Theresa May

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Theresa May
Theresa May UK Home Office (cropped).jpg
Forsætisráðherra Bretlands
Núverandi
Tók við embætti
13. júlí 2016
Persónulegar upplýsingar
Fædd(ur)

1. október 1956

Eastbourne, Sussex, Englandi
Þjóðerni Breti
Stjórnmálaflokkur Íhaldsflokkurinn
Maki Philip May (g. 1980)
Trúarbrögð Enska biskupakirkjan
Háskóli Oxford háskóli
Atvinna Stjórnmálamaður
Undirskrift

Theresa Mary May (f. 1. október 1956) er forsætisráðherra Bretlands og þingmaður í kjördæminu Maidenhead. Þann 11. júlí 2016 varð hún leiðtogi Íhaldsflokksins en hún leysti David Cameron af hólmi sem forsætisráðherra þann 13. júlí 2016. Hún er annar kvenmaðurinn sem gengur í embættið, á eftir Margrét Thatcher.

Theresa fæddist í Eastbourne í Sussex og lærði landafræði við Oxford-háskóla. Árin 1977 til 1983 starfaði hún í Englandsbanka. Árin 1992 og 1994 bauð hún sig fram til þingmanns en náði ekki sæti í Breska þinginu. Árið 1997 sigraði hún í kjördæminu Maidenhead. Hún varð síðan stjórnarmaður Íhaldsflokksins og gerðist meðlimur í Leyndarráðinu (e. Privy Council) árið 2002.

Árið 2010 var Theresa tilnefnd til embættis innanríkisráðherra og jafnréttisráðherra, en hún hætti sem jafnréttisráðherra árið 2012.


Fyrirrennari:
David Cameron
Forsætisráðherra Bretlands
(13. júlí 2016 – )
Eftirmaður:
Enn í embætti


  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.