Bougainville

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Bougainville
Fáni Bougainville Skjaldarmerki Bougainville
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Friður, eining og framfarir
Þjóðsöngur:
My Bougainville
Staðsetning Bougainville
Höfuðborg Buka
Opinbert tungumál enska (opinbert) og tok pisin
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti John Momis
Sjálfstæði frá Papúu
 - Yfirlýst 2002 
 - Atkvæðagreiðsla 2019 
Flatarmál
 - Samtals

9.384 km²
Mannfjöldi
 - Samtals (2011)
 - Þéttleiki byggðar

259.358
/km²
VÞL (2018) Increase2.svg 0.580
Gjaldmiðill Papúskur kina (PGK)
Tímabelti UTC+11
Landsnúmer 675

Sjálfstjórnarhéraðið Bouganville er sjálfstjórnarhérað innan Papúu Nýju-Gíneu. Það er norðvestan við Salómonseyjar. Það samastendur af samnefndri eyju, eyjunni Buka og ýmsum smáeyjum. Höfuðborgin er í dag Buka en Arawa verður hugsanlega höfuðstaðurinn í framtíðinni.[1]

Árið 2011 bjuggu um 250.000 manns á eyjunum. Á eyjunum eru töluð fjöldamörg tungumál, bæði ástrónesísk mál og austurpapúsk mál. Margar pólýnesískar úteyjar heyra undir Bougainville þar sem pólýnesísk mál eru töluð. Því er tok pisin notað sem samskiptamál (lingua franca) og enska notuð sem opinbert mál. Landfræðilega eru bæði Bougainville og Buka hluti af Salómonseyjum, þótt þau séu ekki hluti af ríkinu Salómonseyjum. Áður fyrr voru eyjarnar þekktar sem Norður-Salómonseyjar.

Söguágrip[breyta | breyta frumkóða]

Fólk hefur búið á eyjunum í að minnsta kosti 29.000 ár. Á nýlendutímanum var eyjunum stýrt af Þjóðverjum, Áströlum, Japönum og Bandaríkjamönnum á ólíkum tímum. Nafnið kemur hins vegar frá frönskum flotaforingja, Antoine de Bougainville, sem kom þangað 1768.[2]

Aðskilnaðarhreyfing hófst á Bougainville á 7. áratug 20. aldar og lýst var yfir stofnun Lýðveldisins Norður-Salómonseyja þegar Papúa Nýja-Gínea fékk sjálfstæði árið 1975. Næsta ár tók Papúa Nýja-Gínea yfir stjórn Bougainville. Borgarastríð 1988–1998 leiddi til dauða 20.000 manna. Helsta ástæða þess var deila um koparnámur. Friðarsamningarnir fólu í sér að Bougainville varð sjálfstjórnarhérað í upphafi 21. aldar. Árið 2019 var haldin kosning um hvort fólk vildi þar sjálfstæði eða halda tengslum við Papúu. Svo fór að 98% völdu sjálfsstæði. Papúa á hins vegar eftir að viðurkenna það sem og alþjóðasamfélagið.

Landfræði[breyta | breyta frumkóða]

Kort.

Sjálfstjórnarhéraðið Bougainville nær yfir Norður-Salómonseyjar. Langstærsta eyjan í eyjaklasanum er Bougainville. Landamæri Papúu Nýju-Gíneu og Salómonseyja liggur um 9 km langt sund sunnan við Bougainville. Norðan við eyjuna skilur mjótt sund Bougainville frá eyjunni Buka. Þar norður af eru margar afskekktari smáeyjar og rif:

Eyjarnar eru samtals 9.384 ferkílómetrar að stærð.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. The Report: Papua New Guinea 2016 (enska). Oxford Business Group. 19. september 2016. ISBN 978-1-910068-64-9.
  2. Dunmore, John (1. mars 2005). Storms and Dreams: Louis de Bougainville: Soldier, Navigator, Statesmen (enska). Exisle Publishing. ISBN 978-1-77559-236-5.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]