðasta landsvæðið sem var undir stjórn Íslamska ríkisins, Al-Baghuz Fawqani, var frelsað.
- 26. mars – Evrópusambandið samþykkti Tilskipun um höfundarétt á stafrænum innri markaði með hinni umdeildu 13. grein um ábyrgð vefsíðna.
- 30. mars – Zuzana Čaputová var kjörin forseti Slóvakíu.
Apríl
[breyta | breyta frumkóða]- 2. apríl – Abdelaziz Bouteflika sagði af sér sem forseti Alsír eftir nokkurra mánaða mótmæli gegn áframhaldandi stjórn hans.
- 9. apríl – Þingkosningar fóru fram í Ísrael. Kosningarnar skiluðu jafntefli milli Likud-flokksins og Bláhvíta bandalagsins og voru því endurteknar í september sama ár.
- 10. apríl – Fyrsta staðfesta ljósmyndin af svartholi sem náðst hefur var kynnt.
- 11. apríl:
- Omar al-Bashir, forseta Súdans til 30 ára, var steypt af stóli af súdanska hernum eftir langa mótmælaöldu.
- Julian Assange var úthýst úr sendiráði Ekvadors í London eftir sjö ára dvöl þar. Lögreglan í London handtók hann síðan.
- 15. apríl – Eldsvoði hófst í Notre Dame í París. Þak og turnspíra dómkirkjunnar hrundu í eldinum en slökkviliðsmönnum tókst að bjarga burðarvirki og klukkuturnum hennar frá gereyðileggingu.
- 21. apríl:
- Um 290 manns létust í sprengjuárásum á kirkjur og hótel í Srí Lanka.
- Volodimír Selenskij var kjörinn forseti Úkraínu í seinni umferð forsetakosninga landsins.
- 25. apríl – Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, mættust á fundi í Vladivostok.
- 26. apríl – Bandaríska kvikmyndin Avengers: Endgame var frumsýnd og varð ein tekjuhæsta mynd allra tíma.
- 28. apríl
- Þingkosningar fóru fram á Spáni. Spænski sósíalíski verkamannaflokkurinn, flokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra, hlaut um 30 prósent atkvæða, mest allra flokka.
- Victor Vescovo náði að kafa dýpra en nokkur maður hefur áður gert með því að komast niður á 10.928 metra dýpi í Maríanadjúpálnum.
- 30. apríl – Akihito Japanskeisari sagði af sér sökum aldurs og sonur hans, krónprinsinn Naruhito, settist á keisarastól.
Maí
[breyta | breyta frumkóða]- 1. maí – Vajiralongkorn, konungur Taílands, gekk að eiga lífvörð sinn, Suthida Tidjai, í óvæntri athöfn.
- 3. maí – Fjöldi látinna í ebólafaraldrinum í Kivu náði 1.000. Þetta var annar skæðasti ebólafaraldur sögunnar.
- 3.-6. maí – Átök Ísraela og Palestínumanna á Gasa 2019: Ísraelsher skaut flugskeytum á Gasaströndina með þeim afleiðingum að 20 létust.
- 4. maí – Krýningarhátíð Vajiralongkorns, konungs Taílands, hófst.
- 5. maí – 41 fórst þegar eldur kom upp í Aeroflot flugi 1492 eftir neyðarlendingu á Sjeremetevos-flugvelli í Moskvu.
- 7. maí - Ísland tók við formennsku í Norðurskautsráðinu af Finnlandi.
- 12. maí – Ómanflóaatvikið 2019: Fjögur flutningaskip voru skemmd nærri höfninni í Fujairah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Bandaríkjastjórn sakaði Íran um að standa á bak við árásirnar.
- 14. maí - Alþingi samþykkti frumvarp Svandísar Svavarsdóttur um að konur gætu óskað eftir þungunarrofi fram að lokum 22. viku þungunar, óháð ástæðu.
- 15. maí – Þungunarrof var bannað nema í undantekningatilvikum í bandaríska fylkinu Alabama.
- 17. maí – Taívan lögleiddi hjónabönd samkynhneigðra, fyrst Asíuríkja.
- 18. maí:
- Þingkosningar fóru fram í Ástralíu. Ríkisstjórn Frjálslynda flokksins undir forsæti Scotts Morrison vann sigur gegn stjórnarandstöðunni, þvert á væntingar.
- Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var haldin í Tel Aviv í Ísrael. Duncan Laurence vann keppnina fyrir Holland með laginu „Arcade“. Hljómsveitin Hatari keppti fyrir hönd Íslands og lenti í 10. sæti.
