Mohamed Salah

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Salah árið 2017.

Mohamed Salah Ghaly (fæddur 5. júní 1992) er egypskur knattspyrnumaður sem spilar fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og egypska landsliðinu. Hann spilar oftast sem hægri vængmaður og er með hraðan og fiman leikstíl. Í Evrópu spilaði Salah með FC Basel, Chelsea FC, Fiorentina og Roma áður en hann hélt til Liverpool.

Liverpool[breyta | breyta frumkóða]

2017-2018

Salah varð fyrsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar til að verða leikmaður mánaðarins þrisvar á tímabili. [1]. Hann keppti við Harry Kane um að verða markakóngur tímabilsins og sló markametið í úrvalsdeildinni á einu tímabili; 32 mörk. Salah skoraði 4 mörk í leik gegn Watford í mars. Hann var valinn afríski leikmaður ársins 2017 [2] og leikmaður tímabilsins af samtökum leikmanna (PFA) [3] og leikmaður úrvalsdeildarinnar á tímabilinu.

Salah varð þriðji Liverpool leikmaðurinn sem hefur náð 40 mörkum á tímabili, ásamt Ian Rush og Roger Hunt. [4]

Egypska landsliðið[breyta | breyta frumkóða]

Salah hefur spilað með landsliðinu síðan 2011. Hann spilaði stórt hlutverk þegar Egyptar komust á HM 2018. Hann skoraði 5 mörk, þar á meðal 2 mörk í lokaleiknum gegn Kongó.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Salah makes history with EA SPORTS award Premier league.com, skoðað 13. apríl, 2018.
  2. Mohamed Salah named BBC African Footballer of the Year BBC. Skoðað 13. apríl, 2018.
  3. Mohamed Salah: Liverpool forward voted PFA Player of the Year 2017-18 BBC, skoðað 23. apríl, 2018.
  4. Salah: Mér er alveg sama um allt annað Vísir, skoðað 16. apríl, 2018.