Fara í innihald

Mauricio Macri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mauricio Macri
Forseti Argentínu
Í embætti
10. desember 2015 – 10. desember 2019
VaraforsetiGabriela Michetti
ForveriCristina Fernández de Kirchner
EftirmaðurAlberto Fernández
Persónulegar upplýsingar
Fæddur8. febrúar 1959 (1959-02-08) (65 ára)
Tandil, Búenos Aíres, Argentínu
StjórnmálaflokkurPropuesta Republicana
MakiYvonne Bordeu (1981–1991)
Isabel Menditeguy (1994–2005)
Juliana Awada (2010–)
Börn4
HáskóliKaþólski háskólinn í Argentínu
Columbia-háskóli
StarfByggingaverkfræðingur, athafnamaður, stjórnmálamaður
Undirskrift

Mauricio Macri[1][2] (f. 8. febrúar 1959) er argentínskur stjórnmálamaður sem var forseti Argentínu frá árinu 2015 til ársins 2019. Hann er fyrrum byggingaverkfræðingur og vann fyrstu tveggja umferða forsetakosningarnar í sögu Argentínu árið 2015, en tveggja umferða kerfið hafði verið tekið upp árið 1994. Hann er fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Argentínu frá árinu 1916 sem hvorki er Perónisti né úr Róttæka borgarabandalaginu.[3] Macri hafði verið borgarstjóri Búenos Aíres frá 2007 til 2015 og var fulltrúi borgarinnar á neðri deild argentínska þingsins frá 2005 til 2007. Helsta áherslumál Macri í forsetaembætti var að laga Argentínu að alþjóðlegum fjármálamörkuðum á ný í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.[4]

Macri fæddist í Tandil í Búenos Aíres-sýslu. Faðir hans var Francesco Macri, kunnur ítalskur athafnamaður í iðn- og byggingageirunum. Mauricio ólst upp á yfirstéttarheimili og hlaut bakkalársgráðu í byggingaverkfræði úr Kaþólska háskólanum í Argentínu. Hann nam síðar við viðskiptadeild Columbia-háskóla í New York.[5] Macri varð forseti knattspyrnuliðsins Boca Juniors árið 1995.[6] Árið 2005 stofnaði hann miðhægriflokkinn Propuesta Republicana eða PRO.[7]

Macri var orðaður við forsetaframboð árið 2011 en hann ákvað að bjóða sig frekar fram til endurkjörs í borgarstjórn Búenos Aíres. Hann hlaut um 47 prósent atkvæða í fyrri umferð borgarstjórnarkosninganna og vann endurkjör í seinni umferðinni gegn Daniel Filmus.[8] Þann 22. nóvember árið 2015 bauð Macri sig fram til forseta og lenti í jafntefli í fyrri umferð gegn perónistanum Daniel Scioli. Í seinni umferðinni vann Macri nauman sigur með 51,34 prósentum atkvæða[9] og var svarinn í embætti þann 10. desember.[10]

Árið 2016 nefndi bandaríska tímaritið Time Macri einn af 100 voldugustu einstaklingum í heimi og voldugasta forseta í Rómönsku Ameríku.[11][12]

Macri tapaði endurkjöri árið 2019 fyrir mótframbjóðanda sínum, perónistanum Alberto Fernández.[13]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
 1. „Biografía del Presidente Mauricio Macri“. Casa Rosada (evrópsk spænska).
 2. „Macri Mauricio, DNI 13.120.469, CUIT 20-13120469-9, BuscarDatos.com“. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. júlí 2018. Sótt 10. október 2018.
 3. „Mauricio Macri, el primer presidente desde 1916 que no es peronista ni radical“ (spænska). Los Andes. 22. nóvember 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. nóvember 2015. Sótt 10. október 2018.
 4. „Hrun á mörkuðum í Argentínu“. Viðskiptablaðið. 12. ágúst 2019. Sótt 28. október 2019.
 5. „Qué estudiaron y a qué universidades fueron los candidatos a Presidente“. Girabsas. 7. október 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. október 2015. Sótt 7. október 2015.
 6. Ásgeir Sverrisson (26. júní 2007). „Úr boltanum í borgarstjórn“. Sótt 10. október 2018.
 7. „Los momentos de Mauricio Macri en Boca que marcaron su perfil político“. Girabsas. 23. nóvember 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. nóvember 2015. Sótt 10. október 2018.
 8. „El jefe de gobierno fue reelecto por amplio margen“. www.lanacion.com.ar. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. nóvember 2015. Sótt 24. nóvember 2015.
 9. „Balotaje: terminó el escrutinio definitivo y Macri ganó por una menor ventaja“. minutouno. 10. desember 2015. Sótt 10. október 2018.
 10. „Así juró Macri en el Congreso“. Todo Noticias. 10. desember 2015. Sótt 10. október 2018.
 11. „List of individuals included in the TIME 100 in 2016“. time.com. Sótt 10. október 2018.
 12. "Time" incluyó a Macri entre las 100 personas más influyentes del mundo“. Todo Noticias. 21. apríl 2016. Sótt 10. október 2018.
 13. Róbert Jóhannsson (28. október 2019). „Fernandez nýr forseti Argentínu“. RÚV. Sótt 28. október 2019.


Fyrirrennari:
Cristina Fernández de Kirchner
Forseti Argentínu
(10. desember 201510. desember 2019)
Eftirmaður:
Alberto Fernández