- 19. maí – Vegna banns bandarískra stjórnvalda gat kínverska fyrirtækið Huawei ekki notað Android-stýrikerfið í tæki sín.
- 20. maí – Meirihluti landa heims samþykkti endurskilgreiningu SI-kerfisins. Mælieiningin kílógramm var endurskilgreind út frá Plancks-fasta.
- 22. maí - Selfoss varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í handbolta eftir 3-1 sigur á Haukum í úrslitaviðureign.
- 24. maí – Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti að hún hygðist segja af sér eftir að Brexit-samningum hennar við Evrópusambandið hafði þrisvar verið hafnað af breska þinginu.
- 29. maí – 29 drukknuðu þegar ferðamannaferja lenti í árekstri og sökk í Dóná við Búdapest.
Júní
[breyta | breyta frumkóða]- 1. júní - Liverpool F.C. sigrar Meistaradeild Evrópu í sjötta sinn eftir sigur á Tottenham Hotspur 2-0 í Madríd. Mohamed Salah og Divock Origi skoruðu mörkin.
- 3. júní – Blóðbaðið í Kartúm: Yfir 100 mótmælendur voru drepnir þegar stjórnarhermenn og Janjaweed-hópar réðust á búðir mótmælenda í Kartúm, Súdan.
- 3. júní – Donald Trump Bandaríkjaforseti hóf opinbera heimsókn sína til Bretlands.
- 5. júní – Forseti Kína, Xi Jinping, hélt í opinbera heimsókn til Rússlands.
- 6. júní – Mótmælin í Súdan 2018-2019: Afríkusambandið felldi niður aðild Súdans vegna blóðbaðsins í Kartúm.
- 7. júní – Theresa May sagði af sér formennsku í Breska íhaldsflokknum.
- 9. júní – Mótmælin í Hong Kong: Rúmlega milljón manns í Hong Kong mótmæltu fyrirhugaðri löggjöf um framsal glæpamanna til Kína í stærstu mótmælum Hong Kong frá árinu 1997.
- 9. júní – Sprengigos varð í Sinabung-fjalli á Indónesíu. 7 km hár gosmökkur barst frá eldfjallinu.
- 11. júní – Botsvana afnam lög sem gerðu samkynhneigð ólöglega.
- 13. júní – Ómanflóaatvikið: Ráðist var á tvö olíuflutningaskip í Hormússundi sem jók enn á spennu milli Írans og Bandaríkjanna.
- 17. júní – 30 létust í þremur sjálfsmorðssprengjuárásum á knattspyrnuleik í Borno í Nígeríu.
- 19. júní – Þrír Rússar og einn Úkraínumaður voru formlega ákærðir fyrir að hafa skotið niður Malaysia Airlines flug 17 árið 2014.
- 20. júní – Xi Jinping, forseti Kína, fór í opinbera heimsókn til Norður-Kóreu.
Júlí
[breyta | breyta frumkóða]- 1. júlí – Japanar hófu aftur hvalveiðar í hagnaðarskyni eftir 30 ára hlé.
- 1. júlí – Mótmælin í Hong Kong 2019-2020: Hundruð mótmælenda réðust inn í þinghúsið í Hong Kong og unnu þar eignaspjöll.
- 3. júlí – 53 létust í loftárás á Tajoura-flóttamannabúðirnar í Líbíu.
- 6. júlí – Bandaríski fjárfestirinn Jeffrey Epstein var handtekinn og ákærður fyrir mansal og kynlífsþrælkun.
- 10. júlí – Síðasta Volkswagen-bjallan var framleidd í Mexíkó.
- 12. júlí – Árásin á Asasey Hotel: 26 létust þegar bílsprengja sprakk og árásarmenn hófu skothríð á Asasey Hotel í Kismajó í Sómalíu.
- 16. júlí – Ursula von der Leyen tók við embætti sem forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fyrst kvenna.
- 17. júlí – Eiturlyfjabaróninn Joaquín "El Chapo" Guzmán var dæmdur í lífstíðarfangelsi og 30 ár að auki.
- 18. júlí – Brennuárásin á Kyoto Animation: 36 létust þegar maður kveikti í skrifstofum japanska teiknimyndafyrirtækisins Kyoto Animation.
- 19. júlí – Íranski byltingarvörðurinn hertók breska olíuflutningaskipið Stena Impero í Persaflóa.
