Nicolás Maduro
Nicolás Maduro | |
---|---|
Forseti Venesúela | |
Núverandi | |
Tók við embætti 8. mars 2013 | |
Varaforseti | Jorge Arreaza Aristóbulo Istúriz Tareck El Aissami Delcy Rodríguez |
Forveri | Hugo Chávez |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 23. nóvember 1962 Caracas, Venesúela |
Þjóðerni | Venesúelskur |
Stjórnmálaflokkur | Sameinaði sósíalistaflokkur Venesúela |
Maki | Adriana Guerra Angulo; Cilia Flores |
Trúarbrögð | Kaþólskur |
Börn | Nicolás Maduro Guerra |
Undirskrift |
Nicolás Maduro Moros (f. 23. nóvember 1962) er venesúelskur stjórnmálamaður sem hefur verið forseti Venesúela frá árinu 2013. Hann var þar áður utanríkisráðherra í ríkisstjórn Hugo Chávez frá 2006 til 2013 og varaforseti frá 2012 til 2013.
Áður en Maduro hóf þátttöku í stjórnmálum vann hann sem rútubílstjóri en hann varð verkalýðsleiðtogi eftir að hann var kjörinn á venesúelska þjóðþingið árið 2000. Hann var útnefndur í ýmis embætti í ríkisstjórnum Chávez og varð loks utanríkisráðherra árið 2006. Hann þótti á þessum tíma „hæfasti stjórnandi og stjórnmálamaður í innsta hring Chávez“.[1] Eftir að Chávez lést þann 5. mars 2013 tók Maduro við völdum og skyldum forsetaembættisins. Forsetakosningar voru haldnar þann 14. apríl sama ár og Maduro hlaut sigur með 50,62% atkvæða. Hann var formlega svarinn í embætti þann 19. apríl.[2]
Maduro hefur stjórnað Venesúela með stjórnartilskipunum síðan 19. nóvember árið 2013.[3][4][5][6] Á forsetatíð Maduros hefur efnahagsleg staða Venesúela versnað mjög og tíðni glæpa, fátæktar og hungurs hefur hækkað. Gagnrýnendur stjórnvalda hafa kennt efnahagsstefnu Chávez og Maduros um þróunina[7][8][9][10] en Maduro hefur kennt „efnahagsstríði“ andstæðinga sinna um hana.[11][12][13][14][15][16] Matarskortur leiddi til fjöldamótmæla sem brutust út árið 2014. Í mótmælunum létust 43 manns og vinsældir Maduros döluðu.[17][18][19][20] Vegna óvinsælda Maduros vann stjórnarandstaðan meirihluta á þingi árið 2015 og áætlanir hófust um að víkja Maduro úr embætti árið 2016. Maduro heldur þó enn í völd með hjálp stjórnarinnviða sem eru honum trúir, þar á meðal hæstarétti og her landsins.[17][18][21]
Stjórnarkreppa hófst í Venesúela árið 2017 þegar hæstiréttur svipti þjóðþingið valdi sínu. Maduro kallaði eftir því að stjórnarskrá ríkisins yrði samin upp á nýtt. Stjórnlagaþing var kjörið árið 2017 til að rita nýju stjórnarskrána og var að mestu leyti skipað stuðningsmönnum Maduros.[22][23] Þann 20. maí 2018 var Maduro endurkjörinn í forsetaembættið, en eftirlitsmenn litu flestir á kosningarnar sem sýndarkosningar[24][25] auk þess sem kjörsókn var hin lægsta í nútímasögu Venesúela.[26]
Líkt og Chávez hefur Maduro verið sakaður um gerræðislegt stjórnarfar[27] og fjölmiðlar hafa lýst honum sem einræðisherra, sérstaklega eftir að hann svipti þingið völdum sínum.[28][29][30][31] Eftir kosningar stjórnlagaþingsins árið 2017 settu Bandaríkin viðskiptaþvinganir á Venesúela, frystu eignir Maduros í Bandaríkjunum og bönnuðu honum að koma til Bandaríkjanna.[32] Mörg önnur ríki í vesturheimi og Evrópu neituðu að viðurkenna stjórnlagaþingið og lögmæti endurkjörs hans til forseta.
Maduro hóf formlega annað kjörtímabil sitt sem forseti í byrjun ársins 2019. Þar sem miklar efasemdir ríkja um lögmæti kosninganna hefur stjórnarandstaðan hins vegar neitað að viðurkenna stjórn Maduros. Forseti löggjafarþingsins, Juan Guaidó, lýsti sjálfan sig forseta landsins til bráðabirgða þann 23. janúar 2019 og segist ætla að leiða starfsstjórn fram að nýjum kosningum.[33] Maduro neitaði að láta af völdum en mörg erlend ríki, meðal annars Bandaríkin, Kanada, Brasilía og Kólumbía, viðurkenndu Guaidó fremur en Maduro sem lögmætan forseta Venesúela á næstu árum.[34]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ de Córdoba, José; Vyas, Kejal (9. desember 2012). „Venezuela's Future in Balance“. The Wall Street Journal. Sótt 10. desember 2012.
- ↑ "Nicolas Maduro sworn in as new Venezuelan president". BBC News. 19. apríl 2013. Retrieved 19. apríl 2013.
- ↑ Diaz-Struck, Emilia; Forero, Juan (19. nóvember 2013). „Venezuelan president Maduro given power to rule by decree“. The Washington Post. Sótt 27. apríl 2015.
- ↑ „Venezuela: President Maduro granted power to govern by decree“. BBC News. 16. mars 2015. Sótt 27. apríl 2015.
