Scott Morrison
Scott Morrison | |
---|---|
![]() | |
Forsætisráðherra Ástralíu | |
Í embætti 24. ágúst 2018 – 23. maí 2022 | |
Þjóðhöfðingi | Elísabet 2. |
Landstjóri | Sir Peter Cosgrove David Hurley |
Forveri | Malcolm Turnbull |
Eftirmaður | Anthony Albanese |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 13. maí 1968 Sydney, Nýja Suður-Wales, Ástralíu |
Þjóðerni | Ástralskur |
Stjórnmálaflokkur | Frjálslyndi flokkurinn |
Maki | Jenny Warren |
Börn | 2 |
Háskóli | Háskólinn í Nýja Suður-Wales |
Scott John Morrison (f. 13. maí 1968) er ástralskur stjórnmálamaður og fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu. Hann er formaður Frjálslynda flokksins og var fjármálaráðherra Ástralíu frá 2015 til 2018.
Morrison fæddist í Sydney og nam efnahagslandafræði við Háskólann í Nýja Suður-Wales. Hann var framkvæmdastjóri ferðamanna- og íþróttaskrifstofu Nýja-Sjálands frá 1998 til 2000 og var síðan framkvæmdastjóri áströlsku ferðamannaskrifstofunnar frá 2004 til 2006. Morrison var jafnframt héraðsformaður Frjálslynda flokksins í Nýja Suður-Wales frá 2000 til 2004.
Morrison var kjörinn á ástralska þingið fyrir Cook-kjördæmi árið 2007. Eftir að bandalag Frjálslynda flokksins vann kosningasigur árið 2013 var Morrison útnefndur ráðherra innflutnings- og landvarnarmála í ríkisstjórn Tony Abbott.[1] Í því embætti bar hann ábyrgð á aðgerðum til að koma í veg fyrir komu ólöglegra innflytjenda til Ástralíu. Þegar stjórnin var stokkuð upp árið 2014 varð Morrison félagsmálaráðherra.[2] Hann varð síðan fjármálaráðherra árið 2015 þegar Malcolm Turnbull varð forsætisráðherra.[3]
Í ágúst árið 2018 skoraði Peter Dutton Turnbull á hólm í formannskjöri Frjálslynda flokksins. Turnbull sigraði Dutton en flokkurinn var áfram klofinn í afstöðu sinni til formennsku hans og því var kallað til annarra formannskosninga síðar sama ár og Turnbull ákvað að bjóða sig ekki fram. Í formannskjörinu sigraði Morrison Dutton og Julie Bishop og var kjörinn formaður Frjálslynda flokksins. Hann tók við embætti sem forsætisráðherra Ástralíu síðar sama dag.[4] Morrison og Frjálslyndi flokkurinn unnu síðan óvæntan sigur gegn stjórnarandstöðunni í þingkosningum árið 2019.[5]
Frjálslyndi flokkurinn tapaði þingkosningum í maí 2022 og Anthony Albanese, leiðtogi Verkamannaflokksins, tók því við af Morrison sem forsætisráðherra.
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ „Tony Abbott's cabinet and outer ministry“. The Sydney Morning Herald. 16. september 2013. Sótt 20. maí 2019.
- ↑ „Dutton to immigration in reshuffle“. News.com.au. 21. desember 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 16 október 2015. Sótt 20 maí 2019.
- ↑ Murphy, Katharine 20. september 2015, „Malcolm Turnbull unveils his ministry". The Guardian. Skoðað 20. september 2015.
- ↑ „Scott Morrison wins Liberal party leadership spill". Nine News. 24. ágúst 2018. Skoðað 24. ágúst 2018.
- ↑ Belot, Henry (19. maí 2019). „Federal election result: Scott Morrison says 'I have always believed in miracles' as Coalition retains power“. Australian Broadcasting Corporation.
Fyrirrennari: Malcolm Turnbull |
|
Eftirmaður: Anthony Albanese |