- 21. júlí – 100 hvítklæddir óeirðaseggir sem taldir voru tengjast kínversku mafíunni, réðust á vegfarendur á Yuen Long-lestarstöðinni í Hong Kong vopnaðir kylfum.
- 23. júlí – Sigrún Þuríður Geirsdóttir synti fyrst kvenna Eyjasund en það er sundið milli Vestmannaeyja og Landeyjasands.
- 24. júlí – Boris Johnson tók við embætti forsætisráðherra Bretlands.
- 30. júlí – Skyndskilnaðir að íslömskum hætti voru bannaðir á Indlandi.
Ágúst
[breyta | breyta frumkóða]- 1. ágúst – Danska heimskautarannsóknastöðin Polar Portal sagði frá því að 11 milljarðar tonna af ís hefðu bráðnað á einum degi á Grænlandsjökli.
- 2. ágúst – Bandaríkin drógu sig formlega út úr samningi um meðaldræg kjarnavopn sem þau höfðu gert við Sovétríkin árið 1987.
- 3. ágúst
- 23 létust í skotárás í Walmart-búð í El Paso í Texas.
- Hraðvagnakerfið Metrobuss hóf starfsemi í Þrándheimi í Noregi.
- 4. ágúst
- Sprengingin í Kaíró 2019: Bíll ók á þrjá aðra bíla og olli sprengingu sem kostaði 20 manns lífið.
- Skotárásin í Dayton 2019: Tíu létust, þar á meðal árásarmaðurinn, og 27 særðust í skotárás í Dayton, Ohio.
- 5. ágúst
- Ríkisstjórn Indlands afturkallaði sérstöðu Jammú og Kasmír í indversku stjórnarskránni.
- Mótmælin í Hong Kong 2019-2020: Fyrsta allsherjarverkfallið í Hong Kong frá 1967 hófst.
- 10. ágúst
- Tankbílasprengingin í Morogoro: Olíuflutningabíll sprakk í Morogoro í Tansaníu með þeim afleiðingum að 89 létust.
- Maður hóf skothríð í mosku í Bærum í Noregi með þeim afleiðingum að einn lést. Síðar kom í ljós að hann hafði áður myrt stjúpsystur sína.
- 11. ágúst
- Borgarastyrjöldin í Jemen: Aðskilnaðarsinnar í suðurhluta landsins hertóku borgina Aden og hröktu burt hina alþjóðlega viðurkenndu ríkisstjórn Abdrabbuh Mansur Hadi.
- Flóðin á Indlandi 2019: Yfir 100 létust í flóðum á Indlandi.
- 12. ágúst – Alþjóðaflugvellinum í Hong Kong var lokað vegna mótmælaöldunnar.
- 14. ágúst – Greta Thunberg sigldi af stað yfir Atlantshafið á skútunni Malizia II til að taka þátt í loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Hún kom þangað 2 vikum síðar.
- 16. ágúst – 20 flóttamenn biðu bana í loftárásum Rússa á Hass-flóttamannabúðirnar í Sýrlandi.
- 18. ágúst – Um 100 manns komu saman í minningarathöfn um jökulinn Ok á Íslandi.
- 21. ágúst
- Skógareldarnir í Amasón 2019: Brasilíska geimferðastofnunin sagði frá metfjölda skógarelda í Amasónfrumskóginum.
- Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, sagði af sér til að forðast vantraust.
- 26. ágúst – Lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson var dæmt til að greiða 572 milljónir dala í bætur vegna ópíóíðafaraldursins í Bandaríkjunum.
September
[breyta | breyta frumkóða]- 1. september – Fellibylurinn Dorian gekk á land á Bahamaeyjum þar sem 43 fórust.
- 2. september – 34 fórust þegar köfunarbáturinn MV Conception brann og sökk undan strönd Kaliforníu.
- 2. september – Íranska baráttukonan Sahar Khodayari kveikti í sér eftir að hafa verið handtekin fyrir að fara á knattspyrnuleik. Hún lést viku síðar.
- 4. september - Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna heimsækir Ísland ásamt konu sinni Karen Pence. Pence átti fund með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands. Guðni Th. og Pence funduðu í Höfða.
- 4. september – Mótmælin í Hong Kong: Carrie Lam, stjórnarformaður Hong Kong, lýsti yfir að umdeilt frumvarp um framsal brotafólks frá Hong Kong til meginlands Kína hefði verið dregið til baka.
