Bougainville
Bougainville | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: Friður, eining og framfarir | |
Þjóðsöngur: My Bougainville | |
![]() | |
Höfuðborg | Buka |
Opinbert tungumál | enska (opinbert) og tok pisin |
Stjórnarfar | Lýðveldi
|
Forseti | John Momis |
Sjálfstæði | frá Papúu |
- Yfirlýst | 2002 |
- Atkvæðagreiðsla | 2019 |
Flatarmál - Samtals |
9.384 km² |
Mannfjöldi - Samtals (2011) - Þéttleiki byggðar |
259.358 /km² |
VÞL (2018) | ![]() |
Gjaldmiðill | Papúskur kina (PGK) |
Tímabelti | UTC+11 |
Landsnúmer | 675 |
Sjálfstjórnarhéraðið Bouganville er sjálfstjórnarhérað innan Papúu Nýju-Gíneu. Það er norðvestan við Salómonseyjar. Það samastendur af samnefndri eyju, eyjunni Buka og ýmsum smáeyjum. Höfuðborgin ber nafnið Buka en Arawa verður hugsanlega höfuðstaðurinn í framtíðinni.
Fólk hefur búið á eyjunum í a.m.k. 29.000 ár. Evrópubúar komu fyrst þangað á 17. öld. Á nýlendutímanum var eyjunum stýrt af Þjóðverjum, Áströlum, Japönum og Bandaríkjamönnum. Nafnið kemur hins vegar frá frönskum landnema; Antoine de Bougainville.
Borgarastríð 1988–1998 leiddi til dauða 20.000 manna. Helsta ástæða þess var deila um koparnámur. Í upphafi 21. aldar fékk Bougainville sjálfsstjórn frá Papúu og árið 2019 var haldin kosning um hvort fólk vildi þar sjálfstæði eða halda tengslum við Papúu. Svo fór að 98% völdu sjálfsstæði. Papúa á hins vegar eftir að viðurkenna það sem og alþjóðasamfélagið.
Á eyjunum eru um 70% kristnir og eru þar töluð fjöldamörg tungumál. Því er tok pisin notað sem sameiginlegt mál (lingua franca) og enska notuð sem opinbert mál.
Heimild[breyta | breyta frumkóða]
- Fyrirmynd greinarinnar var „Autonomous Region of Bougainville“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 12 des. 2019.