- ↑ Brodzinsky, Sibylla (15. janúar 2016). „Venezuela president declares economic emergency as inflation hits 141%“. The Guardian (bresk enska). ISSN 0261-3077. Sótt 24. febrúar 2016.
- ↑ Worely, Will (18. mars 2016). „Venezuela is going to shut down for a whole week because of an energy crisis“. The Independent. Sótt 12. maí 2016.
- ↑ Osmary Hernandez, Mariano Castillo and Deborah Bloom (21. febrúar 2017). „Venezuelan food crisis reflected in skipped meals and weight loss“. CNN. Sótt 28. maí 2017.
- ↑ Anders Aslund (2. maí 2017). „Venezuela Is Heading for a Soviet-Style Collapse“. Foreign Policy. Sótt 28. maí 2017.
- ↑ Loris Zanatta (30. maí 2017). „Cuando el barco se hunde“ [When the ship sinks]. La Nación (spænska). Afrit af upprunalegu geymt þann 30. maí 2017. Sótt 28. maí 2017.
- ↑ Scharfenberg, Ewald (1. febrúar 2015). „Volver a ser pobre en Venezuela“. El Pais. Sótt 3. febrúar 2015.
- ↑ „Mr. Maduro in His Labyrinth“. The New York Times. 26. janúar 2015. Sótt 26. janúar 2015.
- ↑ „Venezuela's government seizes electronic goods shops“. BBC. Sótt 19. febrúar 2014.
- ↑ „Maduro anuncia que el martes arranca nueva "ofensiva económica"“. La Patilla. 22. apríl 2014. Sótt 23. apríl 2014.
- ↑ „Maduro insiste con una nueva "ofensiva económica"“. La Nacion. 23. apríl 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. maí 2014. Sótt 1. maí 2014.
- ↑ „Decree powers widen Venezuelan president's economic war“. CNN. 20. nóvember 2013. Sótt 21. febrúar 2014.
- ↑ Yapur, Nicolle (24. apríl 2014). „Primera ofensiva económica trajo más inflación y escasez“. El Nacional. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. apríl 2014. Sótt 25. apríl 2014.
- ↑ 17,0 17,1 Washington, Richard (22. júní 2016). „'The Maduro approach' to Venezuelan crisis deemed unsustainable by analysts“. CNBC. Sótt 23. júní 2016.
- ↑ 18,0 18,1 Lopez, Linette. „Why Venezuela is a nightmare right now“. Business Insider. Sótt 23. júní 2016.
- ↑ Faria, Javier. „Venezuelan teen dies after being shot at anti-Maduro protest“. Reuters. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. september 2015. Sótt 26. febrúar 2015.
- ↑ Usborne, David. „Dissent in Venezuela: Maduro regime looks on borrowed time as rising public anger meets political repression“. The Independent. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. september 2015. Sótt 26. febrúar 2015.
- ↑ „A 2016 Presidential Recall Seems Less and Less Likely“. Stratfor. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. júní 2016. Sótt 23. júní 2016.
- ↑ „What are Venezuelans voting for and why is it so divisive?“. BBC News. 30. júlí 2017. Sótt 30. júlí 2017.
- ↑ Bronstein, Hugh (29. júlí 2017). „Venezuelan opposition promises new tactics after Sunday's vote“. Reuters India (Indian English). Afrit af upprunalegu geymt þann 7. apríl 2019. Sótt 30. júlí 2017.
- ↑ Sen, Ashish Kumar (18. maí 2018). „Venezuela's Sham Election“. Atlantic Council (bresk enska). Sótt 20. maí 2018. „Nicolás Maduro is expected to be re-elected president of Venezuela on May 20 in an election that most experts agree is a sham“
- ↑ „Venezuela's sham presidential election“. Financial Times (bresk enska). 16. maí 2018. Sótt 20. maí 2018. „The vote, of course, is a sham. Support is bought via ration cards issued to state workers with the implicit threat that both job and card are at risk if they vote against the government. Meanwhile, the country's highest profile opposition leaders are barred from running, in exile, or under arrest.“
- ↑ „The Latest: Venezuela Opposition Calls Election a 'Farce'“. U.S. News & World Report. Associated Press. 21. maí 2018. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. maí 2018. Sótt 21. maí 2018.
- ↑ Corrales, Javier; Penfold, Michael (2014). Dragon in the tropics : Hugo Chavez and the political economy of revolution in Venezuela (Second. útgáfa). [S.l.]: Brookings Institution Press. bls. xii.
- ↑ „Venezuela Dialogue“. TeleSUR. Sótt 10. desember 2016.
- ↑ Corrales, Javier. „Venezuela's Odd Transition to Dictatorship“. Americas Quarterly. Sótt 10. desember 2016.
- ↑ Brodzinsky, Sibylla (21. október 2016). „Venezuelans warn of 'dictatorship' after officials block bid to recall Maduro“. The Guardian. Sótt 10. desember 2016.
- ↑ „Almagro: Maduro se transforma en dictador por negarles a venezolanos derecho a decidir su futuro“. CNN en Español. 24. ágúst 2016. Sótt 10. desember 2016.
- ↑ „Treasury Sanctions the President of Venezuela“. United States Department of the Treasury. 31. júlí 2017. Sótt 1. ágúst 2017.
- ↑ Stefán Rafn Sigurbjörnsson (23. janúar 2019). „Trump segir leiðtoga stjórnarandstöðunnar réttmætan forseta Venesúela“. Vísir. Sótt 25. janúar 2019.
- ↑ „Lofar Maduro friðhelgi fari hann frá“. mbl.is. 25. janúar 2019. Sótt 25. janúar 2019.
Fyrirrennari: Hugo Chávez |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |