Francisco Franco

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Francisco Franco.
Grafhýsi Franco er í Valle de los caidos. Fangar úr borgarastríðinu voru látnir byggja það.

Francisco Paulino Hermenegildo Teódulo Franco y Bahamonde (4. desember 1892 - 20. nóvember 1975) betur þekktur sem Francisco Franco var einræðisherra á Spáni á árunum 1936/39 til 1975. Spænska borgarastyrjöldin hófst með uppreisn sem hann leiddi, og lauk árið 1939 með sigri Francos og manna hans, sem nefndir voru falangistar.