Addis Ababa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Staðsetning Addis Ababa í Eþíópíu.

Addis Ababa (amharíska: አዲስ አበባ) er höfuðborg Eþíópíu. Hún er stærsta borg Eþíópíu, með íbúafjöldann 3.384.569 árið 2007. Á stórborgarsvæði hennar búa um 4,4 milljónir. Höfuðstöðvar Afríkusambandsins eru í borginni. Borgin er oft nefnd sem "pólitísk höfuðborg Afríku" vegna sögulegrar og pólitísku mikilvægi hennar fyrir heimsálfuna. Borgin er fjölmenningarleg, um 80 tungumál eru töluð í borginni sem tilheyra víðum hópi trúarlegra samfélaga. Háskólinn í Addis Ababa, Stofnun Afrískra samfélaga í efnafræði (FASC) og fjölmiðlastofnun Afríku (HAPI) eru öll í borginni.

Addis Ababa var stofnuð árið 1886 að undirlagi Meneliks 2. Eþíópíukeisara. Menelik vildi hafa stjórnsýslulegar bækistöðvar í miðju ríkis síns, sem hafði þanist talsvert út með landvinningum hans gagnvart nágrannaþjóðunum. Þar sem Addis Ababa reis var áður Orómó-þorpið Finfinne.[1]

Landafræði[breyta | breyta frumkóða]

Borgin er í 2.300 metra hæð og er grasland við rætur fjallsins Entoto. Frá lægsta punkti borgarinnar, við Bole alþjóðaflugvöllinn í 2.326 metra hæð hækkar borgin yfir 3.000 metra í fjöllunum til norðurs.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Felix Ólafsson (1974). Bókin um Eþíópíu. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. bls. 146.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.