Eyjasund

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Eyjasund er það afrek að synda á milli Vestmannaeyja og Landeyjasands, en það eru rétt rúmir 10 km þar sem styst er á milli lands og eyja.

Sex sundmenn hafa synt Eyjasund en iðulega hefst sundið frá Eiðinu í Heimaey sem er á milli Klifsins og Heimakletts.

Dagsetning Sundmaður Sundaðferð Sundtími Hitastig sjávar Athugasemd
13. júlí 1959 Eyjólfur Jónsson Bringusund 5 klst. og 26 mín. 11-11,5°c Smurður ullarfeiti, líklega um 9 kg.[1]
21. júlí 1961 Axel Kvaran Bringusund 4 klst. og 25 mín. 10,5°c Smurður 11-12 kg af ullarfeiti.

Var tekinn um borð í bát þegar hann átti um 150 metra eftir í land vegna mikils brims.[2]

30. ágúst 2003 Kristinn Magnússon Skriðsund 4 klst. og 5 mín. 12,3°c Synti í blautbúningi[3]
4. ágúst 2016 Jón Kristinn Þórsson Skriðsund 7 klst. og 21 mín. 12°c Smurður með 2 kg af ullarfeiti og vaselíni[4]
23. júlí 2019 Sigrún Þuríður Geirsdóttir Skriðsund 4 klst. og 31 mín. 11,6-12,6°c Smurð með 0,7 kg af ullarfeiti og vaselíni.

Sigrún er fyrsta konan til að synda þetta sund en hún er frænka Eyjólfs Jónssonar sem synti þetta sund fyrstur manna 60 árum fyrr.[5]

22. júlí 2022 Sigurgeir Svanbergsson Skriðsund 7 klst. og 2 mín. 10,2°c Synti í Neophrene sundskýlu.

Smurður með um 0,5 kg af ullarfeiti og vaselíni[6]

Í kjölfar þess að Sigrún Þuríður synti Eyjasundið fyrst kvenna og í tilefni þess að Vestmannaeyjabær fagnaði 100 ára kaupstaðarafmæli sínu árið 2019 ákvað bæjarráð Vestmannaeyja 30. júlí 2019 að láta útbúa sérstakan Eyjasundsbikar þar sem fram koma nöfn þeirra sem þreytt hafa umrætt sund.[7]

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja afhenti Sigrúnu Þuríði bikarinn í fyrsta sinn þann 1. desember 2019. Auk Sigrúnar var Kristinn Magnússon, sem var sá þriðji til að synda Eyjasundið, viðstaddur og fengu þau bæði viðurkenningarskjöl. Auk þess var útbúinn sérstakur upplýsingaskjöldur um Eyjasundið þar sem fram koma nöfn þeirra sem synt hafa þetta sund og verður skjöldurinn settur upp í sundlaug Vestmannaeyja.[8]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Þjóðviljinn - 149. tölublað (17.07.1959) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 23. júlí 2022.
  2. „Vísir - 164. Tölublað (21.07.1961) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 23. júlí 2022.
  3. „Morgunblaðið - 236. tölublað (02.09.2003) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 23. júlí 2022.
  4. „Fréttir - Eyjafréttir - 32. tölublað (10.08.2016) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 23. júlí 2022.
  5. „Sigrún Geirsdóttir synti Eyjasund fyrst kvenna - Vísir“. visir.is. Sótt 23. júlí 2022.
  6. „Stífur, teygður og togaður eftir langt sund frá Eyjum“. RÚV. 23. júlí 2022. Sótt 23. júlí 2022.
  7. „Eyjasundsbikarinn“. vestmannaeyjar.is. Sótt 4. desember 2019.
  8. „Eyjasundsbikarinn afhentur í fyrsta skipti | sunnlenska.is“. 4. desember 2019. Sótt 4. desember 2019.

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]