- 10. september – Þingfrestunardeilan í Bretlandi 2019: Boris Johnson frestaði þingfundum þrátt fyrir hávær mótmæli þingmanna.
- 14. september – Drónaárás var gerð á tvær olíuhreinsistöðvar Aramco í Abqaiq og Khurais í Sádi-Arabíu. Hútífylkingin lýsti ábyrgð á hendur sér.
- 17. september – Þingkosningar fóru fram í Ísrael í annað skipti á einu ári. Líkt og fyrri kosningar ársins skiluðu kosningarnar hnífjafnri niðurstöðu milli Likud-flokksins og Bláhvíta bandalagsins.
- 20. september – Alþjóðlegt loftslagsverkfall fór fram um allan heim.
- 23. september – Rússland lögfesti Parísarsamkomulagið.
- 24. september – Nancy Pelosi lýsti því yfir að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hygðist hefja formlegt ákæruferli gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir mögulegt embættisbrot.
- 27. september – 4 milljónir tóku þátt í loftslagsverkfalli um allan heim. Greta Thunberg og Justin Trudeau leiddu mótmælagöngu í Kanada með 400.000 þátttakendum.
- 29. september – Fjórði áfangi neðanjarðarlestarkerfis Kaupmannahafnar, Cityringen, var opnaður.
- 29. september – Þingkosningar voru haldnar í Austurríki. Austurríski þjóðarflokkurinn undir forystu Sebastians Kurz vann um 37% atkvæða.
- 30. september – Brú Maríu Krónprinsessu sem liggur yfir Hróarskeldufjörð var opnuð fyrir umferð.
Október
[breyta | breyta frumkóða]- 1. október – Alþýðulýðveldið Kína fagnaði 70 ára afmæli kommúnistastjórnar landsins.
- 1. október – 5. október: Að minnsta kosti 90 manns létu lífið í mótmælum gegn ríkisstjórn Íraks.
- 6. október – Þingkosningar voru haldnar í Portúgal. Sósíalistaflokkurinn undir forystu António Costa vann sigur með um 36,65% atkvæða.
- 9. október
- Her Tyrklands hóf innrás á yfirráðasvæði Rojava í Norður-Sýrlandi í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að Bandaríkjaher myndi ekki skipta sér að hernaðaraðgerðum Tyrkja á svæðinu.
- Tveir létust í hryðjuverkaárás á sýnagógu í Halle á Þýskalandi á jom kippúr-hátíðinni.
- 13. október
- Kais Saied var kjörinn forseti Túnis í annarri umferð forsetakosninga þar í landi.
- Þingkosningar fóru fram í Póllandi. Ríkisstjórn Laga og réttlætis vann sigur og viðhélt hreinum þingmeirihluta sínum.
- 14. október – Leiðtogar katalónskra sjálfstæðissinna voru dæmdir í fangelsi fyrir að lýsa yfir aðskilnaði Katalóníu frá Spáni árið 2017.
- 19. október – Sebastián Piñera, forseti Síle, lýsti yfir neyðarástandi vegna fjöldamótmæla Sílemanna gegn verðhækkun á lestarmiðum.
- 21. október – Þingkosningar voru haldnar í Kanada. Frjálslyndi flokkurinn undir stjórn Justin Trudeau forsætisráðherra vann flest þingsæti en tapaði þó hreinum þingmeirihluta sínum.
- 24. október – Lík spænska einræðisherrans Francisco Franco var fjarlægt úr grafarminnismerki í Dal hinna föllnu og endurgreftrað í kirkjugarði í Madríd.
- 27. október
- Forsetakosningar voru haldnar í Argentínu. Sitjandi forsetinn Mauricio Macri tapaði endurkjöri fyrir mótframbjóðandanum Alberto Fernández.
- Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi íslamska ríkisins, var drepinn í árás sérsveita Bandaríkjahers í Sýrlandi.
- 29. október – Saad Hariri, forsætisráðherra Líbanon, sagði af sér vegna fjöldamótmæla í landinu.
Nóvember
[breyta | breyta frumkóða]- 4. nóvember – LeBarón- og Langford-morðin: Níu Bandaríkjamenn voru myrtir af mexíkósku glæpagengi er þeir óku til brúðkaups rétt sunnan við landamærin.
- 5. nóvember - Flugfélagið Play var stofnað.
- 6. nóvember – Árásin í Fada N'gourma: 37 létust þegar byssumenn réðust á bílalest kanadíska námafyrirtækisins Semafo í Búrkína Fasó.
