Fara í innihald

Lee Radziwill

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Caroline Lee Bouvier Canfield Radziwiłł Ross (fædd 3. mars 1933 í Southampton, New York; d. 15. februar 2019) var bandarísk yfirstéttarkona sem starfaði sem stjórnandi í almennatengslafyrirtæki. Hún reyndi fyrir sér sem leikkona en fékk afar slæma dóma og hætti eftir nokkrar tilraunir. Hún var yngri systir forsetafrúarinnar Jacqueline Kennedy Onassis.

Lee Radziwill var þrígift. Fyrsti eiginmaður hennar var Michael Temple Canfield, sem var sagður óskilgetinn sonur Georgs prins, hertogans af Kent. Þau giftu sig í April 1953 og skildu árið 1959. Sama ár 19. mars giftist hún pólskum prinsi, Stanisław Albrecht Radziwiłł. Þau eignuðust soninn Anthony Radziwill og dóttirina Anna Christina Radziwill. Þau skildu árið 1974.

Árið 1978 var Lee trúlofuð hóteleigandanum Newton Cope, en fimm mínútum áður en brúðkaupið átti að fara fram, var það blásið af.

Þann 23. september 1988 giftist hún bandaríska kvikmyndaleikstjóranum Herbert Ross. Þau skildu árið 2001, rétt áður en hann lést.

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.