Amnesty International

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Amnesty International eru alþjóðleg samtök sem berjast fyrir mannréttindum um allan heim. Samtökin voru stofnuð árið 1961 af breskum lögfræðingi, Peter Benenson. Samtökin hafa enga skoðun á pólitík, trúmálum eða hugmyndafræði. Árið 1963 urðu samtökin fyrst alþjóðleg. Samtökin fengu friðarverðlaun Nóbels árið 1977.[1] Merki samtakana er gaddagirðing sem umlykur kerti og var hannað af Diana Redhouse. [2]

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Upphaf Amnesty varð þegar stofnandi samtakana, Peter Benenson, breskur lögfræðingur, hóf átak fyrir mannréttindum, 1961. Fyrsta mál hans var fangelsisvist Portúgalskra nemenda sem höfðu verið fangelsaðir fyrir að hafa skálað fyrir frelsi. Ári síðar fór Amnesty í sína fyrstu rannsóknarferð, til Ghana. Á sama áratug fékk Amnesty ráðgjafarhlutverk hjá UNESCO og hafa unnið náið með Sameinuðu þjóðunum síðan þá. [3]

Íslandsdeild Amnesty International[breyta | breyta frumkóða]

Íslandsdeild Amnesty International var stofnuð árið 1974 í Reykjavík.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist