Fara í innihald

Naruhito

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skjaldarmerki Japanska keisaraættin Keisari Japans
Japanska keisaraættin
Naruhito
Naruhito
徳仁
Ríkisár 1. maí 2019
SkírnarnafnNaruhito (徳仁)
Fæddur23. febrúar 1960 (1960-02-23) (64 ára)
 Kýótó, Japan
Konungsfjölskyldan
Faðir Akihito
Móðir Michiko
KeisaraynjaMasako
BörnAiko

Naruhito (徳仁; f. 23. febrúar 1960) er núverandi keisari Japans. Hann tók við krúnunni þann 1. maí árið 2019 eftir að faðir hans, Akihito keisari, sagði af sér. Samkvæmt hefðbundinni talningu er hann 126. keisari Japans og fyrsti keisari landsins sem er fæddur eftir seinni heimsstyrjöldina.

Keisaratíð Naruhitos ber nafnið „Reiwa-tímabilið“, sem merkir „tímabil fagurs samhljóms“.[1] Samkvæmt japanskri hefð verður Naruhito þekktur sem Reiwa keisari eftir andlát sitt.

Naruhito hefur verið kvæntur Masako Owada frá árinu 1993. Hjónin eignuðust dótturina Aiko árið 2001. Þar sem japönsk erfðalög gera ekki ráð fyrir að konur geti erft keisarakrúnuna mun þó krúnan að öllu óbreyttu ganga til yngri bróður hans, Fumihitos, eftir að Naruhito deyr.[2] Hugmyndir hafa þó verið viðraðar um að breyta erfðalögunum að krúnunni og skoðanakannanir sýna að drjúgur meirihluti Japana styður lagabreytingar til að heimila konum að erfa krúnuna.[3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Sögu­leg af­sögn Jap­an­skeis­ara“. mbl.is. 30. apríl 2019. Sótt 30. apríl 2019.
  2. Bryan Walsh (5. september 2006). „Japan Celebrates: It's a Boy!“. Time. Sótt 30. apríl 2019..
  3. Dagný Hulda Erlendsdóttir (11. nóvember 2019). „Erfðakrísa japönsku keisarafjölskyldunnar“. RÚV. Sótt 12. nóvember 2019.


Fyrirrennari:
Akihito
Keisari Japans
(1. maí 2019 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti


  Þetta æviágrip sem tengist Japan er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.