- 7. nóvember – Kongóski uppreisnarleiðtoginn Bosco Ntaganda var dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni af Alþjóðaglæpadómstólnum.
- 10. nóvember
- Evo Morales, forseti Bólivíu til þrettán ára, sagði af sér í skugga mótmæla gegn kosningamisferli í landinu.
- Þingkosningar voru haldnar á Spáni í annað skipti á árinu.
- 12. nóvember – WikiLeaks birti Samherjaskjölin (e. Fishrot Files) sem fjölluðu um meintar mútugreiðslur sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja til namibískra stjórnvalda í skiptum fyrir veiðileyfi við strendur Namibíu.
- 17. nóvember – Mótmælin í Hong Kong 2019-20: Lögreglu og mótmælendum lenti saman utan við Tækniháskóla Hong Kong.
- 19. nóvember – Google gaf út leikjaþjónustuna Stadia.
- 21. nóvember – Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, var ákærður fyrir spillingu.
- 23. nóvember
- Þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Bougainville fór fram. Yfirgnæfandi meirihluti kaus með sjálfstæði.
- Síðasti súmötrunashyrningurinn dó í Malasíu.
- 25. nóvember – Alþjóðaveðurfræðistofnunin gaf út að uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum hefði náð nýjum hæðum og engin merki væru um að hægðist á henni.
- 26. nóvember
- Jarðskjálftinn í Albaníu 2019: 51 lést og yfir 2.000 særðust þegar jarðskjálfti, 6,4 að stærð, reið yfir Norðvestur-Albaníu.
- Mótmælin í Chile 2019: Human Rights Watch og Amnesty International gáfu út skýrslur um alvarleg mannréttindabrot lögreglu í Chile gegn mótmælendum.
- 30. nóvember
- Adil Abdul-Mahdi, forsætisráðherra Íraks, sagði af sér í kjölfar mannskæðra mótmæla í landinu.
- Þungarokkssveitin Slayer spilaði sína síðustu tónleika.
Desember
[breyta | breyta frumkóða]- 1. desember – Ursula von der Leyen tók við embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
- 1. desember – Kórónaveirufaraldurinn: Fyrsta þekkta dæmið um smit í manni kom upp í Wuhan í Kína.
- 2. desember – Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna 2019 hófst í Madríd á Spáni þar sem forseti Chile hafði hafnað því að halda ráðstefnuna vegna mótmælanna í landinu.
- 5. desember – Skriðurnar í Búrúndí 2019: 26 fórust í skriðum í Búrúndí.
- 9. desember – Eldgos hófst á nýsjálensku eyjunni Whakaari/White Island með þeim afleiðingum að 20 fórust.
- 9. desember – Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin kaus samhljóða að útiloka Rússland frá alþjóðlegum keppnisíþróttum í 4 ár vegna ólöglegrar lyfjanotkunar.
- 10. desember – Sanna Marin varð yngsti forsætisráðherra heims, 34 ára gömul, þegar hún var kjörin leiðtogi Finnska sósíaldemókrataflokksins.
- 11. desember - Lög um ríkisborgararétt á Indlandi: Indverjar slaka á lögum um minnihlutartrúarhópa sem eru innflytjendur á Indlandi.
- 12. desember – Íhaldsflokkurinn undir forystu Borisar Johnson vann meirihluta í þingkosningum í Bretlandi.
- 17. desember – Fyrsta flugmóðurskipið sem smíðað var að öllu leyti í Kína, Shandong, hóf siglingar.
- 18. desember – Geimsjónaukanum CHEOPS var skotið á loft.
- 18. desember – Fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði Donald Trump Bandaríkjaforseta formlega fyrir valdníðslu og að hindra störf þingsins. Öldungadeildin felldi kæruna niður í febrúar árið eftir.
- 20. desember – Geimher Bandaríkjanna var stofnaður sem einn af átta heröflum landsins.
- 28. desember – 78 létust í bílsprengju á vegum al-Shabaab í Mógadisjú í Sómalíu.
- 30. desember – Yfirvöld í Kína tilkynntu að vísindamaðurinn He Jiankui, sem sagðist hafa skapað fyrstu erfðabreyttu börn heims, hefði verið dæmdur í lífstíðarfangelsi.
- 30. desember – Lengstu og dýpstu neðansjávargöng heims, Ryfylkegöngin, voru opnuð í Noregi.
- 31. desember – Íraskir skæruliðar og mótmælendur hlynntir stjórn Írans réðust á sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad.
