Fara í innihald

Madríd

Madríd
Fáni Madrídar
Skjaldarmerki Madrídar
Madríd er staðsett á Spáni
Madríd
Madríd
Staðsetning á Spáni
Hnit: 40°25′1″N 3°42′12″V / 40.41694°N 3.70333°V / 40.41694; -3.70333
Land Spánn
SjálfstjórnarhéraðMadríd
Stofnun9. öld
Stjórnarfar
  BorgarstjóriJosé Luis Martínez-Almeida (PP)
Flatarmál
  Samtals604,31 km2
Hæð yfir sjávarmáli
650 m
Mannfjöldi
 (2025)[1]
  Samtals3.322.416
  Þéttleiki5.500/km2
TímabeltiUTC+01:00 (CET)
  SumartímiUTC+02:00 (CEST)
Póstnúmer
28001–28080
Vefsíðamadrid.es

Madríd er höfuðborg Spánar og sjálfstjórnarhéraðs með sama nafni. Íbúar borgarinnar sjálfrar voru um 3,3 milljónir árið 2025, en með útborgum er íbúafjöldinn um 6,8 milljónir.[1] Madríd er stærsta borg Spánar og önnur stærsta borg Evrópusambandsins, á eftir Berlín. Borgin liggur inni í miðju landi á víðáttumikilli sléttu við fljótið Manzanares. Hún er efnahagsleg, menningarleg og pólitísk höfuðborg landsins.

Elsti hluti Madrídar voru litlar víggirtar herbúðir frá tímum Córdoba-furstadæmisins á 9. öld. Kristnir menn lögðu bæinn undir sig árið 1083 eða 1085. Madríd varð að stórum bæ undir stjórn Kastilíu og eftir 1561 varð borgin að miðstöð spænsku konungshirðarinnar. Næstu aldirnar styrktist staða borgarinnar sem stjórnsýslumiðstöðvar.

Borgin hefur verið höfuðborg frá því á 16. öld og á síðari tímum hefur hún verið mikilvæg miðstöð verslunar og iðnaðar. Í hjarta Madrid er torgið Puerta del Sol og út frá því liggja allar aðalgötur borgarinnar. Nýrri borgarhverfi eru í austurhlutanum.

Íþróttir

[breyta | breyta frumkóða]

Í knattspyrnu eru stórliðin Real Madrid og Atlético Madrid. Minna liðið er Rayo Vallecano.

Körfuknattleikslið Real Madrid hefur náð góðum árangri í Evrópukeppnum.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1 2 „Madrid Population 2025“. World Population Review (enska). Sótt 19 ágúst 2025.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.