Samherji

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Samherji hf.
Rekstrarform Hlutafélag
Slagorð
Hjáheiti
Stofnað 1972
Stofnandi
Örlög
Staðsetning Glerárgötu 30, 600 Akureyri, Íslandi
Lykilmenn Björgólfur Jóhanns­son forstjóri (starfandi)
Starfsemi Sjávarútvegsfélag
Heildareignir
Tekjur
Hagnaður f. skatta
Hagnaður e. skatta
Eiginfjárhlutfall
Móðurfyrirtæki
Dótturfyrirtæki
Starfsmenn
Vefsíða samherji.is

Samherji hf. er íslenskt sjávarútvegsfélag. Samherji er eitt af umfangsmestu fyrirækjum í íslenskum sjávarútvegi og byggir rekstur sinn meðal annars á „sjófrystingu, landvinnslu á bolfiski, fiskeldi og markaðs- og sölustarfsemi“.[1] Árið 2018 átti Samherji 6,3% af aflahlutdeild í íslenskri útgerð samkvæmt kvótakerfinu; næstmest íslenskra útgerðarfyrirtækja á eftir HB Granda.[2]

Þann 12. nóvember árið 2019 birti WikiLeaks þúsundir gagna og tölvupósta frá starfsmönnum Samherja sem gáfu til kynna að fyrirtækið hefði greitt milljónir króna í mútufé til stjórnmálamanna og embættismanna í Namibíu í skiptum fyrir aðgang að fiskveiðikvóta á miðum Namibíu.[3] Sama dag staðhæfði Jóhannes Stefánsson, fyrrum starfsmaður Samherja í Namibíu, í viðtali í þættinum Kveiki á Ríkisútvarpinu, að formaður og stærsti hluthafi fyrirtækisins, Þorsteinn Már Baldvinsson, hefði skipað mútugreiðslurnar.[4] Þann 13. nóvember sögðu sjávarútvegsráðherra og dómsmálaráðherra Namibíu, Bernhardt Esau og Sacky Shanghala, af sér vegna tengsla þeirra við málið.[5] Þorsteinn Már steig tímabundið til hliðar sem forstjóri fyrirtækisins þegar innri rannsókn hófst á ætluðum brotum þess og Björgólfur Jóhanns­son tók við til bráðabirgða.[6]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Fyrirtækið“. Samherji. Sótt 13. nóvember 2019.
  2. „Aflahlutdeild stærstu útgerða“. Fiskistofa. 5. mars 2018. Sótt 13. nóvember 2019.
  3. Helgi Seljan; Aðalsteinn Kjartansson. „Það sem Samherji hafði að fela“. RÚV. Sótt 13. nóvember 2019.
  4. Ingi Freyr Vilhjálmsson (12. nóvember 2019). „Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu“. Stundin. Sótt 13. nóvember 2019.
  5. Steindór Grétar Jónsson (13. nóvember 2019). „Namibísku ráðherrarnir segja af sér“. Stundin. Sótt 13. nóvember 2019.
  6. Þórður Snær Júlíusson (14. nóvember 2019). „Þorsteinn Már stígur til hliðar sem forstjóri Samherja“. Kjarninn. Sótt 14. nóvember 2019.
Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.