Eyjasund

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Eyjasund getur líka átt við þorpið Eyjasund á Hjaltlandseyjum.

Eyjasund er það afrek að synda á milli Vestmannaeyja og Landeyjasands, en það eru rétt rúmir 10 km þar sem styst er á milli lands og eyja.

Fimm sundmenn hafa synt Eyjasund en iðulega hefst sundið frá Eiðinu í Heimaey sem er á milli Klifsins og Heimakletts.

Dagsetning Sundmaður Sundaðferð Sundtími Hitastig sjávar Athugasemd
13. júlí 1959 Eyjólfur Jónsson Bringusund 5 klst. og 26 mín. 11-11,5°c Smurður ullarfeiti, líklega um 9 kg.
21. júlí 1961 Axel Kvaran Bringusund 4 klst. og 25 mín. 10,5°c Smurður 11-12 kg af ullarfeiti.

Var tekinn um borð í bát þegar hann átti um 150 metra eftir í land vegna mikils brims.

30. ágúst 2003 Kristinn Magnússon Skriðsund 4 klst. og 5 mín. 12,3°c Synti í blautbúningi
4. ágúst 2016 Jón Kristinn Þórsson Skriðsund 7 klst. og 21 mín. 12°c Smurður með 2 kg af ullarfeiti og vaselíni
23. júlí 2019 Sigrún Þuríður Geirsdóttir Skriðsund 4 klst. og 31 mín. 11,6-12,6°c Smurð með 0,7 kg af ullarfeiti og vaselíni.

Sigrún er frænka Eyjólfs Jónssonar sem synti þetta sund 60 árum fyrr

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]