Play

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
PLAY
Rekstrarform Einkahlutafélag
Stofnað Nóvember 2019
Staðsetning Hafnarfjörður, Ísland
Lykilmenn Arnar Már Magnússon, Sveinn Ingi Steinþórsson
Starfsemi Flugfélag

Play er fyrirhugað íslenskt lággjaldaflugfélag. Það ætlaði sér upphaflega að hefja flug vorið 2020. Í nóvember 2020 hafði félagið enn ekki fengið flugrekstrarleyfi en lýsti yfir því að það hefði í hyggju að hefja flug á öðrum ársfjórðungi 2021.[1]

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Tveir stjórnarmenn WOW air, Arnar Már Magnússon og Sveinn Ingi Steinþórsson lýstu því yfir í júlí 2019 að nýtt flugfélag væri í bígerð og var vinnuheitið WAB (We are back). Fjármögnun félagsins kemur 80 prósent erlendis frá en 20 prósent frá Íslandi.

Flugfélagið áætlaði upphaflega að það hefði 14 áfangastaði í Evrópu og Bandaríkjunum[2] og að fyrstu áfangastaðirn­ir yrðu Kaupmannahöfn, London, París, Berlín, Alicante og Tenerife.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Play fær úthlutuð lendingarleyfi“. www.mbl.is . Sótt 25. febrúar 2021.
  2. WAB air verður Play og í rauðu Rúv, skoðað 12. nóv. 2019.
  3. Fjór­ar höfuðborg­ir og tveir sól­ar­ferðastaðir Mbl.is, skoðað 23. des, 2019
  Þessi Íslandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.