Peter Handke

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Peter Handke

Peter Handke (fæddur 6. desember 1942) er austurískur skáldsagnahöfundur, leikskáld og þýðandi. Hann fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2019. Þekktasta verk hans er Die Angst des Tormanns beim Elfmeter, sem kom út árið 1970. Hann vakti fyrst verulega athygli með leikritinu Publikumsbeschimpfung (Svívirðing áhorfenda) sem sýnt var árið 1966.

Skáldsaga hans Kindergeschichte eða Barnasaga í kom út á íslensku árið 1987 í þýðingu Péturs Gunnarssonar. Leikritið Publikumsbeschimpfung var flutt af Stúdentaleikhúsinu. Leikritið Kasper eftir Handke var sýnt í Þjóðleikhúsinu.

Handke hefur verið umdeildur vegna afstöðu sinnar til hlutverks Serba í Júgóslavíustyrjöldunum á tíunda áratugnum. Í greinum sínum um Serbíu hefur hann gagnrýnt umfjöllun alþjóðlegra fjölmiðla um stríðin og haldið því fram að Serbar hafi verið einhliða málaðir sem „skúrkarnir“ í stríðunum á meðan dregið hafi verið úr afbrotum annarra stríðsaðila. Gagnrýnendur Handke hafa vænt hann um að afneita því að þjóðarmorð hafi verið framið á Bosníuserbum. Jafnframt var deilt um þá ákvörðun hans að vera viðstaddur og flytja minningarræðu við jarðarför Slobodans Milošević árið 2006, þar sem Handke sagðist vera „glaður að vera nærverandi í dag, í nálægð Júgóslavíu, í nálægð Serbíu, í nálægð Slobodan Milošević“. Vegna þessara mála var ákvörðunin um veitingu Nóbelsverðlaunanna til Handke árið 2019 nokkuð umdeild og meðal annars lýstu ráðamenn í Albaníu og Kósovó yfir hneykslun sinni vegna hennar.[1][2]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir
  1. Róbert Jóhannsson (11. október 2019). „Óglatt yfir Nóbelsverðlaunum Handke“. RÚV. Sótt 15. október 2019.
  2. Davíð Kjartan Gestsson (15. október 2019). „Nóbelsverðlaunin vekja undrun og reiði“. RÚV. Sótt 15. október 2019.