Meghan, hertogaynja af Sussex

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Meghan, hertogaynja af Sussex
Meghan, hertogaynja af Sussex
Meghan, hertogaynja af Sussex
Fædd
Rachel Meghan Markle

4. ágúst 1981 (1981-08-04) (42 ára)
StörfLeikkona
MakiHarry Bretaprins (g. 2018)
BörnArchie Mountbatten-Windsor (f. 2019), Lilibet Mountbatten-Windsor (f. 2021)
Undirskrift

Meghan, hertogaynja af Sussex (fædd 4. ágúst 1981 sem Rachel Meghan Markle) er fyrrum leikkona og eiginkona Harrys Bretaprins. Hún fæddist og ólst upp í Los Angeles í Kaliforníu. Árin 2011–2017 lék hún hlutverki Rachel Zane í sjónvarpsþættinum Suits.

Þann 19. maí 2018 giftist hún Harry Bretaprins í Windsor-kastala og hætti ferli sínum sem leikkona. Við giftingu sína við Harry fékk hún nafnbótina hertogaynja af Sussex. Mikið var rætt um félagslega mikilvægi þess að kona af fleiri en einum kynþætti yrði meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar í aðdraganda brúðkaupsins.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.