Hatari
Hatari | |
---|---|
![]() Hatari í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva | |
Upplýsingar | |
Uppruni | Ísland, Reykjavík |
Ár | 2016 – |
Stefnur | industrial, rafteknó |
Meðlimir | Matthías Haraldsson Klemens Hannigan Einar Stefánsson |
Vefsíða | http://www.hatari.is |
Hatari er íslensk hljómsveit (eða margmiðlunarverkefni) sem var stofnuð árið 2015. Sveitin flytur raftónlist/iðnaðarteknó, með ádeilutexta og líflega sviðsframkomu með BDSM-ívafi. Fyrst kom sveitin saman á Iceland Airwaves árið 2016. Hatari var valin besta tónleikahljómsveit ársins 2017 af tímaritinu Reykjavík Grapevine.
Hugðarefni sveitarinnar eru að eigin sögn: Dauðinn, umbylting á samfélagi manna, tilgerðin sem felst í mannlegri tilveru, neyslusamfélagið og heimsendir.[1]
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva[breyta | breyta frumkóða]
Árið 2019 vann Hatari forkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á Íslandi.[2] Hljómsveitin hélt út til Ísraels og vakti þar talsverða athygli. Þrír dansarar komu fram með hópnum. Hatara voru settar línur af framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar að ganga ekki of langt í pólitískum yfirlýsingum.
Hatari endaði í 10. sæti í keppninni. Þegar stigagjöf áhorfenda var gefin dró hljómsveitin upp borða með palestínska fánanum. Í kjölfarið gaf sveitin út lag og myndband með samkynhneigðum palestínumanni, Bashar Murad [3]
Neyslutrans[breyta | breyta frumkóða]
Í janúar 2020 gaf sveitin út sína fyrstu breiðskífu, Neyslutrans og myndband fyrir smáskífuna Engin Miskunn. [4]. Sveitin hélt útgáfutónleika í Austurbæ og til stóð að halda á Evróputúrinn Europe Will Crumble með Cyber sem upphitunarhljómsveit. Það frestaðist vegna Covid.
Meðlimir[breyta | breyta frumkóða]
- Klemens Hannigan
- Matthías Haraldsson
- Einar Stefánsson
Dansarar[breyta | breyta frumkóða]
- Sólbjört Sigurðardóttir
- Sigurður Andrean Sigurgeirsson
- Ástrós Guðjónsdóttir
Útgáfur[breyta | breyta frumkóða]
Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]
- Neyslutrans (2020)
Stuttskífur[breyta | breyta frumkóða]
- Neysluvara (2017)
Smáskífur[breyta | breyta frumkóða]
- Ódýr (2017)
- X (2017)
- Spillingardans (2019)
- Hatrið mun sigra (2019)
- Klefi / Samed (2019)
- Klámstrákur (2019)
- Engin Miskunn (2020)
- Dansið eða deyjið (2022)
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Hatari afhjúpa svikamyllu hversdagsins Rúv, skoðað 2. mars, 2019.
- ↑ Hatari vann Söngvakeppnina Vísir, skoðað 3. mars, 2019
- ↑ Nýt lag frá Hatara Rúv, skoðað 24. maí, 2019.
- ↑ Hatari heimtir alla Rúv, skoðað 21. feb, 2020.