Liverpool Football Club er ensktknattspyrnufélag sem var stofnað árið 1892 og hefur spilað á Anfield, Liverpool frá upphafi. Liðinu er nú stjórnað af Þjóðverjanum Jürgen Klopp.
Liverpool hefur unnið 19 titla í efstu deild, 8 FA-bikara, 9 deildarbikara, 15 samfélagsskildi. Í Evrópu hefur liðið unnið 3 Europa League titla, 6 Meistaradeildartitla, 4 ofurbikara. Auk þess vann félagið 1 FIFA Club World Cup.
Félagið varð Englandsmeistari árið 2020 í fyrsta skipti í 30 ár og vann Meistaradeild Evrópu árið 2019. Frá 2018 til 2022 komst liðið þrisvar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Eftir nær 3 og hálft ár þar sem félagið tapaði ekki leik á Anfield þá tapaði það 6 leikjum í röð tímabilið 2020-2021 sem er met. Á 8. og 9. áratugunum var sigurganga liðsins mikil, leikmenn eins og Bill Shankly, Bob Paisley, Joe Fagan og Kenny Dalglish færðu liðinu 11 titla og 4 Evrópubikara. Helsti rígur liðsins er gegn Manchester United og Everton. Lag liðsins og slagorð er "You'll Never Walk Alone" sem var frægt með hljómsveitinni Gerry and the Pacemakers á 6. áratug 20. aldar.