Mohamed Salah

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Salah árið 2017.

Mohamed Salah Ghaly (fæddur 5. júní 1992) er egypskur knattspyrnumaður sem spilar fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og egypska landsliðinu. Hann spilar oftast sem hægri vængmaður og er með hraðan og fiman leikstíl.

Í Evrópu spilaði Salah með Basel, Chelsea, Fiorentina og Roma áður en hann hélt til Liverpool.