Mohamed Salah
Mohamed Salah | ||
![]() | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Mohamed Salah Ghaly | |
Fæðingardagur | 15. júní 1992 | |
Fæðingarstaður | Nagrig, Egyptaland | |
Hæð | 1,75m | |
Leikstaða | Sóknarmaður | |
Núverandi lið | ||
Núverandi lið | Liverpool FC | |
Númer | 11 | |
Yngriflokkaferill | ||
2006-2010 | El Mokawloon | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
2010-2012 2012-2014 2014-2016 2015 2015-2016 2016-2017 2017- |
El Mokawloon FC Basel Chelsea F.C. → Fiorentina (lán) → A.S. Roma (lán) A.S. Roma Liverpool FC |
38 (11) 47 (9) 13 (2) 16 (6) 34 (14) 31 (15) 118 (82) |
Landsliðsferill2 | ||
2010-2011 2011-2012 2011- |
Egyptaland U20 Egyptaland U21 Egyptaland |
11 (3) 11 (4) 68 (43) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Mohamed Salah Ghaly (fæddur 15. júní 1992) er egypskur knattspyrnumaður sem spilar fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og egypska landsliðinu. Hann spilar oftast sem hægri vængmaður og er með hraðan og fiman leikstíl. Í Evrópu spilaði Salah með FC Basel, Chelsea FC, Fiorentina og Roma áður en hann hélt til Liverpool.
Liverpool[breyta | breyta frumkóða]
2017-2018
Salah varð fyrsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar til að verða leikmaður mánaðarins þrisvar á tímabili. [1]. Hann keppti við Harry Kane um að verða markakóngur tímabilsins og sló markametið í úrvalsdeildinni á einu tímabili; 32 mörk. Salah skoraði 4 mörk í leik gegn Watford í mars. Hann var valinn afríski leikmaður ársins 2017 [2] og leikmaður tímabilsins af samtökum leikmanna (PFA) [3] og leikmaður úrvalsdeildarinnar á tímabilinu.
Salah varð þriðji Liverpool leikmaðurinn sem hefur náð 40 mörkum á tímabili, ásamt Ian Rush og Roger Hunt. [4]
2018-2019
Sumarið 2018 gerði Salah 5 ára samning við Liverpool. Hann varð í þriðja sæti yfir leikmann ársins 2018 í verðlaunum FIFA. Einnig átti hann mark ársins (gegn Everton). [5]
Salah skoraði 22 mörk á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni og deildi markakóngstitlinum með Sadio Mané og Pierre Emerick-Aubameyang.
2019-2020
Salah varð Englandsmeistari með Liverpool árið 2020 seint um sumarið á tímabili sem var seinkað vegna Covid-19.
Hann varð fyrsti Liverpool leikmaðurinn til að skora 20 mörk í öllum keppnum 3 tímabil í röð síðan Michael Owen spilaði með félaginu.
2020-2021
Í desember 2020 varð Salah markahæsti leikmaður Liverpool í Meistaradeild Evrópu þegar hann tók fram úr Steven Gerrard.[6]
Egypska landsliðið[breyta | breyta frumkóða]
Salah hefur spilað með landsliðinu síðan 2011. Hann spilaði stórt hlutverk þegar Egyptar komust á HM 2018. Hann skoraði 5 mörk í undankeppninni, þar á meðal 2 mörk í lokaleiknum gegn Kongó. Egyptar komust ekki í gegnum riðlakeppnina í lokakeppninni. Salah skoraði tvö mörk í keppninni.
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Salah makes history with EA SPORTS award Premier league.com, skoðað 13. apríl, 2018.
- ↑ Mohamed Salah named BBC African Footballer of the Year BBC. Skoðað 13. apríl, 2018.
- ↑ Mohamed Salah: Liverpool forward voted PFA Player of the Year 2017-18 BBC, skoðað 23. apríl, 2018.
- ↑ Salah: Mér er alveg sama um allt annað Vísir, skoðað 16. apríl, 2018.
- ↑ Luka Modric named best male player and Marta best female player at Fifa awardsBBC
- ↑ BBC News - Champions League: Midtjylland 1-1 Liverpool - Mohamed Salah becomes record scorerBBC