Fara í innihald

Jammú og Kasmír

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af Kasmír sem sýnir umdeild svæði
Kort.

Jammú og Kasmír er union territory Indlands. Stærstur hluti þess er í Himalajafjöllum. Það á landamæri í suðri að Himachal Pradesh og Púnjab. Í norðaustri á fylkið landamæri að Kína og í norðvestri skilur vopnahléslína það frá pakistönsku héruðunum Azad Kashmir og Gilgit–Baltistan. Þrjú ríki, Kína, Pakistan og Indland, eiga í deilum um hina ýmsu hluta héraðsins, sem áður var furstadæmið Jammú og Kasmír,

Fylkið skiptist í þrjá hluta Jammú, Kasmírdal og Ladakh. Srinagar er höfuðstaður fylkisins á sumrin en Jammúborg á veturna. Íbúar eru 12,5 milljónir. Yfir 97% íbúa Kasmírdals eru múslimar en meirihluti íbúa Jammú eru hindúar. Í Ladakh er um helmingur múslimar og helmingur búddatrúar. Opinber tungumál fylkisins eru kasmírska og úrdú.


  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.