Akihito

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Akihito árið 2014.

Akihito (23. desember 1933) er keisari Japans og hefur verið síðan faðir hans, Hirohito, lést árið 1989. Það er siður í Japan að eftir andlát keisara fái hann nýtt nafn og eftir andlát Akihitos verði hann kallaður Heisei keisari, en nöfnin koma yfirleitt frá stjórnartíð hvers keisara, en stjórnartíð Akihitos er einmitt kölluð Heisei.

Japanska ríkisstjórnin tilkynnti í desember árið 2018 að Akihito myndi segja af sér þann 30. apríl 2019 og að Naruhito krónprins muni setjast á keisarastól.[1]

Fjölskylda[breyta | breyta frumkóða]

Þann 10. apríl 1959 giftist Akihito Michiko Shoda en hún var fyrst kvenna af alþýðlegu bergi brotin til að giftast inn í keisarafjölskylduna. Þau eiga þrjú börn:

  • Naruhito krónprins (f. 1960), er giftur Masako krónprinsessu (f. 1963). Þau eiga eina dóttur, Aiko prinsessu (f. 2001)
  • Akishino prins (f. 1965), er giftur Kiko prinsessu (f. 1966). Þau eiga þrjú börn, Mako prinsessu (f. 1991), Kako prinsessu (f. 1994), og Hisahito prins (f. 2006).
  • Sayako fyrrum prinsessa (f. 1969). Samkvæmt japönskum lögum er prinsessum sem gifta sig skylt að yfirgefa keisarafjölskylduna og eru þær þá ekki partur af henni lengur.

Einnig samkvæmt japönskum lögum geta karlmenn bara tekið við keisaraembættinu, og því var beðið með mikilli væntingu eftir fæðingu prins sem gerðist svo þegar Hisahito prins fæddist árið 2006. Því er drengurinn þriðji í erfðaröðinni, á eftir föður sínum og frænda.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Enjoji, Kaori December 1, 2017, „Japan Emperor Akihito to abdicate on April 30, 2019". CNN. (Tokyo). Skoðað December 1, 2017.


Fyrirrennari:
Hirohito
Keisari Japans
(1989 – Enn í embætti)
Eftirmaður:
Enn í embætti