- 31. desember – Kórónaveirufaraldurinn: Fyrstu opinberu fréttirnar bárust af nýjum kórónaveirufaraldri í Wuhan í Kína.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 14. janúar – Stefán Dan Óskarsson, íslenskur líkamsræktarfrömuður (f. 1947).
- 23. janúar – Loftur Jóhannesson, íslenskur vopnasali (f. 1930).
- 7. febrúar – Karólína Lárusdóttir, íslenskur myndlistamaður (f. 1944).
- 15. febrúar – Lee Radziwill, bandarísk yfirstéttarkona (f. 1933).
- 20. mars – Mary Warnock, breskur heimspekingur (f. 1924).
- 2. apríl:
- Jón Helgason, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1931).
- Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, íslenskur þroskaþjálfi (f. 1955).
- 12. apríl – Georgia Engel, bandarísk leikkona (f. 1948).
- 17. apríl – Alan García, fyrrum forseti Perú (f. 1949).
- 22. apríl – Hörður Sigurgestsson, íslenskur viðskiptafræðingur (f. 1938).
- 23. apríl – Jóhann, fyrrum stórhertogi Lúxemborgar (f. 1921).
- 13. maí – Doris Day, bandarísk leikkona og söngkona (f. 1922).
- 16. maí:
- 20. maí – Niki Lauda, austurrískur kappakstursbílstjóri (f. 1949).
- 1. júní – Michel Serres, franskur heimspekingur (f. 1930).
- 14. júní – Atli Magnússon, íslenskur rithöfundur (f. 1944).
- 17. júní:
- Gloria Vanderbilt, bandarísk yfirstéttarkona (f. 1924).
- Múhameð Morsi, fyrrum forseti Egyptalands (f. 1951).
- 21. júní – Dimitris Kristófías, fyrrum forseti Kýpur (f. 1946).
- 9. júlí – Ross Perot, bandarískur viðskiptamaður og forsetaframbjóðandi (f. 1930).
- 15. júlí – Þorsteinn Ingi Sigfússon, íslenskur eðlisfræðingur (f. 1954).
- 22. júlí – Li Peng, fyrrum forsætisráðherra Kína (f. 1928).
- 25. júlí – Beji Caid Essebsi, forseti Túnis (f. 1926).
- 5. ágúst – Toni Morrison, bandarískur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1931).
- 10. ágúst – Jeffrey Epstein, bandarískur fjárfestir og kynferðisbrotamaður (f. 1953).
- 16. ágúst – Peter Fonda, bandarískur leikari (f. 1940).
- 6. september – Robert Mugabe, fyrrum forseti Simbabve (f. 1924).
- 19. september – Zine El Abidine Ben Ali, fyrrum forseti Túnis (f. 1936).
- 26. september – Jacques Chirac, fyrrum forseti Frakklands (f. 1932).
- 5. október – Tome, belgískur myndasöguhöfundur (f. 1957).
- 27. október – Abu Bakr al-Baghdadi, íraskur hryðjuverkamaður (f. 1971).
- 28. október – Gunnar Karlsson, íslenskur sagnfræðingur (f. 1939).
- 29. október – Birgir Ísleifur Gunnarsson, íslenskur stjórnmálamaður og seðlabankastjóri (f. 1936).
- 3. nóvember – Yvette Lundy, frönsk andspyrnukona og kennari (f. 1916).
- 29. nóvember – Yasuhiro Nakasone, fyrrum forsætisráðherra Japans (f. 1918).
- 5. desember – George J. Laurer, bandarískur verkfræðingur (f. 1925).
- 28. desember – Vilhjálmur Einarsson, skólastjóri og frjálsíþróttamaður (f. 1934).
- 31. desember – Guðrún Ögmundsdóttir íslenskur félagsráðgjafi, borgarfulltrúi í Reykjavík og alþingismaður (f. 1950).
Nóbelsverðlaunin
[breyta | breyta frumkóða]- Bókmenntir: Peter Handke
- Efnafræði: John B. Goodenough, M. Stanley Whittingham og Akira Yoshino
- Friðarverðlaun: Abiy Ahmed
- Hagfræði: Abhijit Banerjee, Esther Duflo og Michael Kremer.
- Eðlisfræði: James Peebles, Michel Mayor og Didier Queloz
- Lífeðlis- og læknisfræði: William G. Kaelin, Peter J. Ratcliffe og Gregg L. Semenza