Francisco Franco

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Francisco Franco
Francisco Franco en 1964.jpg
Caudillo Spánar
Í embætti
1. október 1936 – 20. nóvember 1975
Persónulegar upplýsingar
Fædd(ur)

4. desember 1892

Ferrol, Galisíu, Spáni
Dáin(n)

20. nóvember 1975

Madrid, Spáni
Stjórnmálaflokkur FET y de las JONS
Maki Carmen Polo
Trúarbrögð Kaþólskur
Börn Carmen Franco
Háskóli Fótgönguliðaháskóli Toledo
Starf Hermaður, stjórnmálamaður
Undirskrift

Francisco Paulino Hermenegildo Teódulo Franco y Bahamonde (4. desember 189220. nóvember 1975) betur þekktur sem Francisco Franco var einræðisherra á Spáni á árunum 1936/39 til 1975. Spænska borgarastyrjöldin hófst með uppreisn sem hann leiddi, og lauk árið 1939 með sigri Francos og manna hans, sem nefndir voru falangistar.

Franco var íhaldsmaður og konungssinni sem mótmælti aflagningu spænska konungdæmisins og stofnun spænsks lýðveldis árið 1931. Í kosningum árið 1936 tapaði bandalag hægrisinnaðra íhaldsmanna fyrir vinstriflokkum. Franco tók þátt í misheppnuðu valdaráni ásamt öðrum herforingjum sem hratt af stað spænsku borgarastyrjöldinni. Eftir dauða hinna hershöfðingjanna varð Franco fljótt eini leiðtogi þjóðernissinnanna í stríðinu.

Franco sótti stuðning til ýmissa hópa og erlendra stjórnvalda, sér í lagi til Þýskalands Hitlers og Ítalíu Mussolinis. Spænski lýðveldisherinn sótti hins vegar stuðning til spænskra kommúnista og stjórnleysingja, til Sovétríkjanna, Mexíkó og til alþjóðlegra sjálfboðaliða. Franco fór sjálfur fram á mannskæða sprengjuárás á Guernica árið 1937. Eftir dauðsfall hálfrar milljónar manna vann Franco stríðið árið 1939. Hann stofnaði einræðisríki sem hann skilgreindi sem alræðisstjórn.[1] Franco lýsti sjálfan sig þjóðhöfðingja og ríkisstjórnarleiðtoga með titlinum El caudillo, viðurnefni sem svipaði mjög til titlanna Il duce (Mussolini) og Der Führer (Hitler) en öll merkja viðurnefnin einfaldlega „leiðtoginn“. Í apríl 1937 sameinaði Franco fasista- og íhaldsflokka Spánar ásamt konungssinum í flokkinn FET y de las JONS og bannaði starfsemi allra annarra stjórnmálaflokka.

Eftir valdatöku sína kom Franco á hvítri ógnarstjórn þar sem allt að 400,000 pólitískir andstæðingar hans voru fangelsaðir eða drepnir[2][3][4][5][6] með nauðungarvinnu og aftökum. Þrátt fyrir að vera formlega hlutlaus í seinni heimsstyrjöldinni aðstoðaði Franco Öxulveldin á margvíslegan hátt; hann leyfði þýskum og ítölskum skipum að nota spænskar hafnir, lak upplýsingum í þýsku leyniþjónustuna, flutti út ýmis stríðsgögn til Þýskalands og leyfði spænskum sjálfboðaliðum að berjast ásamt Þjóðverjum gegn Sovétmönnum til ársins 1944. Kommúnistar og aðrir andófsmenn til vinstri kölluðu stjórn Francos „fasíska“ en fræðimenn seinni tíma telja stjórn hans fremur til íhaldssamrar alræðisstjórnar.[7][8][9][10] Spánn einangraðist mjög á alþjóðavísu í nærri því heilan áratug eftir seinni heimsstyrjöldina.

Á sjötta áratugnum mildaðist ríkisstjórn Francos ögn og leyfði takmarkað skoðanafrelsi.[11] Í kalda stríðinu var Franco einna fremstur meðal andkommúnista á alþjóðavísu; því hlaut ríki hans aðstoð vesturveldanna og var jafnvel boðið að ganga til liðs við Atlantshafsbandalagið. Seint á fimmta áratugnum og á þeim sjötta urðu ýmsar efnahagsumbætur undir Franco þar sem hann opnaði spænska efnahagskerfið og eftirlét frjálslyndum ráðherrum umsá yfir fjármálunum.[12]

Grafhýsi Franco er í Valle de los caidos. Fangar úr borgarastríðinu voru látnir byggja það.

Franco lést árið 1975, þá 82 tveggja ára. Hann endurreisti konungdæmið áður en hann dó og gerði Jóhann Karl 1. að eftirmanni sínum. Konungurinn kom að lýðræðisvæðingu Spánar sem var lokið með þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá árið 1978 þar sem Spánn var gerður að þingbundnu konungdæmi.

Franco var afar umdeildur bæði innan og utan Evrópu. Stuðningsmenn hans hrósa honum fyrir andstöðu hans gegn kommúnisma, efnahagsstefnu, stuðning við spænskar hefðir og spænska konungdæmið. Gagnrýnendur líta helst á hann sem harðsvírugan einræðisherra sem beitti ofbeldi gegn andófsmönnum og öllu sem ekki þótti nógu spænskt, beitti útrýmingarbúðum og nauðungarvinnu og studdi við bakið á Öxulveldunum.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. El "ideal supremo" totalitario de Franco que bendicen con dinero público los académicos de la Historia. Elplural.com. May 26, 2012.
 2. Sinova, J. (2006) La censura de prensa durante el franquismo [The Media Censorship During Franco Regime]. Random House Mondadori.
 3. Lázaro, A. (2001), „James Joyce's Encounters with Spanish Censorship, 1939–1966". Joyce Studies Annual. 12: 38. doi:10.1353/joy.2001.0008
 4. Rodrigo, J. (2005) Cautivos: Campos de concentración en la España franquista, 1936–1947, Editorial Crítica.
 5. Gastón Aguas, J. M. & Mendiola Gonzalo, F. (eds.) Los trabajos forzados en la dictadura franquista: Bortxazko lanak diktadura frankistan.
 6. Duva, J. (November 9, 1998) "Octavio Alberola, jefe de los libertarios ajusticiados en 1963, regresa a España para defender su inocencia". Diario El País
 7. De Menses, Filipe Ribeiro Franco and the Spanish Civil War, p. 87, Routledge
 8. Gilmour, David, The Transformation of Spain: From Franco to the Constitutional Monarchy, p. 7 1985
 9. Payne, Stanley Fascism in Spain, 1923–1977, p. 347, 476 1999 Univ. of Wisconsin Press
 10. See Miguel-Anxo Murado, a journalist, who complains about historians at "F is for Franco but not for fascist, apparently"
 11. Stanley G. Payne, The Franco Regime, 1936–1975, pp.625-628
 12. Reuter, Tim May 19, 2014, „Before China's Transformation, There Was The 'Spanish Miracle'". Forbes Magazine. Skoðað August 22, 2017.