Norðurskautsráðið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Aðildarríki eru ljósblá en ríki með áheyrnarfulltrúa eru dökkblá.

Norðurskautsráðið er samstarfsvettvangur ríkisstjórna þeirra landa sem liggja á eða að Norðurslóðum. Drög að slíku samstarfi voru lögð 1991 með Rovaniemi-ferlinu sem gengur út á samstarf um umhverfismál á Norðurslóðum. Norðurskautsráðið var síðan stofnað með Ottawa-yfirlýsingunni 1996. Ályktanir ráðsins hafa fyrst og fremst gengið út á umhverfismál, einkum loftslagsbreytingar, en á síðustu árum hefur verið rætt um að ráðið fjalli líka um álitamál varðandi nýtingu auðlinda og landakröfur á Norðurslóðum.

Aðildarríki[breyta | breyta frumkóða]

Einnig eiga samtök eftirfarandi sex frumbyggjahópa fastafulltrúa í ráðinu: Alþjóðasamtök Aleúta, Alþjóðarráð Gwich'inþjóðarinnar, Norðurskautsráð Atabaksa, Norðurskautlæg svæðissamtök Inúíta (Svæðissamtök Inúíta á norðurslóðum), Samtök þjóða í Rússlandi sem eiga uppruna sinn á norðurslóðum og Samaráðið.

Starfssemi Norðurskautsráðsins miðar að því að vernda umhverfi norðurskautssvæðisins og vinna að velfarnaði íbúa þess í efnahagslegu, félagslegu og menningarlegu tilliti.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]