Pedro Sánchez

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Pedro Sánchez
2018-06-04, 25 aniversario de las relaciones diplomáticas entre España y Andorra, Pedro Sánchez, Pool Moncloa-César P. Sendra (cropped).jpg
Sánchez árið 2018.
Forsætisráðherra Spánar
Núverandi
Tók við embætti
2. júní 2018
Persónulegar upplýsingar
Fæddur

29. febrúar 1972

Madríd, Spáni
Stjórnmálaflokkur Sósíalistaflokkur Spánar (Partido Socialista Obrero Español )
Maki María Begoña Gómez Fernández (g. 2006)
Börn 2
Háskóli Háskólinn í Complutense í Madríd
Háskólinn í Brussel
Háskólinn í Navarra
Háskóli Camilo José Cela
Starf Stjórnmálamaður
Undirskrift

Pedro Sánchez Pérez-Castejón er spænskur hagfræðingur og stjórnmálamaður sem er núverandi forsætisráðherra Spánar. Sánchez tók embætti 2. júní, 2018 þegar vantrausti var lýst á Mariano Rajoy þáverandi forsætisráðherra.

Hann hefur unnið sem aðstoðarmaður þingmanna á Evrópuþinginu, borgarfulltrúi í Madríd og aðalritari Spænska sósíalistaflokksins. Sánchez er með doktorsgráðu í hagfræði og hefur kennt sem háskólaprófessor.

Sanchez talar frönsku og ensku reiprennandi. Hann er trúleysingi og ákvað að sverja ekki við biblíuna við embættistöku sína heldur við spænsku stjórnarskrána.

Forsætisráðherratíð[breyta | breyta frumkóða]

Í júní árið 2018 samþykkti Sánchez að taka við um 629 flóttamönnum sem björgunarskipið Aquarius hafði bjargað undan strönd Líbíu. Flóttamönnunum hafði áður verið neitað um hæli á Ítalíu og á Möltu og höfðu þeir því verið á siglingu um Miðjarðarhafið á yfirtroðnu björgunarskipinu í um viku. Sánchez sagði það „[skyldu] okk­ar að koma í veg fyr­ir stór­slys og bjóða þessu fólki ör­ugga höfn, og verða þannig við okk­ar skyldu í mannúðar­mál­um“.[1]

Ríkisstjórn Sánchez hefur viðrað áætlanir um að láta flytja lík einræðisherrans Francisco Franco úr ríkisfjármögnuðu grafhýsi í Dal hinna föllnu.[2]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Spán­verj­ar taka á móti flótta­fólki sem aðrir höfðu hafnað“ (17. júní 2018), skoðað þann 20. júní 2018.
  2. „Ætla sér að flytja líkamsleifar Franco úr Dal hinna föllnu“. Vísir (19. júní 2018), skoðað þann 20. júní 2018.


Fyrirrennari:
Mariano Rajoy
Forsætisráðherra Spánar
(2. júní 2018 – )
Eftirmaður:
Enn í embætti