Madríd

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Madrid
Escudo de Madrid.svg
Madríd is located in Spánn
Madríd
Land Spánn
Íbúafjöldi 3.305.408 (2021)
Flatarmál 605,770 km²
Póstnúmer 28001-28080

Madríd er höfuðborg Spánar og sjálfstjórnarhéraðs með sama nafni. Íbúar borgarinnar sjálfrar voru um 3,3 milljónir árið 2021 en með útborgum er íbúafjöldinn um 6,7 milljónir. Madríd, sem er stærsta borg Spánar, liggur inni í miðju landi á víðáttumikilli sléttu við fljótið Manzanares. Hún er efnahagslegur, menningarlegur og pólitískur miðpunktur landsins.

Borgin hefur verið höfuðborg frá því á 16. öld og á síðari tímum hefur hún verið mikilvæg miðstöð verslunar og iðnaðar. Í hjarta Madrid er torgið Puerta del Sol og út frá því liggja allar aðalgötur borgarinnar. Nýrri borgarhverfi eru í austurhlutanum.

Söfn[breyta | breyta frumkóða]

Íþróttir[breyta | breyta frumkóða]

Í knattspyrnu eru stórliðin Real Madrid og Atlético Madrid. Minna liðið er Rayo Vallecano.

Real Madrid körfuboltaliðið er einnig með góðan árangur í Evrópukeppnum.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.